Ráðning sveitarstjóra
Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar þann 19. júní s.l. var samþykkt að auglýsa eftir sveitarstjóra. Jafnframt var Jóni Stefánssyni oddvita og Stefáni Árnasyni skrifstofustjóra falið að gegna skyldum sveitarstjóra þar til nýr sveitarstjóri kemur til starfa.
Keppnisgallar UMF Samherja
Við minnum á að þeir sem vilja panta keppnisgalla UMF Samherja (treyja, stuttbuxur og sokkar) geta haft samband við Brynhildi fyrir 27. júní í gegnum netfangið brynhildurb@unak.is eða í síma 863-4085. Við pöntun þarf að taka fram stærð og áletrun (nafn og númer). Gallarnir kosta 5.500 kr.
Opinn dagur hjá SÓLARMUSTERINU
Fræðsluerindi: um Friðar og Heilunarhjól indíána Norður-Ameríku og að fræðsluerindi loknu verður gengið upp að Friðar og Heilunarhjólinu. Hjólið, sem er um 15 m í þvermál, er eitt af 5 hjólum sem sett verða upp hér á landi.
Staður: Finnastaðir, Eyjafjarðarsveit (í litla rauða húsinu).
Tími: Laugardagur 28. júní kl 13:00.
Aðgangseyrir: 500 kr (enginn posi).
Ilmkjarnaolíur, orkusteinar og englaspil verða til sölu.
Boðið er uppá heilun og lestur í spil eftir kl.15:00.
Heilsu heilun Vilborgar kl. 15:00, 16:00 og 17:00 verð kr. 4.000,- og lestur í spil hjá Siggu sólarljósi frá kl. 15:00-18:00 (pláss fyrir 7 persónur í lestur) kr. 2.000,-
Sigríður Sólarljós gsm: 863-6912
Markaður - Markaður
Markaðaðsdagur verður í Álfagallerýinu í Sveitinni laugardaginn 5. júlí frá kl. 12:00- 17:00. Áhugasamir þátttakendur hafi samband við Svönu í síma 820-3492 og 534-5914
Póstur frá Litla-Dal
Stóðhesturinn Póstur frá Litla-Dal verður í hólfi á Guðrúnarstöðum eftir Landsmót. Verð 80.000 kr. með öllu.
Pantanir hjá Lalla í síma 862-8840 og Jónasi í síma 861-8286.
Til sölu hlaupabretti
Lítið notað og vel með farið 5 ára hlaupabretti, á 80 þúsund (nýtt kostar 140 þús.).
Nánari upplýsingar í 864-3199. Selma
Handverksmarkaður á Handverkshátíð
Í fyrsta sinn verður Handverksmarkaður á Handverkshátíð. Markaðurinn verður staðsettur í 45m fm tjaldi föstudaginn 8. ágúst og sunnudaginn 10. ágúst. Einstaklingar með eigið handverk geta keypt sér aðgang að borði annan eða báða dagana. Dagurinn kostar 8.000 kr.
Tilvalið tækifæri til að koma handverkinu þínu á framfæri. Skráning á esveit@esveit.is
www.handverkshatid.is - finnið okkur á facebook