Sveitarstjórn - hátíðarfundur
500. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður sérstakur hátíðarfundur.
Hann verður haldinn undir bláum himni á væntanlegu vegstæði nýs göngu- og hjólastígs. Á dagskrá fundarins er eitt mál, nr. 1101011, hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar.
Nánar tilgreint verður fundurinn laugardaginn 2. september kl. 10:30 árdegis norðan við Hrafnagilshverfi.
Sérstakir gestir fundarins verða Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri. Með þeim í för verða Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra.
Á fundinum verður tekin fyrsta skóflustungan að nýjum stíg og flutt stutt ávörp. Boðið verður upp á kaffi/drykki og kleinur.
Sveitarstjórn býður íbúa Eyjafjarðarsveitar sérstaklega velkomna að vera viðstadda skóflustunguna og fagna þessum áfanga.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
Gangnadagar
1. göngur verða laugardag og sunnudag 2.-3. september og 9.-10. september.
2. göngur verða 16.-17. september og 23.-24. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október.
Stóðréttir verða 7. október.
Ef efni eru til eftirleitar skal miðað við að þær verði farnar eigi síðar en 20. október.
Gangnaseðlar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Réttardagar
Þverárrétt sunnudagur 3. sept. kl. 10:00.
Möðruvallarétt sunnudagur 3. sept. þegar komið er að.
Hraungerðisrétt laugardagur 2. sept. þegar komið er að.
Vatnsendarétt sunnudagur 3. sept.
Vallarétt sunnudagur 10. sept. kl. 10:30.
Í aukaréttum þegar komið er að.
Fjallskilanefnd
Íþrótta- og hreyfistyrkur 2017
Minnum á að hægt er að nota íþróttaávísanir til niðurgreiðslu æfingagjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára. Ávísanir voru sendar út í apríl sl. og er hægt að framvísa þeim hjá íþróttafélögum við greiðslu þátttökugjalds.
Viðmiðunarlisti um hvar Íþrótta- og hreyfistyrkur gildir:
A. Æfingagjöld hjá aðildarfélagi ÍSÍ.
B. Skipulögð námskeið fyrir hóp af börnum og ungmennum sem felur í sér þjálfun og hreyfingu.
C. Árskort/annarkort í sund, skíðastaði, líkamsræktarstöðvar (eða sambærilegt) gegn afhendingu kvittunar, stíluð á nafn og framvísun árskortsins.
D. Annað samkvæmt umsókn sem skrifstofa Eyjafjarðasveitar metur styrkhæft.
Hægt er að nálgast reglur um íþróttastyrk í heild sinni á www.esveit.is.
Vetraropnun hefur tekið gildi í Íþróttamiðstöðinni.
Opið er virka daga frá kl. 06.30-21.00 og um helgar frá kl. 10.00-17.00.
Hlökkum til að sjá ykkur :-)
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar.
Frá Hrafnagilsskóla
Kæru sveitungar.
Ekki vill svo vel til að þið eigið í fórum ykkar hluti sem þið eruð til í að gefa skólanum og hægt er að nota í búningaleikjum í frístund og í hringekju? Má til dæmis nefna hatta, hárkollur, fatnað, gleraugu, grímubúninga og annað sem hægt er að nýta í slíka leiki.
Þakkir og kveðjur frá starfsfólki í frístund.
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Þá er skólastarf hafið að nýju og kominn tími til að opna bókasafnið.
Frá 1. september er safnið opið sem hér segir:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Áfram verða óformlegar hannyrðastundir á fimmtudögum frá kl. 16:00. Þá gæti verið gaman að taka með sér handavinnuna sína og fá sér kaffibolla og spjall á bókasafninu, líta í nýjustu tímaritin eða fá sér skemmtilega bók að láni. Það er samt alls engin skylda að taka með sér handavinnu.
Sjáumst á safninu.
Vetrardagskrá Ungmennafélagsins Samherja
Dagskrá Ungmennafélagsins Samherja fyrir veturinn framundan er kominn á heimasíðu félagsins, www.samherjar.is.
Að venju eru fjölbreyttar æfingar í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar, en boltatímarnir vinsælu eiga enn eftir að koma inn á dagskrána þar sem ekki er kominn þjálfari í þá tíma. Stjórn Ungmennafélagsins Samherja.
Þjálfari óskast!
Ungmennafélagið Samherjar óskar eftir þjálfara í innanhúss boltatíma sem áætlaðir eru komandi vetur. Tímarnir eru fyrir 1.-10. bekk, en hópnum er skipt í þrjá aldursflokka á mismunandi æfingatímum.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Þór Vilhjálmsson í síma 869-2363 eða með tölvupósti, oskar@melgerdi.is.
Stjórn Ungmennafélagsins Samherja.
Kvenfélagið Aldan-Voröld
Góðu konur – við ætlum að halda fyrsta fund vetrarins þann 14. sept. kl. 20:00. Fundurinn verður að Brúnum í glænýju kaffihúsi og þar ætlar „vertinn“ Hugga að selja okkur veitingar. Nýjar félagskonur eru alltaf boðnar velkomnar – líka þær sem vilja bara koma og kynna sér starfsemi félagsins.
Stjórnin
Tilkynning
Silva – Eyjafjarðarsveit
Þann 1. september 2017 verður veitingahúsinu Silvu lokað.
Við viljum þakka sveitungum okkar fyrir skemmtilegar heimsóknir og gott samstarf undanfarin sex ár.
Kristín og starfsfólk Silvu.
Snyrtistofan Sveitasæla
Snyrtistofan Sveitasæla opnar á Lamb inn, Öngulsstöðum 3, miðvikudaginn 6. september. Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
OPNUNARTILBOÐ; andlitsmeðferðir og fótsnyrtingar á 15 % afslætti í september og október.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Tímapantanir í síma 833-7888 eða 891-6276, milli kl. 9:00-17:00 á daginn.
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.
Reiðskólinn Ysta-Gerði hefur opnað fyrir skráningu
Haustönn 2017 er 10 skipti frá 10. okt - 13. des. Árgangur 2013 og uppúr.
Kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 17:00-17:30 börn, kl. 17:45-18:15 börn, kl. 18:30-19:15 unglingar og kl. 20:00-20:45 fullorðna.
Suma laugardaga verða í boði reiðtímar fyrir börn og fullorðna með sérþarfir. Endilega hafið samband!
Skráningin er bindandi: sara_arnbro@hotmail.com sími: 845-2298.
Tökum líka minni hópa í 1 eða 2 klukkutíma reiðtúra!
Dauðahafs Aloe Vera gel - „Apótek“ náttúrunnar
Vara mánaðarins, hjá Volare í september, er dauðahafs Aloe Vera gel.
Gelið dregur úr óþægindum vegna t.d. skordýrabita, bruna og þurrks. Er gott á ör eftir aðgerðir en einnig á erfiða og grófa húð. Kemur jafnvægi á húðina, veitir henni raka og er mjög græðandi.
Verð, pantanir og nánari upplýsingar í síma 866-2796 eða á facebook Hrönn Volare. Panta á sunnudögum kl. 22:00 og vörurnar koma á miðvikudögum.
B.kv. Hrönn söluráðgjafi Volare.
Húsnæði óskast
Liggur þú á lausu með húsnæði hér í Eyjafjarðasveit og bráðvantar góða leigjendur til lengri tíma? Okkur fer nefnilega að vanta húsnæði, helst fyrr en seinna, undir stórfjölskylduna og hundinn sem er vel húsvön og ljúf. Þurfum helst 4 svefnherbergi en þau mega gjarnan vera fleiri. Gott væri líka ef smá garður fylgdi með en það er ekki nauðsyn. Við heitum skilvísum greiðslum og ef eitthvað þarf að dytta að, þá er heimilisfaðirinn einkar laghentur og húsmóðirin með gott auga.
Ef þú álítur okkur rétta fólkið í þitt húsnæði, endilega hafðu samband við Stefán í síma 778-1762 eða Jenný í síma 869-5721.