ágætu sveitungar
Nú eru liðnir tveir mánuðir síðan ég tók við starfi sveitarstjóra og það gefur tilefni til að senda ykkur línu.
þessir tveir mánuðir hafa gengið vel, allir taka mér vel og vilja hjálpa mér við að komast inn í málefni sveitarinnar.
ég óska eftir því við ykkur að þið leyfið mér að heyra af málum sem ykkur þykja ekki í lagi eða betur mættu
fara. Ekki get ég fylgst með öllu og ekki heyri ég það sem þið segið við eldhúsborðið eða í kaffistofunni. Hringið
endilega í mig eða sendið mér tölvupóst, ég lofa að hlusta á alla þó ég geti ekki orðið við öllum ykkar
óskum. Einu lofa ég þó; ef hægt er að verða við erindinu eða bóninni þá skal ég sjá til þess að
málið fái jákvæðan endi.
ég hef ekið mikið um sveitina síðan ég tók við starfinu og séð marga snyrtilega staði. En ég hef líka rekist á margt
sem betur mætti fara. Eyjafjarðarsveit er landbúnaðarsvæði að stærstum hluta og umgengni ætti að vera hér til fyrirmyndar. Nú bið
ég ykkur ágætu sveitungar að athuga hvort þið sjáið það sem ég sá og við tökum höndum saman og bætum
það sem bæta þarf.
ég er framkvæmdastjóri sveitarinnar og vinn samkvæmt stefnumótun sveitarstjórnar, mér ber að haga málum þannig að allir séu
jafnir gagnvart stjórnsýslu sveitarinnar og allir sitji við sama borð. ég er framkvæmdamaður og fer ekki löngu leiðina við
ákvarðanatöku, ég er ekki hræddur við að reka mig á og tel það geta gefið tækifæri til betri verka.
ég legg mikla áherslu á að starfsmenn sveitarinnar og kjörnir fulltrúar skilji á milli starfa sinna fyrir sveitina og einkahagsmuna. þetta getur
verið vandasamt í smáum samfélögum en er afar mikilvægt, ég bið því alla hlutaðeigandi að huga vel að þessum
þáttum.
Að lokum þakka ég góðar móttökur og hlakka til samstarfs á komandi árum.
Syðra Laugalandi 2. ágúst 2008,
Guðmundur Jóhannsson
sveitarstjóri.
-----------
GSM - ADSL
Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Símans til að bæta GSM samband í Reykárhverfi. Settur er upp nýr sendir á heimavistarhús
Hrafnagilsskóla og mun hann stórbæta GSM samband á svæðinu, sérstaklega mun sambandið batna innandyra í hverfinu. Tilkoma sendisins mun
líka minnka líkur á frávísun símtala á álagstímum t.d. þegar Handverkshátíð stendur yfir. Nú
síðar í mánuðinum mun Síminn einnig setja upp fullkomnustu ADSL stöð sem í boði er, eftir uppsetningu hennar geta notendur sem tengdir eru
Hrafnagilsstöð fengið Sjónvarp Símans og allt að 12Mb háhraðatengingu.
-----------
Sveitaball á Marínu um verslunarmannahelgina
Við viljum minna á að það verður ekta Eyfirskt sveitaball á Marínu í kvöld laugardaginn 2.ágúst. Hljómsveitin í
sjöunda himni (Biggi Ara, Mummi Engilberts og Haukur Pálma) rifja upp stemmingu liðinna ára og þá Eyfirsku nætururómantík sem var
ríkjandi á sveitaböllum þar sem kynslóðabilið var brúað, þegar allir skemmtu sér saman. Ungir sem aðeins eldri og
örlítið eldri en þeir, taki fram dansskóna og drífi sig á Marínu
-----------
Til sölu
Til sölu Sidi mótorkrossstígvél nr. 46. Verð aðeins kr. 17.000.-
Upplýsingar gefur Arnar í síma 892-3430.
-----------
Sýning
Amý Guðmann, Björg Eiríksdóttir og Sveina Björk Jóhannesdóttir opna sýningu Ketilhúsinu, Akureyri laugardaginn 2.
ágúst.
þar má sjá textíl, málverk, ljósmyndir, fatahönnun og video.
Allir velkomnir á opnun.
Sýningin stendur til 17. ágúst
-----------
SUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI
alla sunnudaga í sumar
Sveitavörur og heimaunninn varningur
Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á
sveitamarkadur@live.com
FIMMGANGUR