Auglýsingablaðið

961. TBL 17. október 2018 kl. 11:51 - 11:51 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið verður lokað 18. og 19. október vegna vetrarleyfis Hrafnagilsskóla.
Annars er opið eins og venjulega:
Mánudagar kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30 
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugar-innganga og niður á neðri hæð.


Haustfundur Kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn fimmtudagskvöldið 18. október kl. 19:30.
Við ætlum að hittast í HÆLINU, eiga notalega stund saman, spjalla, borða gómsætan mat a la María og fræðast um staðinn og söguna.
Hlökkum til að sjá ykkur. Nýjar konur velkomnar 😊
Kveðja stjórnin

 
Lamb Inn – pizzahlaðborð 19. okt. og kótelettuhlaðborð 20. okt.

Föstudaginn 19. verðum við með fyrsta pizzahlaðborð vetrarins. Gómsætar pizzur m.a. lambapizzan okkar góða. Verð kr. 2.200 á mann, kr. 1.100 fyrir 10 ára og yngri.
Æskilegt er að panta borð á pizzahlaðborðið fyrirfram í síma 463-1500 eða á lambinn@lambinn.is.
Örfá sæti laus á kótelettukvöldið, laugardaginn 20. október.
Kótelettuhlaðborð og norðlenskt búðingahlaðborð í eftirrétt. Verð kr. 4.600 á mann.
Lamb Inn – Nafli lambheimsins


Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 20. október kl. 10:00 – 12:00.
Fundarefni: Skipulag og efni funda í vetur.
Rabb um fyrstu bílana sem komu í sveitina og áhrif þess á sveitalífið.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Fundarstjóri


 Messa í Möðruvallakirkju sunnudaginn 21. október kl. 11:00.
Þema dagsins: Fegurð Eyjafjarðar og gömul alabastursbrík.
Prestur séra Guðmundur Guðmundsson. Kórinn syngur Maríusonur, mér er kalt eftir Sigríði Schiöth. Annað erindi er eftir Ingibjörgu Bjarnadóttur á Gnúpufelli sem fylgir hér með:
Þegar þig vefur móðir mild;
mjúkt að sínu hjarta;
englarnir öllu skarta.
Viltu gefa af gnægtunum þín;
gleði færa heim til mín,
og vera ávallt vonarstjarnan bjarta.
Komið og njótið fegurðar náttúru og menningar í tali og tónum í gömlum helgidómi.

 
Haust og jólatré í Reykhúsaskógi sunnudaginn 21. október kl. 14:00 – 16:00

Við bjóðum fólki að koma og ganga um skóginn og njóta haustlitanna. Í skóginum er rjóður með eldstæði og þar verður boðið upp á kaffi eða kakó og „meððí“.
Þeir sem þess óska geta valið sér jólatré úr útvöldum rauðgrenitrjám og merkt sér. Trén verða höggvin stuttu fyrir jól til að tryggja sem best barrheldni þeirra og er ekið heim til kaupenda í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri. Trén sem eru til sölu eru í fjórum stærðum; 1,25/1,5 m, 1,5/1,75 m, 1,75/2 m og yfir 2 metrar og er þá miðað við hæð að efsta greinakransi á trénu. Verð trjánna er eins og áður 5.000, 6.000, 7.000 og 8.000 kr. eftir stærð.
Gengið er upp í skóginn um nokkuð brattann slóða norðan Kristnesspítala. Fólk sem á erfitt með gang eða með lítil börn má aka upp slóðann og leggja ofan við brekkuna.
Þeir sem ekki hafa tök á að koma en vilja tryggja sér jólatré geta haft samband í síma 848-1888 eða sent skilaboð á facebooksíðunni Reykhúsaskógur.
Verið hjartanlega velkomin, Anna og Páll í Reykhúsum.


Bingó - Bingó - Bingó
Þriðjudaginn 23. október standa nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla fyrir bingói í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
Bingóið hefst kl. 20:00. Spjaldið kostar 500 krónur og eru vinningar ekki af verri endanum.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar en stefnt er að því að fara í ógleymanlega útskriftarferð í skólalok. Ath. enginn posi á staðnum. Allir velkomnir.


Sameining Laugalands- og Akureyrarprestakalla
Biskupafundur hefur ákveðið að leggja fyrir kirkjuþing í nóvember nk. tillögu um sameiningu þessarra tveggja prestakalla 1. febrúar 2019. Sameinað prestakall fær heitið Eyjafjarðarprestakall og því verður þjónað af sóknarpresti og tveimur prestum. Safnaðarfundum er gefinn kostur á að veita umsagnir um tillöguna.
Því er boðað til sameiginlegs safnaðarfundar allra sókna í Laugalandsprestakalli í Félagsborg, miðvikudaginn 24. október kl. 20:00.
Prófastur, séra Jón Ármann Gíslason, mætir á fundinn, kynnir málið og svarar fyrirspurnum. Allir sem láta sig málið varða eru hvattir til að mæta.
Sóknarnefndirnar


Sóknaráætlun Norðurlands eystra
Ertu með frábæra hugmynd? Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2019.
Opnað verður fyrir umsóknir kl. 12:00 á hádegi 10. október. Umsóknarfrestur er
til og með kl. 12:00 á hádegi 7. nóvember. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt
sem er á heimasíðu Eyþings www.eything.is.
Starfsmenn Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna verða með viðveru á starfssvæðinu þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðum Eyjafjarðarsveitar, Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Frekari upplýsingar veita:
Ari Páll Pálsson Netfang: aripall@atthing.is Sími 464-0416,
Baldvin Valdemarsson Netfang: baldvin@afe.is Sími 460-5701,
Vigdís Rún Jónsdóttir Netfang: vigdis@eything.is Sími 464-9935.

Eyþing - samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

Getum við bætt efni síðunnar?