Samstaða við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélagsins
í vinnu við gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2009 fór á stað naflaskoðun á öllum útgjöldum
sveitarsjóðs. Boðað var til vinnufunda allra nefnda og stjórnenda sveitarfélagsins síðastliðinn laugardag. Góð mæting nefndarmanna og
ágætlega skipulögð dagskrá skilaði góðri vinnu þennan dag. á þessum vinnufundum voru allir útgjaldaliðir nefnda
skoðaðir og krufðir til mergjar. á þriðjudag verður fyrri umræða í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun og bendir ekkert til
annars en okkur takist að leggja fram hallalausa áætlun. í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður það að
teljast góður árangur og gefur okkur vonir um að sveitarfélagið komi sterkt út úr þessum hremmingum. Sparnaður í rekstri nú
gefur okkur tækifæri og von um að fjárfestingar í grunnþjónustu sveitarfélagsins verði með eðlilegum hætti. ég
sjálfur hef ekki gefið upp vonina um að okkur takist að hefja framkvæmdir við byggingu leikskóla innan ekki langs tíma.
Sveitarstjóri
Atvinna
íþróttamiðstöð Eyjafjarðar óskar eftir að ráða baðvörð í karlaklefa. Viðkomandi verður að geta unnið
sjálfstætt, hafa þjónustulund og standast hæfnispróf ætlað sundstöðum. Unnið er á vöktum. Upplýsingar gefur
Guðrún á milli 8:00 og 16:00 alla virka daga. Umsókn sendist á netfangið
gudrun@krummi.is
Aldan – Voröld
ágætu félagskonur, þá er komið að jólafundinum okkar. Við ætlum að hittast hjá Vilborgu á Ytra-Laugalandi klukkan 8
fimmtudagskvöldið 4. desember n. k. og borða saman.
þið þurfið bara að koma með jólaskapið og jólapakka (ca kr. 1200 – 1500).
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 1. desember hjá Vilborgu í síma 463 1472 eða Rannveigu í síma 461 1717
eða 461 3535.
Jólakveðja, stjórnin.
ágætu sveitungar
á sunnudaginn kemur þann 30. nóv.verður haldið hátíðlegt 150 ára afmæli Saurbæjarkirkju. Sr Jón Aðalsteinn Baldvinsson
vígslubiskup á Hólum mun predika og kirkjukórinn undir stjórn Daníels þorsteinssonar mun syngja. þá mun Kristjana
Arngrímsdóttir syngja með kórnum.
Kaffi verður síðan drukkið í Sólgarði að lokinni athöfn. Kv. Hannes
Jólakortakvöld á miðstigi – taka tvö!!
Fresta þurfti jólakortakvöldi í síðustu viku vegna veðurs. Nýr tími hefur nú verið ákveðinn og stefnum við að
því að hittast miðvikudagskvöldið 3. desember kl. 20:00 – 22:00 í stofum 6 og 7 í Hrafnagilsskóla. Komið með lím, skæri
og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og
annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum.
Kveðja, Bekkjarfulltrúar miðstigs og Foreldrafélagið
Jólatónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Nú er komið að árlegum jólatónleikum hljóðfæranemenda tónlistarskólans. Eins og undafarin ár höldum við þrenna
tónleika. þeir fyrstu verða fimmtudaginn 4. desember kl. 20:30 og hinir laugardaginn 6. desember kl. 13:00 og 15:00. Fram koma allir nemendur skólans utan
forskóla og eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Allir tónleikarnir verða í Laugarborg.
Tónleikar söngdeildar verða laugardaginn 13. desember og verða þeir auglýstir síðar.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Kirkjuskólinn ATH BREYTTAN TíMA
Sunnudaginn 7. desember verður síðasta samvera kirkjuskólans fyrir jól. Ath. sunnudag en ekki laugardag. Við munum hittast kl.11:00 í Hjartanu í
Hrafnagilsskóla, föndra, syngja jólalög og eiga notalega stund saman. Takið með smákökur, snakk, ávexti og þess háttar. Kaffi og
djús verður á staðnum. Vonumst til að sjá sem flesta, bæði unga og aldna.
Kv. Brynhildur, Katrín og Hannes.
Aðventuævintýrið í sveitinni hefst 29. nóvember í Jólagarðinum
Litli þorlákur, sem er laugardagurinn fyrir fyrsta dag aðventu er haldinn hátíðlegur í Jólagarðinum.
Fram að jólum verður aðventustemning og rómantík um alla Eyjafjarðarsveit.
Sunnudagurinn 7.desember verður viðburðaríkur þar sem hægt verður að keyra vítt og breitt um sveitina og njóta alls þess sem er í
boði.
• Vörukynning hjá Gallerýinu í sveitinni sem staðsett er í Teigi, opið kl. 14:00-20:00
• Jólagarðurinn opinn 14:00-22:00 alla daga til jóla
• Jólakaffihlaðborð í Vín kl. 13:00-19:00
• Jólamarkaður í Laugarborg kl. 13:00-17:00
• Gamla Garðyrkjustöðin opnar 6. desember, jólatré og jólastjörnur.
• Sala hefst á Jólaísnum í Holtsseli og þar verður opnun á ljósmyndasýningu, opið kl. 13-17
• Leikfangasmiðjan Stubbur – George Hollanders opnar vinnustofu sína fyrir gestum kl. 13-19
• Laufabrauðsskurður á öngulsstöðum kl. 13-17. Nú getur fjölskyldan og vinir komið saman og skorið laufabrauð hjá
Hrefnu á öngulsstöðum. Skráning fer fram í síma 863-1515 og á
hrefna@ongulsstadir.is
Verkefnið er unnið í samvinnu við Akureyrarstofu og Mývatnssveit.
Nánar um aðventuævintýri í sveitinni á
www.eyjafjardarsveit.is
Snjóhreinsun
Tek að mér snjóhreinsun á heimreiðum. Er með snjóblásara.
Engir ruðningar - Sanngjarnt verð
Grettir, sími 861 1361
Jóla-Jóla – pappír, kort og gómsætt kaffihlaðborð
Næstu daga munu krakkarnir okkar vera á ferðinni með foreldrum/forráðamönnum að selja jólapappír og kort, eldhúsrúllur og
pokapakka. Við vonum að þið takið vel á móti þeim í þessari fjáröflun okkar. þess má einnig geta að eftir viku
eða sunnudaginn 7. desember munum við taka þátt í jólamarkaðnum í Laugarborg og bjóða þar uppá veglegt kaffihlaðborð
þar sem margir leggja til vinnu og efnivið til styrktar ungmennafélaginu. Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn UMF Samherja Eyjafjarðarsveit
Foreldrafélag Krummakots auglýsir
Laugardaginn 6. desember stendur Foreldrafélagið fyrir jólaföndri í skólanum frá kl. 10:00-12:00. Efniskostnaði verður stillt í hóf
og boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Mætum sem flest og eigum góða stund með börnunum okkar.
Foreldrafélag Krummakots
360. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 2. desember 2008 og hefst kl.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 0811004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar – 113
1.1. 0811003 - ölduhverfi - Breyting á aðalskipulagi
1.2. 0708027 - ölduhverfi - Deiliskipulag
1.3. 0810009 - Leifsstaðir - Kárastaðir. ósk um að lóðir nr. 1-2 og 5 verði sameinaðar í eina lóð.
1.4. 0809029 - Reiðvegamál - Munkaþverá, bakkar Eyjafjarðarár
1.5. 0807006 - ósk um vegtengingu Leifsstaðabrúnir 9
2. 0811005F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 86
2.1. 0711031 - Eyðing kerfils
2.2. 0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur
2.3. 0809021 - Umhverfisverðlaun 2008
3. 0811007F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 62
4. 0811008F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 124
5. 0811009F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 128
6. 0811010F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 129
7. 0811011F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 114
8. 0811012F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 128
9. 0811016F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 180
10. 0811013F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 179
0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur
Almenn erindi
11. 0811013 - Frumvarp til fráveitulaga
12. 0811012 - Vottunarstofan Tún - Aukning hlutafjár 2008
13. 0811009 - Drög að þjónustusamningi aðildarsveitarfélaga og Minjasafns
14. 0811008 - 114. fundur heilbrigðisnefndar
15. 0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 - fyrri umræða
16. 0811014 - Svæðisskipulag - áherslur Eyjafjarðarsveitar
17. 0811020 - Hugmyndir um breytingar á stjórnsýslu Eyjafjarðarsveitar
28.11.2008 -Guðmundur Jóhannsson, sveitarstjóri.