Auglýsingablað 1261. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 1. október 2024.
Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir KALT VATN í Hrafnagilshverfi, miðvikudaginn 2.10.2024
Áætlaður verktími er frá kl. 14:00 og fram eftir degi eða á meðan á vinnu stendur.
Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokun stendur þar sem vatnið er óblandað og kann að vera mjög heitt.
Góð ráð vegna þjónusturofa má finna á heimasíðu okkar www.no.is
Kveðja, Norðurorka.
Sveitarstjórnarfundur
640. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 3. október og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Hrossasmölun og stóðréttir 2024
Hrossasmölun verður föstudaginn 4. október og stóðréttir í framhaldi
þann 5. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
Gangnaseðlar eru aðgengilegir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Kántrí kvöld í Holtseli 5. október
Forréttaplatti milli kl. 18:00-20:00 og kjötplatti milli kl. 20:00-22:00. Góðir drykkir til sölu. Frábær skemmtun í heimabyggð.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Ps. Sérstök tilboð á barnum fyrir þá sem mæta í kúrekafatnaði!
Takmarkað sætaframboð og því þarf að bóka á www.holtsel.is
Afmælismessa í Munkaþverárkirkju
Munkaþverárkirkja fagnar 180 árum þetta misserið. Af því tilefni er blásið til hátíðarmessu sunnudaginn 6. október kl. 13:00.
Kirkjukór Grundarsóknar undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista leiðir safnaðarsöng. Valdimar Gunnarsson á Rein flytur ávarp. Prestur Jóhanna Gísladóttir. Kaffi og meðlæti eftir athöfn í boði sóknarnefndar. Verið öll hjartanlega velkomin!
Dagbókin Tíminn minn 2025
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2025 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum, vinkonum og öllum öðrum sem vilja eignast svona eigulega dagbók.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/astast@simnet.is
Hrönn í síma 866-2796/idunnhab@gmail.com