Auglýsingablaðið

1066. TBL 12. nóvember 2020

Auglýsingablað 1066. tbl. 12. árg. 12. nóv. 2020.


Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2021-2024. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.
Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is í síðasta lagi 20. nóvember 2020.



Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar
býður öllum íbúum á zoom fund þriðjudaginn 17. nóvember
kl. 20:00-21:30. Beate Storm eldsmiður kynnir risakusulistaverkið og Finnur Yngvi sveitarstjóri segir frá væntanlegri staðsetningu þess. Allir eru hvattir til að hafa kaffi eða te klárt á brúsa og eitthvað meððí til að gæða sér á í kaffihléinu! Eftir kaffið langar okkur að ræða í hópum hvaða grænu skref við getum tekið sem einstaklingar, lögbýli og samfélag í átt að sjálfbærni og hvort við gætum stefnt að því að vera leiðandi á landsvísu í þeim efnum??
Hlekkur á fundinn verður birtur á heimasíðu sveitarfélagsins þann 17. nóvember.
Fundarstjóri verður Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin.



Leiðarlýsing 2020

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp áður en aðventan byrjar. Þeir sem leigt hafa krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.500.
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?