Auglýsingablaðið

871. TBL 25. janúar 2017 kl. 11:25 - 11:25 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Mikill fjöldi bóka og tímarita er til útláns á safninu. 
Áfram verða óformlegar hannyrðastundir á fimmtudögum frá kl. 16:00. Þá gæti verið gaman að taka með sér handavinnuna sína og fá sér kaffibolla og spjall á bókasafninu, líta í nýjustu tímaritin eða hannyrðabækur og blöð. Engin nauðsyn er að taka með sér handavinnu ;-) 
Sjáumst á safninu. 
Bókavörður


Aðalfundarboð kvenfélagsins Iðunnar
Aðalfundur verður laugardaginn 11. febrúar 2017 kl. 11:00 í Laugarborg. Venjuleg aðalfundarstörf. Boðið verður uppá folaldagúllassúpu, salat, brauð og marensbombu með kaffinu. Nýjar konur ávallt velkomnar.
Stjórnin


Íslensk glíma og júdó
Umf. Samherjar byrja æfingar í glímu og júdó fyrir 3. til 10. bekk.
Kennt verður tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 14:00 og 16:00. Um er að ræða samkennslu í þessum tveimur íþróttum með tveimur þjálfurum.
3. til 6. bekkur æfa milli kl. 14:00 og 15:00.
7. til 10. bekkur æfa milli kl. 15:00 og 16:00.
Þjálfari í íslenskri glímu er Berglind Kristinsdóttir og þjálfari í júdó er Breki Bernharðsson.
Æfingar byrja þriðjudaginn 31. janúar. Skráning á staðnum. Æfingagjöld samkvæmt gjaldskrá félagsins.
Stjórn umf. Samherja


Volare - Snyrtivörur fyrir húð og hár, manna og dýra!
Aloe vera djúsinn er sagður mjög góður eftir t.d. þorrablót og aðra mannfagnaði ;-)
Heimakynningar með tilheyrandi gestgjafagjöfum og tilboðum fyrir gesti.
Nánari uppl. og pantanir í síma 866-2796 eða á facebooksíðunni; Hrönn Volare


Þorrablót Eyjafjarðarsveitar – Nánast uppselt!
Íþróttahús Hrafnagilsskóla, núna á laugardaginn, 28. janúar :-)

Veislustjóri verður hinn frábæri ÓSKAR PÉTURSSON. Hljómsveitin EINN OG SJÖTÍU sér um að halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Húsið verður opnað kl. 19:30 og blótið sett kl. 20:30.
Að vanda taka þorrablótsgestir matartrog með sér að heiman troðin kræsingum. Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað.
Aldurstakmark á blótið er árið 2000.

Mætum öll og fögnum þorranum saman eins og okkur einum er lagið.
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar
 

 

Getum við bætt efni síðunnar?