Sleppingardagar og fjallskil
á fundi fjallskilanefndar 5. júní s.l. var eftirfarandi bókun gerð:
„í tillögu að samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit er gert ráð fyrir að sleppa megi sauðfé 10. júní
nema annað sé ákveðið. áhersla er lögð á að girðingar séu gerðar fjárheldar fyrir 10. júní. Nú vorar
seint og því leggur fjallskilanefnd til að sleppingardagur fyrir sauðfé verði 15. júní og stórgripi 22. júní.
Búfjáreigendur eru þó beðnir um að hafa í huga ástand gróðurs áður en búfé er sleppt á úthaga.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
ákveðið er að 1. göngur verði 7. og 8. sept. og aðrar göngur 21. og 22. sept. Hrossasmölun verði 11. okt. og hrossaréttir 12. okt.”
Fjallskilanefnd
Búfjáreigendur gætið að búpeningnum
Búfjáreigendur eru áminntir að sjá til þess að búfé sé ekki að ganga laust á vegsvæðum, eða á
þvælingi milli bæja.
Sveitarstjóri
Búfé í Sölvadal
Undirritaður hefur ekki veitt leyfi til að sleppa búfé á land þormóðsstaða og óska eftir að það verði látið
ógert.
Valgarður á þormóðsstöðum
útgáfutónleikar Helga þórs Ingasonar
Föstudaginn 7. júní kl. 20:00 verður Helgi þór með útgáfutónleika í Laugarborg í tilefni af útgáfu
hljómdisksins Gamla hverfið. Diskurinn hefur að geyma 14 frumsamin lög og texta eftir Helga þór. Miðasala fer fram við innganginn og posi á staðnum
:-)
Um diskinn er fjallað hér: www.facebook.com/gamlahverfid. Viðburðurinn er skrásettur sem "event"
hér https://www.facebook.com/events/459009340858890/
Kvennahlaup 2013
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 8. júní. Hlaupið verður eins og venjulega frá Hrafnagilsskóla kl. 11:00, skráning hefst kl. 10:30.
Vegalengdir verða 2,5 og 5 km. þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir fullorðna. Bolurinn í ár er grænn úr
„dry-fit“ efni. Kl. 12:00 ætlum við að hafa þrautabraut þar sem fjölskyldur og/eða vinir keppa saman sem lið í hinum ýmsu
óhefðbundnu greinum s.s. „trukkadrætti“, hjólbörukapphlaupi, skeifukasti, stígvélakasti, eggjakasti ofl. á eftir er
áætlað að grilla og kemur hver með sitt á grillið. Eins og venjulega verður og kassaklifur. Frítt í vaðlaug og heita pottinn fyrir
þátttakendur. Takið daginn frá, vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd
Fjölskyldan á Fjallið – gönguferð með Samherjum
Samherjar hafa ákveðið að standa fyrir léttum gönguferðum í sumar til að stuðla að aukinni samveru, útivist og um leið
líkamsrækt innan fjölskyldna. Fyrsta fjölskyldugangan verður föstudagskvöldið 7. júní og hefst kl 19.30. Gengið verður upp með
Reykánni og er áætlað að ferðin taki um klukkustund. þeir sem vilja geta tekið með sér nesti. Lagt verður af stað frá
bílaplaninu við Laugaborg. Stjórnin hvetur fjölskyldur til að mæta í þessa léttu fjölskyldugöngu
Prjónanámskeið í tvöföldu prjóni - sunnudaginn 9. júní kl. 13:00-16:00
Munið að hafa með hjálpartæki prjónalífsins ;-)Verðum í Félagsborg, Skólatröð 9, Hrafnagili. Kennari: Tína/Christine
Einarsson, sjá nánar á http://www.hananu.is/ eða á facebook Prjónasmiðja Tínu. Hrönn
866-2796
Frá Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps Tækjalisti 2013
Félagið hefur fjárfest í Taðdreifara. Með honum er til dæmis hægt að dreifa
sauðataði, (bæði hnausum og mylsnu) hálmskít, moltu og fl. öll verð eru án vsk.
Tæki Daggjald Tæki Daggjald
Diskaherfi 2.000 kr. Brotvél
ný 4.000 kr.
Taðdreifari 14.000 kr. Höggborvél/brotvél 1.500
kr.
Plógur tvískeri 3.000 kr. Rafstöð 12kw
1.000 kr.
Plógur fjórskeri 8.000 kr.
Lokkari 1.500 kr.
Pinnatætari 12.000 kr. Nagglabyssa
1.000 kr.
Valti 2 metrar 1.000 kr. Rörbeygjuvél
500 kr.
Valti 5 metrar 8.000 kr. Snittvél og Rörskeri 3.000 kr.
Lítil steypuvél 2.000 kr. úðadæla f/dráttarv 5.000
kr.
Steypuvél m/vatnst 5.000 kr. Háþrýstidæla
2.000 kr.
Víbrator 1.500 kr. Háþrýstid.
f.dráttarv 2.000 kr.
Klaufaklippur 300 kr.
Athugið að þeir sem skulda félaginu fá ekki lánuð tæki. Umsjónarmaður tækja er Smári
Steingrímsson s: 463-1301 og 846-2060. æskilegur símatími er milli 9 og 10
að morgni
Vorfundur Kvenfélagsins Hjálparinnar
Vorfundur félagsins verður haldinn í Funaborg mánudagskvöldið 10. júní nk kl. 20.30. Sjá útsendan tölvupóst með
dagskrá. óvænt uppákoma, gómsætar veitingar.
Hvetjum sem flestar til að mæta og eiga ánægjulegt kvöld.
Sumarkveðja,
Stjórnin
Hestur óskast
Traustur, þægur hestur óskast til kaups, fyrir barnabörnin.
Fríða Angantýs sími: 862-4828
Gæðingakeppni og úrtaka fyrir fjórðungsmót
Gæðingakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum 9. júní n.k.
Keppt verður í A- og B-flokki, polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki ef næg þátttaka fæst. Gæðingakeppnin er jafnframt
úrtaka fyrir fjórðungsmót á Hornafirði.
Skráningu skal senda á tölvupóstfang litli-dalur@litli-dalur.is, eða í síma 861 8286
í seinasta lagi föstudaginn 7. júní.
Fram komi:
IS-númer hests og nafn, nafn eiganda, nafn og kennitala knapa auk upplýsinga um í hvaða greinar er verið að skrá.
Mótanefnd Funa