Vélasýning og Flóamarkaður á Smámunasafninu
sunnudaginn 20. júní milli kl. 13 og 17.
í aðalhlutverki verður International 1020 jarðvinnsludráttarvél frá árinu 1930. þetta er fyrsta jarðvinnsluvélin sem Eyfirðingar
eignuðust. Stórmerkileg vél og lítur svo ljómandi vel út eftir að Baldur Steingrímsson og feiri fóru höndum um hana. Vélin er
nú gangfær og áhugasamir geta fengið að aka henni.
á sama stað og tíma verður kvenfélagið Hjálpin með flóamarkað, til sölu verður allt mögulegt fyrir heimilið og
fjölskylduna. Nýsoðin chilisulta þessi góða sem við vorum með á Handverkshátíðinni í fyrra, broddur og rabbabari. Við
munum svo dreifa ágóðanum í góð málefni að vanda. Hafið íslenskar krónur með, því við höfum ekki
posa.
Eyjafjarðarsveit - skrifstofustarf
Eyjafjarðarsveit leitar eftir starfsmanni á skrifstofu sveitarfélagsins til afleysinga í eitt ár frá 20. júlí n.k.
Starfið er mjög fjölbreytt og felur m.a. í sér umsjón með skjalvistun, reikningagerð, skráningu reikninga, umsjón með
heimasíðu o.fl.
Umsókn skal að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sér.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán árnason, skrifstofustjóri í síma 463-1335 eða 864-6444.
Umsóknarfrestur er til og með 28. júní n.k. og skulu umsóknir berast fyrir þann tíma á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra
Laugalandi, 601 Akureyri eða á netfangið
stefan@esveit.is .
Fjölskylduhátíð í tilefni af 45 ára afmæli Hólavatns
Sunnudaginn 20. júní fagna sumarbúðirnar
Hólavatni 45 ára afmæli og gleðjast um leið yfir fokheldri nýbyggingu sem verður til sýnis fyrir gesti.
Dagskrá hefst kl. 14.00 og stendur fram eftir degi. Fjölmargt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna, útileiktæki, bátar og óvæntar
uppákomur.
Allir vinir og velunnarar eru hjartanlega velkomnir.
Kvennahlaup íSí 19. júní 2010 kl. 11:00
Minnum á Kvennahlaup íSí á morgun, laugardaginn 19. júní. Hlaupið verður frá Hrafnagilsskóla. Skráning verður í
anddyri sundlaugarinnar og hefst kl. 10:30. þátttökugjald er 1.250 krónur. Vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar
Gámar
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Rifkelsstaði og Litla-Garð frá þriðjudeginum 22. júní n. k. til
mánudagsins 5. júlí.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
Hillusóp úr heimabyggð
Gréta Berg listakona og teiknari heilsar ykkur. Kalla eftir andlitsmyndum frá fyrri tíð af börnum og fullorðnu fólki. Mig vantar myndir á
sýningu sem verður í Deiglunni frá 31 júlí - 15 ágúst. þær þurfa að vera komnar inn á skrifstofu Ketilhússins
27 eða 28 júlí með nafni og símanúmeri á bakhlið. Gaman væri að fá góð viðbrögð. þetta verður
aldeilis stemmning sérstaklega ef þeir sem myndirnar eru af mæta á opnun og síðar líka. Gréta Berg sími:663 8975
Kv Gréta
Frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar
íbúar í gamla öngulsstaðahreppi, sem ætla að rækta skjólbelti í sumar, geta sótt um styrki úr
Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar Ytri-Tjörnum fyrir 20.
júní 2010.
Ekki verður unnt að afgreiða umsóknir sem berast eftir þann tíma. Vinsamlegast endursendið umsóknir frá fyrra ári ef þær fengu
ekki afgreiðslu þá.
Netfang:
tjarnir@simnet.is Tilgreina skal lengd og hve margra raða fyrirhugað skjólbelti á
að vera.
Stjórn S.K.J.
Vatnsveitufélag Kaupangssveitar
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Kaupangskirkju, mánudaginn 21. júní n.k.,
kl. 20.OO. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
Félagar hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Fréttir frá Umf. Samherjum
• Nú er sumarstarfið komið vel af stað og mikill fjöldi barna og unglinga sem mætir á æfingar. æfingatöflur fyrir knattspyrnu og
frjálsar íþróttir er að finna á heimasíðu félagsins www.samherjar.is ásamt fleiru sem vert er að kynna sér.
• á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:00 eru knattspyrnuæfingar í kvennaflokki og eru allar konur sem áhuga hafa á skemmtilegri
hreyfingu og félagsskap hvattar til að mæta.
• Meistaraflokkur karla í knattspyrnu á lið í 3. deild íslandsmótsins og verður fyrsti heimaleikur liðsins
föstudagskvöldið 18. júní. Leikið verður gegn Dalvík/Reyni og hefst leikurinn kl. 20:00.
Stjórn Umf. Samherja
Sveitarstjórnarfundur
388. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn. 22. júní n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá
fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og hér á heimasíðu sveitarinnar.
Sveitarstjóri