íbúð í Sólgarði til leigu
íbúðin í efri hæðinni á Sólgarði er til útleigu
frá 1. febrúar n.k. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463 1335 og esveit@esveit.is. Sveitarstjóri
Opnunartími sundlaugar um áramót
31. desember og 1. janúar: LOKAð
3. janúar: 10:00 – 17:00
Forstöðumaður
Messur í Laugalandsprestakalli um áramót:
Gamlaársdagur, 31. desember: Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl.11:00.
Kveðja, Hannes.
Frá Smámunasafninu
Smámunasafnið sendir starfsfólki, sveitungum og gestum á árinu sínar bestu óskir um gleðileg jól og áramót. Hjartans
þakkir fyrir heimsóknir og gjafir á liðnu ári.
Megi komandi ár verða okkur öllum gjöfult og gott.
Lifið heil, f.h. Smámunasafns Sverris Hermannssonar, Guðrún Steingrímsdóttir.
Hross í afrétt
Atvinnumálanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að heimilt sé að hafa hross í úthaga til 10.
janúar 2010, enda sé nægur hagi og eftirlit haft með þeim.
Minnt er á að nú nálgast tími púðurskota og flugeldasýninga. Hrossum er mjög illa við þann fyrirgang sem slíku fylgir og
mörg dæmi eru um að þau hafi fælst í hamaganginum og orðið sér að tjóni. Bæði eigendur þeirra og aðrir sem fara með
flugelda þurfa að taka tillit til þessa og fara með gát.
Sveitarstjóri
Kynningarfundur vegna reiðvega í Eyjafjarðarsveit – héraðsleiðar 8 og 2
Breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag
Boðað er til kynningarfundar vegna nýrrar reiðleiðar, héraðsleiðar 8, frá Miðbraut að Bringu, að mestu leyti meðfram Eyjafjarðarbraut
eystri (829) og reið- og gönguleiðar, héraðsleiðar 2, norðan Miðbrautar (823), frá hitaveituvegi að Eyjafjarðará.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Eyjafjarðarsveitar miðvikudaginn 6. janúar 2010 kl. 20.30. Jafnframt er framlengdur athugasemdafrestur til og með 11. janúar
n.k.
Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við
tillögurnar er til og með 11. janúar 2010. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við
tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.
Sveitarstjóri
Upplýsingar frá Moltu ehf.
Starfsmenn Moltu ehf. hafa unnið að því undafarið að gera úrvætur vegna lyktar-mengunar
frá verksmiðju Moltu á þveráreyrum.
Lykt sú sem kvartað er undan stafar að líkindum af tvennu. Lykt frá útblæstri úr tromlunum en einnig lykt frá göltunum þar sem
moltan er í þroskun utandyra.
Lykt frá útblæstri.
Loftræsing frá tromlum var frá upphafi í ólagi, en það hafði í för með sér að loft streymdi oft út í gegnum
losunarsnigla sem liggja frá hverri tromlu út fyrir verksmiðjuhúsið. Til að eyða lykt frá gösum sem myndast í niðurbrotinu í
tromlunum er blandað ózoni í útblásturloftið. Loft sem sleppur út um losunarsniglana er hinsvegar ómeðhöndlað og því illa
lyktandi.
Lykt frá göltum
önnur afleiðing lélegrar loftræsingar er sú að moltan verður of blaut þegar hún kemur úr tromlunum enda er talið að um 40% af
þyngd massans fari út sem vatnsgufa. Galli á lofræsingunni leiddi til þess að gufan sem átti að blása út komst ekki öll rétta
leið og þéttist því inni í tromlunni aftur. Blaut moltan fær ekki nægilegt loft í göltunum og því getur orðið
loftfyrt niðurbrot með illa lyktandi gösum sem afleiðingu. Auk þess er moltan væntanlega ekki eins þroskuð og skyldi þegar hún kemur út
úr tromlunum.
úrbætur
Eftir að hafa án árangurs reynt að fá ráðleggingar frá framleiðanda vélbúnaðar réðumst við sjálfir í
breytingar á loftræsingunni með þeim árangri að hún virkar nú ágætlega. það hefur strax í för með sér
að moltan verður þurrari og að loft er hætt að streyma út um losunarsniglana. Enn eigum við eftir að skoða hve mikil lyktarmengun er frá
eðlilegum göltum á planinu og einnig að sannreyna virkni ózónsins. Við munum því halda áfram að vinna að þessu. Til að koma
í veg fyrir áframhaldandi lyktarmengun af þeim göltum sem voru á planinu voru þeir fluttir í burtu. Hafa ber í huga að aukin lyktarmengun fyrir
jólin gæti hafa stafað af því að verið var að moka moltunni á bíla.
Bestu kveðjur, Eiður Guðmundsson, framkvæmdastjóri.