Sveitarstjórnarfundur
417. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg,
Skólatröð 9, þriðjudaginn 17. apríl og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri
skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsinswww.eyjafjardarsveit.is Sveitarstjóri
Atvinna
Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á
heimilum nokkrar klukkustundir á viku og/eða hálfsmánaðarlega. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600
og/eða í tölvupósti; esveit@esveit.is. Eldri
starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Auglýsingablaðið
Næsta auglýsingablað kemur út miðvikudaginn 18. apríl. Auglýsingar fyrir það blað verða að hafa borist skrifstofunni fyrir kl. 9
þriðjudaginn 17. apríl, t.d. í tölvupósti áesveit@esveit.is
Hunda- og kattahald
Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit skal hundur aldrei ganga
laus á almannafæri, nema í fylgd með manni sem hefur fulla stjórn á honum og ef hundur hverfur frá heimili sínu skal eigandi eða
umráðamaður gera ráðstafanir til að finna hundinn.
Brögð hafa verið á því að hundar séu að angra búfénað og er það alls óviðunandi. Eigendur eru því
áminntir um að sjá til þess að hundar fari ekki að heiman.
þá ber eigendum og forráðamönnum katta að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á
ketti og eftir atvikum takmarka útiveru þeirra.
Sveitarstjóri
Aðalfundur Hollvinafélags um Búnaðarsögusafn Eyjafjarðar
Aðalfundur félagsins
verður haldinn í Sólgarði fimmtudaginn 12. apríl 2012 og hefst hann kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál
Nýir félagar eru sérstakleg boðnir velkomnir. Stjórnin
Sumardagurinn fyrsti
Fögnum sumarkomu í Funaborg á Melgerðismelum 19. apríl frá kl. 13:30-17:00.
í boði verður:
*Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamann
*Húsdýrasýning og teymt undir yngstu börnunum
*Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar rennur í hlað á stórglæsilegum vögnum
*ýmist handverk til sýnis t.d. sápur, bútasaumur, handprjónaðar flíkur og knippl.
*Nýjar og gamlar búvélar til sýnis.
Láttu þig ekki vanta á Melana á Sumardaginn fyrsta. Hestamannafélagið Funi
„Hvað er svo glatt“
Sumarmálaskemmtun kirkjukórs Laugalandsprestakalls verður haldin í Laugarborg síðasta vetrardag, miðvikudaginn 18. apríl n.k. kl. 20:30. á
söngskránni eru perlur íslenskra tónbókmennta s.s. Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thoroddssen og Oft um ljúfar ljósar
sumarnætur, eftir Jón Laxdal. þá eru einnig á söngskránni létt og vinsæl vor- og sumarlög af ýmsu tagi. Snæfríð
Egilson syngur einsöng með kórnum. Undirleikari og stjórnandi er Daníel þorsteinsson. Að loknum söng verður dansað fram á sumar!
Vöfflukaffi á vægu verði. Aðgangseyrir kr. 1500.- Enginn posi er á staðnum. Stjórnin
æskan og hesturinn
Barna- og unglingaráð hestamannafélagsins FUNA auglýsir eftir
áhuga-sömum krökkum/unglingum sem hug hafa á því að taka þátt í atriði fyrir sýninguna “æSKAN OG HESTURINN”
sem verður haldin í Top Reiter höllinni á Akureyri 5. maí n.k. Anna Sonja ágústsdóttir hestafræðingur og leiðbeinandi
hefur umsjón með atriði/atriðum. það er pláss fyrir ALLA, atriðin verða mótuð eftir þáttöku.
æSKAN OG HESTURINN er samstarfssýning hestamannafélaganna á Norðurlandi þar sem unga fólkið í viðkomandi félögum er með
sýningaratriði á hestum. Sýningin er til skiptis í reiðhöllum á Norðurlandi og í ár verður hún í Top Reiter
höllinni á Akureyri. Atriði sýningarinnar eru fjölbreytt og miserfið, háð getu og áhuga þeirra sem taka þátt hverju
sinni. Frekari upplýsingar veitir Sigríður í Hólsgerði í síma 463-1551 eða um netfangiðholsgerdi@simnet.is
Veiðileyfi
Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár vill koma á framfæri, að
samkvæmt 15 gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði eru veiðar á göngusilungi í sjó bannaðar.
á ósasvæði Eyjafjarðarár verða veiðileyfi seld í Ellingsen Akureyri frá 1. maí 2012. Nánari upplýsingar er að
finna á eyjafjardara.is.
Umsóknarblað fyrir veiðileyfi í Eyjafjarðará er komið á vef árinnar, eyjafjardara.is. Umsóknarfrestur er til 2. maí 2012.
Söluaðili veiðileyfa er Ellingsen Akureyri
Fögnum sumri og grillum saman
Hestamannafélagið Funi „býður” til grillveislu í Funaborg 19. apríl. þú kemur með þitt kjöt á grillið og kaupir
meðlæti á staðnum. Grillið verður heitt kl. 20. Skráning 18. apríl, fyrir kl. 12 í síma 461-1242, 861-1348 eða á
netfangið hafdisds@simnet.is
Allir velkomnir. Hestamannafélagið Funi
Atvinna
Kaffi kú leitar að starfskrafti í þjónustustörf. Umsækjandi þarf að vera eldri en 18 ára. Um er að ræða sumarstarf frá
miðjum maí út ágúst. Hafir þú áhuga sendu þá email ánaut@nautakjot.is eða hafðu samband í síma 867-3826. Einar örn
Dagskráin milli mjalta
á föstudaginn opnum við eftir
kvöldgjöfina kl. 22. Atli og Langi Mangi ætla að slá í gegn með einstakri spilamennsku á gítarana. á laugardaginn er tilvalið að
koma í hádeginu, fá sér gúllassúpu og sjá stórslag Liverpool og Everton í undanúrslitum FA bikarsins, útsending hefst kl.
11:20. Sveitakráin vaknar svo kl. 22 á laugardagskvöldið þegar Atli og Bobbi stilla saman strengi sína.
Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Föstudagur kl. 22-01
Laugardagur kl. 14-01
Sunnudagur kl. 14-18 Kaffiku.is