Auglýsingablaðið

687. TBL 04. júlí 2013 kl. 15:51 - 15:51 Eldri-fundur

Best prýddi póstkassi Eyjafjarðarsveitar 2013
það verður spennandi að sjá hverju póstkassar Eyjafjarðarsveitar munu skarta á næstunni.  Laugardaginn 6. júlí n.k. vonumst við til að sem flestir hafi skreytt póstkassana sína. Síðastliðið sumar fjölluðu allir stóru fjölmiðlarnir um þetta skemmtilega uppátæki, fjöldi gesta heimsótti sveitina og yfir 20.000 manns heimsóttu Facebook-síðu Handverkshátíðarinnar þar sem myndir af öllum kössunum voru birtar.
Best prýddi póstkassi sveitarinnar verður verðlaunaður á kvöldvöku Handverkshátíðarinnar laugardaginn 10. ágúst.
Með von um góða þátttöku.
Bestu kveðjur Ester, framkvæmdastjóri Handverkshátíðar


Timbur- og járngámar eru staðsettir við þverá og Litla-Garð til mánudagsins 8. júlí n.k. og verða þá fluttir að Rifkelsstöðum og Vatnsenda.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Skógarkerfill - hver að verða síðastur
Nú er hver að verða síðastur að grípa til aðgerða til að eyða skógarkerfli þetta árið. Varnarefni er hægt að fá hjá Eyjafjarðarsveit og skal þá hringja í vaktsíma 463-0615. Notum nú helgina og gerum okkar besta til að eyða þessum vágesti.
Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd


Smámunasafn Sverris Hermannssonar
á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 7. júlí, mun sérsýningin Greetings from Iceland opna í safninu. þar verða til sýnis gömul íslensk póstkort sem Sverrir Hermannsson safnaði. Sýningin, sem hefur að geyma ýmsar perlur úr íslenskri náttúru, endurspeglar ímynd lands og þjóðar á ólíkum tímum.

í Saurbæjarkirkju verður boðið upp á leiðsögn um kirkjuna og kirkjugarðinn á milli kl. 13:00 og 17:00.

á kaffihúsi safnsins fást vöfflur og súkkulaðikökusneiðar að hætti kvenfélagsins Hjálparinnar, ásamt ilmandi góðu kaffi.
Safnið verður opið frá kl. 11:00 til kl. 17:00.
á íslenska safnadaginn verður tveir-fyrir-einn af aðgangseyri inn á safnið.
Verið hjartanlega velkomin!
...
Vilt þú eiga mynd á Instagram-sýningu Smámunasafnsins? Taktu þá snjallsímamynd í Eyjafirði, sem fangar fegurð fjarðarins, birtu hana á Instagram og merktu #eyjafjörður2013. Valdar myndir verða til sýnis í safninu frá og með 10. ágúst.
Sjá ítarlegri upplýsingar á heimasíðu safnsins: http://www.smamunasafnid.is/


Fjölskyldureiðtúr
Hestamannafélagið Funi stendur fyrir fjölskyldureiðtúr inn á Eyjafjarðardal laugardaginn 6. júlí nk. kl. 13.00. Um er að ræða léttan reiðtúr eftir góðum reiðgötum í fylgd með heimamönnum. áætlaður ferðatími er 3 til 4 klst. og verður lagt af stað frá Hólsgerði. Allir hestfærir einstaklingar eru velkomnir með í ferðina. Hægt er að fá hólf fyrir hross hjá Brynjari í Hólsgerði ef svo ber undir.
Stjórn og ferðanefnd Funa


Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00

Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og  hollum og gómsætum kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar, safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi   og   http://silva.is/
 
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;-)


íbúð til leigu
íbúð til leigu frá og með 1. ágúst 2013. Staðsetning er við Hrafnagilshverfið. Er í góðu göngufæri frá Hrafnagilsskóla. það eru 5 svefnherbergi, 1 stofa, 1 baðherbergi 1 eldús + bílskúr. Nánar upplýsingar hjá Guðnýju Helgu í síma 867-9675.


Bílskúrssala - Bílskúrssala
Bílskúrssala verður haldin að Sunnutröð 3, Hrafnagilshverfi, sunnudaginn 7. júlí n.k. frá kl. 13:00-17:00. á boðstólum verður allt frá smáhlutum upp í húsgögn t.d efni, gardínur, rennilásar,  fatnaður í úrvali (aðallega dömufatnaður), sjónvarps- og tölvuskápar, borð, stólar, bækur og margt, margt fleira.
Endilega komið og gerið góð kaup.
ATH. enginn posi á staðnum, eingöngu tekið við ísl. krónum :-)
Kveðja, húsráðendur og fleiri


Atvinna - Atvinna :-)
Fjósakona/-maður óskast í mjaltir og önnur bústörf frá 1. ágúst n.k.
Upplýsingar í síma 899-9821.
Víðir á Grund

Getum við bætt efni síðunnar?