Enn um þjóðlendukröfur.
ábending til landeigenda.
Landeigendur eru hvattir til að láta afrit allra þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum og lúta að eignarhaldi þeirra á landi sínu fylgja
með umboði því sem þeir veita viðkomandi lögmannsstofu eða lögmanni vegna þjóðlendumálsins. þar er m.a. verið að
vísa til landamerkjabréfa, kaupsamninga og afsala. Einnig er það talið geta orðið gagnkröfunni til framdráttar ef unnt er að benda á að
viðkomandi jörð hafi nýtt það land, sem krafan beinist að, til beitar eða haft af því önnur afnot. Ef ekki eru fyrir hendi skrifleg gögn
um slíkt er landeigendum bent á að taka saman stutta greinargerð um þessi afnot, s. s. með hvaða hætti þau hafi verið og hve lengi og vísa
þá til heimilda ef einhverjar eru aðrar til en þær sem áður eru nefndar (landamerkjabréf o. s. frv.).
Sveitarstjóri.
Eyðing á skógarkerfli
Umhverfisnefnd boðar til fundar þriðjudagskvöldið 29. apríl kl. 20:00 í stofu 7 í Hrafnagilsskóla.
Farið verður yfir aðgerðaáætlun um eyðingu á kerfli og Bjarni E. Guðleifsson heldur erindi um aðferðir og tímasetningar við
útrýmingu á þessari ágengu jurt.
Landeigendur og aðrir sem láta sig málið varða eru hvattir til að mæta.
Umhverfisnefnd.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Síðasti innritunardagur fyrir skólaárið 2008 – 2009 er mánudagurinn 28. apríl kl. 15.00 – 18.00 og 19.00 – 20.00
Skólastjóri
Frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar
íbúar í gamla öngulsstaðahreppi, sem ætla að rækta skjólbelti í sumar, geta sótt um styrki úr
Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar. ( U.þ.b. kr. 60.000.- á hverja 100 metra í þriggja raða belti). Umsóknir sendist til formanns
sjóðsins Benjamíns Baldurssonar Ytri-Tjörnum, fyrir 1. maí 2008. Ekki verður unnt að afgreiða umsóknir sem berast eftir þann tíma.
Netfang:
benjamin@aey.is
Tilgreina skal lengd og hve margra raða fyrirhugað skjólbelti á að vera.
Stjórn S.K.J.
Atvinna
Starfskraft vantar á Smámunasafnið í sumar, aðallega um helgar.
18. ára og eldri koma til greina.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Steingrímsdóttir í síma 8651621
Fundarboð
Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn þann 6. maí n.k. kl 20:30 í Funaborg, Melgerðismelum.
Dagskrá fundarins:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Skýrsla stjórnar
Reikningar
Kosningar (kjósa þarf tvo menn í stjórn)
önnur mál
Kveðja stjórnin
Til sölu
Til sölu sérsmíðað rúm með höfðagafli og náttborði, svart, sprautulakkað án dýnu. Stærð 100x190. Verðhugmynd
kr. 15 -20 þúsund.
á sama stað fæst gefins barnaskrifborð, hvítt, plasthúðað með hillum fyrir ofan.
Breidd 140 cm.
Hafið samband við Guðrúnu í síma 865 1621.
Hey til sölu.
Gott kúahey til sölu. Snemmslegið með 50 – 70 % þurrefni.
Um það bil 120 rúllur 120 x 120 cm.
Einnig til sölu MaChale rúlluhnífur.
Upplýsingar í síma 8604980 Jóhannes og 8623362 Kristinn
Kæru Iðunnarkonur.
Nú er komið að því að þeyta með borvél og stinga með fótstiginni maskínu. Bráðvantar konur með próf á
þessi tæki. Eins væri gott að hafa með sér nál. Kvenfélagskaffi á staðnum. Að sjálfsögðu verður þetta á
mánudagskvöldið í Laugarborg.
Kæru kvenfélagskonur, munið eftir uppskriftum í dagatalið 2009
Stjórnin
Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Eyfirski safnadagurinn
Eyfirski safnadagurinn er 3. maí og Smámunasafnið verður opið kl. 11 og 17.
Við fáum til sýningar kvikmynd Gísla Sigurgeirssonar um safnarann og húsasmíðameistarann Sverri Hermannsson, líf hans og starf. Sýning
myndarinnar hefst kl. 11 og tekur um 40 mínútur. Hún mun svo rúlla á heila tímanum fram eftir degi.
Ef veður leyfir munu búvélasafnarar koma akandi á gömlum uppgerðum dráttarvélum sem síðan verða til sýnis þennan dag.
Kaffiveitingar og enginn aðgangseyrir.
Safnvörður
Bændur ath
Erum komnir með Khun taðdreifara 9,1 m3. Tilvalið í hálmskítinn, kindaskítinn, hrossaskítinn og fleira. Tökum að okkur dreifingu í
verktöku. Einnig tökum við að okkur ýmsa aðra vinnu með vélum. Hafið samband og fáið frekari upplýsingar.
Elmar s: 891 7981 - Sigurgeir s: 863 1356
í sumar tökum við að okkur útistæðugerð. Erum með múgsöxunarvagn frá Taarup. Endilega hafið samband og fáið
upplýsingar um útistæðugerð.
Elmar s: 891 7981 - Sigurgeir s: 863 -1356 Máni s: 862 2849
Tek að mér upphræringu og mykjudreifingu. Er með skrúfu til að hræra upp í mykjuhúsi og 18.000 l haugsugu.
Máni s: 862 2849
Frá Laugalandsprestakalli
Laugardagur 26.apríl: Ferming í Hólakirkju kl. 11:00
Sunnudagur 27.apríl: Ferming í Saurbæjarkirkju kl. 11:00
Kveðja, Hannes.