Auglýsingablaðið

611. TBL 19. janúar 2012 kl. 08:49 - 08:49 Eldri-fundur

þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2012
þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið þann 28. janúar í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Húsið opnar kl. 19:45 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30.
Glös verða á staðnum en annan borðbúnað verða gestir að taka með sér, ásamt auðvitað fullum trogum af góðgæti. Hljómsveitin í sjöunda himni leikur fyrir dansi fram eftir nóttu.
Miðapantanir verða laugardagskvöldið 21. janúar og sunnudagskvöldið 22. janúar milli kl. 20:00 og 22:00 hjá:
*Hörpu 847-4253
*Lilju  867-8104/463-1511
*önnu 846-8953/463-1216

Miðar verða seldir þriðjudagskvöldið 24. janúar og miðvikudagskvöldið 25. janúar í anddyri sundlaugar Hrafnagilsskóla kl. 20:00-22:00 og í Gullbrekku miðvikudaginn 25. janúar kl 10:00-15:00. ósóttir miðar verða seldir.
Miðaverð verður óbreytt frá fyrra ári 3.500 krónur.
Aldurstakmark er árgangur 1995.
Ath! Ekki tekið við greiðslukortum
Sjáumst hress og kát – í réttum litum!
þorrablótsnefndin

 

Tilkynning frá Samherjum
Samherjar vekja athygli á æfingatöflu vorannar sem nú má nálgast á heimasíðu félagsins www.samherjar.is.
Taflan er með svipuðu sniði og fyrir áramót en helstu breytingarnar tengjast fótboltaæfingum og leikjaskólanum sem hefst laugardaginn 4. febrúar og er fyrir
4-6 ára gömul börn.
Hlökkum til að sjá sem flesta á æfingum vorannar.
Stjórn Samherja

 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Opnunartímar safnsins:
Mánudagar    kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar    kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar  kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar  kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar    kl. 9:00-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.

 

óska eftir
óska eftir herradansskóm, með reynslu, í stærð 44 (43-45). 
Eggert, Laugarborg s: 841-1568    eggert@krummi.is

 

Sumarhirðing kirkjugarða Laugalandsprestakalls
Stjórn Kirkjugarða Laugalandsprestakalls óskar eftir tilboðum í hirðingu kirkjugarðanna í Kaupangi, á Munkaþverá, Möðruvöllum, í Hólum, Saurbæ og á Grund sumarið 2012. Heildarflatarmál garðanna er rúmir 10.000 fermetrar og æskilegt er að boðið verði í alla 6 garðana sameiginlega. Allar nánari upplýsingar veitir Hjörtur Haraldsson, Víðigerði, 601 Akureyri, hjorthar@mi.is
Frestur til að skila tilboðum er til 15. febrúar 2012. áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
F.h. Kirkjugarða Laugalandsprestakalls; Reynir Björgvinsson, Hjörtur Haraldsson og Emilía Baldursdóttir


Hrossaræktarfélagið Náttfari -Folaldasýning
Folalda- og ungfolasýning Náttfara 2012 verður haldin í Melaskjóli, Melgerðismelum laugardaginn 28. janúar n.k.
Nánari útfærzla auglýst síðar en miðað er við að hlaupaæfingar hefjist kl. 13.
Skráningar með nafni og fæðingarnúmeri berist með tölvupósti til þorsteins á Grund fyrir kl. 21 fimmtudaginn 26. janúar. theg@isor.is
Kveðja frá stjórn Náttfara


Járningarnámskeið
Dagana 3. og 4. febrúar verður Gestur Páll járningarmeistari og dýralæknir með járningarnámskeið.
Nú er um að gera að taka dagana frá og skella sér á námskeið.
Námskeiðið verður nánar auglýst síðar í sveitapóstinum og á heimasíðu Funa http://funamenn.is/.
Fræðslunefnd Funa


Sauðfjárræktarferð
Fjárræktarfélag öngulsstaðahrepps og fjárræktarfélagið Freyr standa fyrir sauðfjárræktarferð um Vatnsnes í  V-Húnavatnssýslu. Ferðin er fyrirhuguð laugardaginn 11. febrúar og verður farið á þrjá bæi; Vatnshól, Bergstaði og Böðvarshóla. Auk þess verður snæddur léttur hádegisverður á Sveitasetrinu Gauksmýri. Frekari upplýsingar og skráning er hjá Hákoni í síma 896-9466 og þarf skráningu að vera lokið fyrir þriðjudaginn 24 janúar.


Band hússins og Uppsalabræðingur
Laugardagskvöldið 21. janúar kl. 22 munu stíga á stokk fjöldinn allur af tónlistarmönnum ættuðum frá Uppsölum. þeir Atli og Bobbi verða á sínum stað og munu stjórna herlegheitunum.
Hópurinn lofar miklu fjöri, frumlegum og nýmóðins útsetningum á lögunum en fyrst og fremst mikilli stemmingu.
Ekki gleyma að það er líka opið á daginn og þar er tilvalið að skella sér í síðbúið bóndadagskaffi.
Hægt verður að panta akstur frá staðnum á laugardagskvöldið og er gjaldið vel viðráðanlegt.
Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Laugardagur  14-01
Sunnudagur 14-18
Hlökkum til að sjá ykkur

 

Getum við bætt efni síðunnar?