Alþingiskosningar - Kjörfundur
Kjörstaður við alþingiskosningar, sem fram eiga að fara laugardaginn 12. maí 2007, verður í Hrafnagilsskóla.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og líkur kl. 22:00
á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 866-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 5. maí 2007
Emilía Baldursdóttir, Jón Jóhannesson, Níels Helgason
-------
Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum vinnu við ýmiss umhverfisverkefni á komandi sumri. Unglingar, sem fæddir eru 1991, 1992 og 1993 eiga kosta á að ráða sig til starfa. Til að unnt sé að skipuleggja sem best verkefni fyrir hópinn og ákveða ráðningartíma miðað við þau verkefni, sem fyrir hendi eru, þurfa upplýsingar um fjölda umsækjenda að liggja fyrir sem fyrst.
þeir, sem áhuga hafa á að ráða sig til umræddra starfa, eru því beðnir að skrá sig á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síðasta lagi 18. maí n. k. Nægilegt er á þessu stigi að skrá sig símleiðis.
þeir sem ekki hafa skráð sig áður en frestur rennur út munu mæta afgangi ef takmarka þarf fjölda þeirra, sem ráðnir verða eða ef stytta þarf ráðningartímann.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar sími 463 1335
-------
Starf á vegum Eyjafjarðarsveitar
Eyjafjarðarsveit óskar að ráð starfsmann í ca. tvo mánuði frá 10. júní – 10. ágúst, til að vinna með unglingum í vinnuskólanum og verkstýra þeim í þeim viðfangsefnum, sem þeim eru ætluð. Til greina kemur að ráða tvo starfsmenn í hlutastörf.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri
-------
Atvinna
Vantar mann/konu til starfa við almenn sveitastörf, eldri en 16 ára.
Upplýsingar í síma 894 0283
-------
Kosningakaffi
9. bekkur Hrafnagilsskóla ætlar selja kaffi og meðlæti á kjörstað.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kveðja, 9. bekkur.
-------
Bændur athugið.
Verð í fríi næstu viku. Langar að komast í sveitavinnu.
Gunnar á Svertingsstöðum 893 7236
-------
Karlakór Eyjafjarðar
heldur vortónleika í Laugarborg, laugardaginn 5.maí kl. 20:30
þar syngja einsöng,
Ari Erlingur Arason, Páll Eyþór Jóhannsson,
Snorri Snorrason og þorsteinn Jósepsson.
Með kórnum leikur hljómsveit skipuð þeim, Daníel þorsteinssyni, Birgi Karlssyni, Eiríki Bóassyni og Rafni Sveinssyni.
Stjórnandi er, Petra Björk Pálsdóttir.
Léttleiki og alvara í bland.
-------
Gönguhópur
í aðdraganda kosninga og Eurovision er nauðsynlegt að ganga úr sér mesta spenninginn. í vikunni ætlum við að ganga kl. 20:30 á þriðjudagskvöldið og kl. 17:00 á fimmtudaginn. Við leggjum upp frá Hrafnagilsskóla.
Allar alltaf velkomnar!
Bestu göngukveðjur, Steinunn
-------
Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 6. maí: Messa í Grundarkirkju kl. 11:00
Vænst er væntanlegra fermingarbarna með aðstandendum.
Fundur og æfing fyrir fermingu eftir messu.
Sóknarprestur
-------
Eyfirskur safnadagur 5. maí
öll söfn á Eyjafjarðarsvæðinu ætla að hafa safnadag í dag, 5. maí. Tilefnið er opnun nýrrar sameiginlegrar heimasíðu fyrir söfnin, en slóðin er
www.museums.is . Af þessu tilefni verða ýmsar uppákomur á hverju safni fyrir sig, sem auglýstar eru á heimasíðunni og í fjölmiðlum þegar nær dregur.
Smámunasafnið ætlar að draga fram gömul leikföng, þar verður geit með kiðlinga fyrir utan húsið, kex og kókómjólk í boði Kexverksmiðjunnar og M.S. Akureyri.
Aðgangseyrir er enginn þennan dag og opið verður á milli 10:30 og 16:30.
Hægt er að skoða dagskrá safnanna á nýju heimasíðunni og sem og á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is
Verið velkomin
www.smamunasafnið.is -------
Frá Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps
Tækjalisti 2007
Diskaherfi 2.000 kr. Malarharpa 500 kr.
Flagjafni 1.000 kr. Höggborvél/brotvél 1.000 kr.
Hankmoherfi 3.000 kr. Rafstöð 12kw 1.000 kr.
Gamla Hankmoherfi 1.000 kr. Lokkari 1.000 kr.
Gamla Hankmoherfi 1.000 kr. Naglabyssa 1.000 kr.
Plógur fjórskeri 5.000 kr. Rörbeygjuvél 500 kr.
Sáningarvél 1.000 kr. Rörtangi 300 kr.
Valti (gamli) 500 kr. Snittvél og Rörskeri 1.500 kr.
Valti (nýi) 5.000 kr. úðadæla lítil 300 kr.
Lítil steypuvél 1.000 kr. úðadæla f/dráttarvél 3.000 kr.
Steypuvél m/vatns. 4.000 kr. Geldingartöng 300 kr.
Vatnstankur sér 1.000 kr. Geldingartöng f/teygjur 300 kr.
Háþrýstidælur 1.000 kr. Klaufaklippur 300 kr.
Víbrator 1.000 kr. Ormalyfsbyssa 300 kr.
Brotvél ný 3.000 kr.
Athugið þeir sem skulda félaginu fá ekki lánuð tæki
Utanfélagsmenn borga 50% meira
Umsjónarmaður tækja er
Smári Steingrímsson æsustöðum s: 463 1301 gsm: 846 2060
æskilegur símatími er á milli 9 og 10 að morgni
-------
323. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 8. maí 2007 kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 105. fundur, 1. maí 2007.
2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 75. fundur, 17. apríl 2007.
3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 47. fundur, 30. apríl 2007.
4. Fundargerð menningarmálanefndar, 114. fundur, 17. apríl 2007.
5. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar , 226. fundur, 18. apríl 2007.
6. Vorfundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar, 6. júní 2007.
7. Erindi Foreldrafélags Hrafnagilsskóla, dags. 10. apríl 2007.
8. Erindi landeigenda í Sölvadal, dags. 28. apríl 2007.
9. Erindi Dórótheu Jónsdóttur um ferðamál o. fl.
10. Samþykkt um gatnagerðargjald o. fl., 2. umræða.
11. Tillaga að breytingu á samþykkt um hundahald, 2. umræða.
Sveitarstjóri