Auglýsingablaðið

477. TBL 19. júní 2009 kl. 08:24 - 08:24 Eldri-fundur

Fegrum sveitina. Vinnuskóli Eyjafjarðarsveitar sem nú starfar er óvenju fjölmennur þetta sumarið og gefur það möguleika á átaki í umhverfistengdum verkefnum. Hér með er auglýst eftir verkefnum og/eða ábendingum um verkefni fyrir skólann. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar - sími 463 1335 - netfang esveit@esveit.is.



Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við þverá ytri og við veg frá og með föstudeginum 19. júní til og með fimmtudagsins 2. júlí n. k. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



Stelpur ATHUGIð. þær sem hafa áhuga á að spila konubolta í sumar þá höfum við ákveðið að hafa æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20:00 á Hrafnagili. þar sem landsmót UMFí er haldið á Akureyri í sumar þá ákváðum við að smala saman stelpum af Eyjafjarðarsvæðinu til að taka þátt í mótinu. það er ekki skylda að taka þátt í landsmótinu þótt þið mætið á æfingar. Markmiðið okkar er bara að hafa gaman af þessu og vonumst því til að sjá sem flestar. Við erum búnar að sameina Samherja konu fótboltaliðið og Dalvík/Reynir liðið og höfum við verið að hittast í árskógi en það hefur ekki ennþá náðst nógu góð mæting þannig við ætlum að prófa að færa æfingarnar á Hrafnagil og reyna að fá sem flestar til að taka þátt. þar sem það eru margar að keyra frá Dalvík til að mæta á æfingar endilega þá látið mig vita í síma 847-6986 eftir kl 16:00 á daginn hvort einhverjar hafa áhuga á að mæta svo stelpurnar séu ekki að keyra fýluferð á Hrafnagil ef enginn mætir :D Vonast til að sjá sem flesta. Katla Ketilsdóttir.



Sundnámskeið fyrir börn fædd 2005 og fyrr verður haldið í Hrafnagilslaug dagana 22. júní - 3. júlí. Kennt verður á morgnana. þau börn sem eru í leikskólanum fá fylgd starfmanna á milli staða. Verð kr. 5.500. Skráning og nánari upplýsingar gefur Ingibjörg s. 896-4648. Ingibjörg Isaksen, íþróttafræðingur



MARGT BýR í KýRHAUSNUM. Guðrún á Stekkjarflötum opnar sýningu í nýjum sýningarsal, HAUGHúSINU, á Hótel  Natur, þórisstöðum á Svalbarðsströnd föstudagskvöldið 19. júní kl. 19.19. Sýningin verður opin daglega 14.00 -19.00 til 31. júlí. Allir velkomnir.



Gefins hvolpar! Tveir rakkar fæddir 19. apríl fást gefins á gott heimili. þeir eru brúnir og hvítir á lit, einstaklega ljúfir og góðir. Upplýsingar í síma 463 1565/660 2953
Getum við bætt efni síðunnar?