Auglýsingablaðið

542. TBL 24. september 2010 kl. 09:04 - 09:04 Eldri-fundur

Hrossasmölun 2010
Hrossasmölun verður 1.-2. október.
Gangnaseðlar verða sendir þeim sem eiga að leggja til gangnmenn og eru jafnframt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
þverárrétt verður laugardaginn 2. okt. kl. 10 og Melgerðismelarétta sama dag kl. 13.
Fjallskilanefnd


Sunnudagaskólinn
Minnum á næstu samveru sem verður í Hrafnagilsskóla næstkomandi sunnudag, 26. september, milli kl. 11 og 12.  Allir velkomnir, stórir og smáir.
Starfsfólkið


Foreldrafélag Hrafnagilsskóla
Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla verður haldinn miðvikudagskvöldið 29. september og hefst kl. 20.30 í Hrafnagilsskóla. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu fulltrúar frá Jafnréttisstofu fjalla um staðalmyndir/kynjaímyndir: “Drengir og stúlkur upplifa ákveðnar kröfur varðandi útlit, hegðun, náms- og starfsval útfrá gefnum hugmyndum samfélagsins um hlutverk kynjanna.  Nauðsynlegt er að brjóta upp þessi gefnu norm, sýna fjölbreytileika og forðast að setja börn/fullorðna alltaf í sérstök kynjahólf”.
Við minnum á að foreldrar/forráðamenn allra barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í Foreldrafélaginu og eiga því fullt erindi á þennan fund. í boði verða léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta...
Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla


Karlakór Eyjafjarðar auglýsir eftir hressum eyfirskum söngmönnum í kórinn.
Vantar helst tenóra, en auðvitað er pláss í öðrum röddum. þetta er léttur félagsskapur og eru ýmsar uppákomur í bígerð, söngferðir, fiskiát og kveðskapur með tilheyrandi gleðilátum! Hljómsveit kórsins mun svo leika með okkur í vetur sem aldrei fyrr!
Nú væri gaman að fá að heyra almennilega í ykkur. Ef þið hafið áhuga þá hafið samband við söngstjórann okkar, Petru Björk Pálsdóttur í síma 892-3154 eða Gunnar Haraldsson á Svertingsstöðum í síma 893-7236.


Stóðréttardansleikur
Stóðréttardansleikur verður haldinn í Funaborg þann 2.október n.k. kl. 23:00. 
Húsið opnar kl: 22:00.
Hljómsveitin Cantabil leikur fyrir dansi fram á nótt.
Miðaverð aðeins kr. 1500.-
Nú er um að gera rífa sig upp úr sófanum og skella sér á alvöru sveitaball.
Hestamannafélagið Funi


Háþrýstiþvottur
Kæru bændur, er ekki kominn tími á það að þrífa fjósið fyrir veturinn? Erum tveir að taka að okkur að háþrýstiþvo fjós hátt og lágt. Ef þið viljið hafa skínandi hreint í kringum búfénaðinn ykkar er um að gera að hringja og semja um tíma og verð.
Símanúmer 849-1350 og 869-1852 (Jón Guðni)


Freyvangsleikhúsið frumsýnir 30. september
Hryllingskómedían Bannað börnum verður frumsýnd í Freyvangsleikhúsinu 30. sept.
2. sýning 1. október
3. sýning 8. október
4. sýning 9. október
Sýningar eru kl. 20:30 og miðaverð 2.000,- kr. en 1.500,- kr. gegn framvísun skólaskírteinis MA, VMA eða HA. Miða er hægt að panta í síma 857-5598 og á heimasíðu Freyvangsleikhússins, www.freyvangur.net.
Ath. að sýningin er ekki ætluð börnum, viðkvæmum eða hneykslunargjörnum.


Katrín Randalína ("Kisa")
þrílit, tæplega 2ja ára læða leitar nýs heimilis vegna nýgreinds ofnæmis.
Hún hefur að mestu verið inniköttur. Fékk um tíma að fara út í garð í bandi þegar við bjuggum á gamla staðnum en hér eru eingöngu svalir sem henni finnst þó gott að fara út á. Hún er fjörug og finnst gaman þegar leikið er við hana. Finnst gott að vera nálægt manni og kúrir oft í seilingarfjarlægð.  Hún er geld, eyrnamerkt og kassavön.
Yndisleg kisa sem okkur finnst leiðinlegt að þurfa að láta frá okkur.
átt þú gott heimili fyrir hana?
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband í síma 849-4634 (Ragnheiður)


Peysur til sölu
Hef til sölu fyrir krakka 2 svartar skólapeysur (Hrafnagilsskóli). 1.500 kr. stk. Strákapeysa í stærð 164 og stelpupeysa í stærð Small.
Upplýsingar í síma 865-5125 og 463-1355.
Beta Sandhólum


Uppskeruhátíð
Kæru sveitungar og félagar. Nú er komið að því ;)
Lagið dressið, pússið skóna og takið frá Fyrsta Vetrardag.
KvenBúnaðarHjálparFélagið SamFuni

Getum við bætt efni síðunnar?