Auglýsingablaðið

406. TBL 01. febrúar 2008 kl. 12:48 - 12:48 Eldri-fundur

Minnum á þorrablótið um næstu helgi!!
Best í heimi
íþróttahúsinu Hrafnagili 9. febrúar
Húsið opnar kl. 19:39 og byrjar kl. 20:37, stundvíslega!!
Hljómsveitin Tröllaskagahraðlestin sér um fjörið...!
Veislugestir komi sjálfir með eitthvað gott í trogi
og áhöld til að snæða með!!
þar sem að allir bíða í ofvæni eftir þorrablótinu vitum við líka að þið þurfið að hafa miðana þegar þið mætið. Hægt verður að nálgast miðana á sveitaskrifstofu Eyjafjarðarsveitar mánudags- og þriðjudagskvöldin 4. og 5. febrúar milli kl. 20 og 22. Miðana verður að staðgreiða í peningum (engin kort)!!
Miðaverð er 3000 krónur, miðað er við fæðingarárið 1991 sem aldurstakmark
Sjáumst í svaka stuði!!!
þorrablótsnefndin – Best í heimi




Laugarborg um helgina

Tónleikar PETER MáTé píanóleikara
laugardaginn 2. febrúar kl. 17.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjandi: Peter Máté, píanó

MYRKIR MúSíKDAGAR
Margrét Bóasdóttir og Daníel þorsteinsson
Sunnudaginn 3. febrúar kl. 14.00
(vinsamlegar athugið breyttan tónleikatíma -þessi er réttur)
Miðaverð kr. 1.000,-
Flytjendur: Margrét Bóasdóttir, sópran & Daníel þorsteinsson, píanó
Efnisskrá: Tónlist eftir Jón Hlöðver áskelsson; Tólf söngvar úr ljóðabókinni Vísur um drauminn eftir þorgeir Sveinbjarnarson & Söngvasveigurinn Mýrarminni.




ágætu sveitungar

Til sölu ágætis trommusett í minni kantinum ásamt með fylgihlutum þ. e. kongatrommum og bongó.
á sama stað til sölu mjög gott söngkerfi ásamt með fjórum mjög góðum Shure mikrafónum og statívum.
Hafið samband við mig í síma 8997737.

Hannes




Hrafnagilsskóli 1. febrúar 2008
Kæru sveitungar
Okkur í 1. og 2. bekk langar að biðja ykkur um að hafa okkur í huga við vorhreingerningarnar ef þið rekist á eitthvað heillegt dót.
það er orðið ansi dapurlegt dótið sem krakkarnir eru að leika sér með í valtímum.
Má þá nefna: spil, púsl, bíla, litabækur, gömul heilleg föt (leikbúningar), og fleira.
Við verðum afar þakklát fyrir allar þær gjafir sem okkur berast.

Með fyrirfram þökk, Berglind og Ellen í Hrafnagilsskóla




Búvéla- og búnaðarsögusafn að Saurbæ.

Fundur verður haldinn í Sólgarði fimmtudaginn 7. feb. n. k. kl. 20.30 um hugsanlega stofnun búvéla- og búnaðarsögusafns í Saurbæ. Fundurinn er hugsaður sem umræðu- og kynningarfundur þar sem grein verður gerð fyrir hugmyndum um væntanlegt safn eins og þær hefur borið á góma á óformlegum fundum og spjalli  manna á milli að undanförnu.  Allt áhugafólk um þetta málefni er eindregið hvatt til að mæta á þennan fund og tjá skoðanir sínar á verkefninu og bæta við hugmyndum sem mættu verða því til framdráttar.

Sjálfskipaði undirbúningshópurinn.




Aðalfundur

Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg laugardaginn 16. febrúar kl. 11:00 árdegis.
Fyrir fundinum liggur áhugaverð dagskrá, nánar auglýst síðar.
Hvetjum nýja félaga til að ganga í öflugt kvenfélag sem samanstendur af duglegum, jákvæðum og skemmtilegum konum.
Létt hádegissnarl í boði.
Stjórnin




Frá Hrafnagilsskóla

Nú vantar okkur „gull og gersemar“!
Við auglýsum eftir skartgripum (ónýtum jafnt og heilum) og öðru glingri til að endurvinna í skartgripagerð. Við getum notað margs konar efni, svo sem gler, málma, plast, tré og fleira.
þeir sem vilja leggja okkur lið eru beðnir að koma verðmætunum til Nönnu ritara eða Guðrúnar á Stekkjarflötum.

Anna Guðmundsdóttir




JöRUNDUR í FREYVANGI!

Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit tekur í febrúar næstkomandi til sýninga söng– og gleðileikinn þið munið hann Jörund eftir Jónas árnason.

Frumsýning föstudaginn 22. febrúar kl. 20.30 UPPSELT
önnur sýning sunnudaginn 24. febrúar kl 20.30 ATH! LAUS SæTI!
þriðja sýning föstudaginn 29. febrúar kl. 20.30
Fjórða sýning Sunnudaginn 2. mars kl. 20.30
Fimmta sýning föstudaginn 7. mars kl. 19.00 ATH! BREYTTUR TíMI
Sjötta sýning laugardaginn 8. mars kl. 20.30

Upplýsinga um sýningar lengra fram í tímann má leita á netfanginu sverrirfridriksson@gmail.com eða í síma 463 1392. Forsala aðgöngumiða fer fram á heimasíðu leikfélagsins, www.freyvangur.net sem er uppfærð reglulega með nýjum upplýsingum um sýningardaga.

Við hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu.
Freyvangsleikhúsið

Ferðaþjónustan öngulsstöðum III býður upp á leikhúsmatseðil fyrir sýningar. Síminn hjá Ferðaþjónustunni er 463 1380.




óskum eftir áhugasömu fólki

Umf. Samherja vantar sárlega áhugasamt fólk til starfa í stjórn, ráð og nefndir félagsins. Margar hendur vinna létt verk. Aðalfundur félagsins er á næsta leyti.
áhugasamir hafi við stjórnina.

Kristín, formaður    8462090.
Aníta, ritari        4621336.
Doróthea, gjaldkeri    8643663.
Rögnvaldur, meðstj.    6636857.
þorgerður, meðstj.     6602953




Um efnistöku

Mikil umræða hefur að undanförnu farið fram um efnistöku og áhrif hennar á ásýnd lands, áhrif á fiskistofna í ám og vötnum þar sem efnistaka er stunduð o. s. frv. í lögum er víða að finna ákvæði um efnistöku s. s. í skipulags- og byggingarlögum, lögum um náttúruvernd, lögum um lax- og silungsveiði og lögum um mat á umhverfisáhrifum. Megininntak laganna er það að öll efnistaka er óheimil nema að fengnu framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarfélags. þá þurfa efnistökustaðirnir að vera skilgreindir í skipulagsáætlun sveitarfélaganna.

í staðfestu Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 eru eftirtalin efnistökusvæði skilgreind:
í Eyjafjarðará fyrir landi Vagla.
í landi Stokkahlaða.
í landi Gilsár.
í landi eyðibýlisins Víðiness.
í land Munkaþverár.
í landi þverár.
í landi Ytri-Hóls.
Efnistaka er skv. ákvæðum aðalskipulagsins ekki heimil annars staðar nema minniháttar efnistaka eiganda eða umráðamanns til eigin þágu nema um sé að ræða jarðmyndanir og vistkerfi sem nóta verndar skv. 37. gr. náttúruverndarlaga.

Eins og sést í rammatextanum er óshólmasvæðið ekki meðtalið. þar er bann við efnistöku þar til niðurstöður rannsókna sem nú fara fram liggja fyrir. Ekki er ástæða til að halda að ekki verði að þeim loknum leyfð þarna efnistaka, en þá eftir ákveðnum reglum s.s. varðandi efnismagn vinnslutíma o. fl.

í lögum um lax og silungsveiði, nr. 61/2006, er þetta ákvæði að finna um efnistöku og framkvæmdir:
Sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að 100 m frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskstofna, aðstæður til veiða eða lífríki vatnsins að öðru leyti, er háð leyfi Landbúnaðarstofnunar. Um byggingarleyfis- og framkvæmdaleyfisskyldar framkvæmdir fer einnig samkvæmt skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, og reglum settum samkvæmt þeim.
Leyfi Landbúnaðarstofnunar skal aflað áður en framkvæmdir hefjast.

í lögum nr. 73/1997, um skipulags- og byggingarmál, eru ákvæði um efnistöku á landi og af eða úr hafsbotni innan netlaga, en þar segir svo í 2. mgr. 27.gr. þeirra laga:
öll efnistaka á landi og af eða úr hafsbotni innan netlaga er háð framkvæmdaleyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði laga nr. 44/1999, um náttúruvernd. Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku skal gefið út til tilskilins tíma þar sem gerð er grein fyrir stærð efnistökusvæðis, vinnsludýpi, magni og gerð efnis sem heimilt er að nýta samkvæmt leyfinu, vinnslutíma og frágangi á efnistökusvæði.

Eins og áður hefur komið fram er efnistaka á landi háð nokkuð öðrum skilmálum en efnistaka úr eða við veiðivötn. þeir annmarkar voru á lögum um náttúruvernd, þar sem um slíka efnistöku var fjallað, að efnistaka á svæðum, þar sem hún var hafin fyrir gildistöku þeirra,  var undanþegin framkvæmda-leyfisskyldu. í sameiginlegu dreifibréfi Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar, sem dags. er 7. des. 2007 og sent hefur verið öllum sveitarstjórnum, er minnt á að lögunum hefur nú verið breytt þannig að öll efnistaka sem nær yfir 25.000 ferm. svæði eða meira eða efnistaka er áætluð 50.000 rúmm. eða meiri er eftir 1. júlí 2008 óheimil nema að fengnu framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarstjórnar samanber 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Sama á við um efnistöku á verndarsvæðum, en undir það fellur t. d. óshólmasvæðið (héraðsvernd). Jafnframt er í bréfinu vakin athygli á ábyrgð sveitarstjórna á eftirliti með efnistöku og að framkvæmdir séu í samræmi við útgefin framkvæmdaleyfi.
Fyrrnefndar stofnanir líta svo á að efnistaka á svæðum, sem þegar hafa náð þeirri stærð sem vísað er til í bréfi þeirra, sé háð útgáfu framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar ef frekari efnisvinnsla er fyrirhuguð.
Sveitarstjórn hefur ályktað að farið skuli eftir framanskráðum reglum enda ber henni það verkefni og hlutverk. Hún óskar hví eftir góðu samstarfi við landeigendur og aðra hagsmunaaðila um framkvæmd laganna og hvetur þá eindregið til að sækja um framkvæmdaleyfi með góðum fyrirvara hyggi þeir á efnistöku úr landi sínu á komandi mánuðum. Undirritaður veitir nánari upplýsingar.

F. h. sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri

Getum við bætt efni síðunnar?