Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 2018
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 26. maí. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 22:00. Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Atkvæði verða talin á kjörstað eftir að kosningu lýkur. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit: Emilía Baldursdóttir, Ólafur Vagnsson, Níels Helgason
Fjáröflunarvöfflukaffi
Verðandi 10. bekkingar verða með vöfflukaffi frá kl. 10:00-18:00 á kjördag í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Vaffla og kaffi/djús 800 kr. Enginn posi á staðnum.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Unglingakveðja 😊
Framboðsfundur
Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar listanna sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Fundurinn verður í matsal Hrafnagilsskóla fimmtudagskvöldið 24. maí og hefst kl. 20:00.
Frambjóðendur
Kosningavaka F-listans
Kosningavaka F-listans verður á Lamb Inn Öngulsstöðum á laugardaginn frá kl. 21:00. Stuðningsmenn hjartanlega velkomnir.
F-listinn
Frá K-listanum
Þá eru örfáir dagar til kosninga og við ætlum að nýta þessa síðustu daga vel til að sýna okkur og sjá aðra.
Föstudagskvöldið 25. maí verður ostakvöld á Silvu og byrjar það kl. 19:30 og verða frambjóðendur á staðnum til að spjalls og ráðagerða.
Sjálft kosningakvöldið laugardaginn 26. maí verður kosningavaka í Félagsborg en húsið opnar kl. 20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Við bjóðum að sjálfsögðu upp á akstur á kjörstað og þeir sem vilja nýta sér það hafi samband við Einar Svanbergsson í síma 771-8171.
Við hvetjum alla til að nýta sér kosningarétt sinn og mæta á kjörstað.
Kveðja frá K-listanaum
X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K X-K
Kæru sveitungar og starfsfólk Eyjafjarðarsveitar
Vil ég þakka gott samstarf, spjall og hvatningu á síðastliðnum fjórum árum. Vonandi hefur mér tekist með veru minni í sveitarstjórn, framkvæmdaráði og skipulagsnefnd, að gera góða sveit betri.
Kær kveðja, Sigurlaug Halla Leifsdóttir, oddviti O-listans.
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Þá fer að styttast í sumarlokun bókasafnsins. Fimmtudaginn 31. maí er opið í síðasta sinn á þessu vori. Enn er þó tími til að ná sér í spennandi glæpasögu, góða ævisögu, bók um garðrækt eða hvað sem hugurinn girnist. Bækur sem teknar eru að láni núna geta hæglega verið í láni þar til við opnum aftur í byrjun september.
Sjá opnunartíma á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Vinnuskólinn – byrjar 11. júní
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2002, 2003 og 2004 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 30. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala og launareikningur umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.
Kattahald
Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 11. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.”
Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.
Nauðsynlegt er að halda fjölgun katta í hófi. Vanti kattagildru eða aðstoð við fækkun katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615.
Sveitarstjóri
Tilkynningar frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Framhaldsprófstónleikar
Sunnudaginn 27. maí verða framhaldsprófstónleikar Auðrúnar Aðalsteinsdóttur en tónleikarnir eru lokaáfangi í framhaldsprófi í píanóleik. Tónleikarnir eru í Laugarborg hefjast kl. 13:00 og eru allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
TE og Trölli
Fimmtudaginn 24. maí kl. 17:00 verða í Laugarborg sameiginlegir nemendatónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Tónlistarskólans á Tröllaskaga. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Innritun í Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir næsta skólaár
Nú fer fram innritun fyrir skólaveturinn 2018–2019.
Innritun stendur til 27. maí og fer fram rafrænt á heimasíðu skólans http://tonlist.krummi.is.
Nemendur sem eru í námi núna og ætla að halda áfram þurfa einnig að skrá sig.
Frekari upplýsingar er hægt að fá í farsíma skólastjóra 868-3795 eða á netfangið te@krummi.is.
Lausar stöður í Hrafnagilsskóla
Kennari í hönnun og smíði
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara til kennslu í hönnun og smíði að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hálfa stöðu. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum úr margs konar efniviði. Hrafnagilsskóli hefur undanfarin ár unnið með skógarverkefni sem byggir m.a. á samþættingu smíða og hönnunar við aðrar greinar. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2018.
Skólaliði og starfsmaður í frístund
Óskum eftir að ráða skólaliða og starfsmann í frístund að Hrafnagilsskóla. Ráðið er frá 15. ágúst 2018.
Leitað er eftir starfsmönnum sem:
• Sýna metnað í starfi.
• Vinna í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
• Eru færir og liprir í samskiptum.
• Sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209 eða með netpósti á netföngin, hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.
Töfrabragðanámskeið með Einari Mikael – Eitt námskeið fyrir 6-12 ára.
Á námskeiðinu læra börnin ótrúlega galdra og magnaðar sjónhverfingar. Í lok námskeiðsins setja börnin upp sína eigin töfrasýningu ásamt Einari Mikael. Námskeiðið verður fimm skipti eða daglega frá 28. maí til 1. júní, kl. 14:00-15:30 í Hrafnagilsskóla. Verð 9.900 kr., allt námskeiðsefni innifalið. Hægt er að greiða með millifærslu eða á námskeiðinu. Til að skrá sig er nóg að mæta í fyrsta tímann 28. maí eða senda póst á tofrahetjurnar@gmail.com.
Frekari upplýsingar veitir Einar Mikael í síma 765-4135 eða tofrahetjurnar@gmail.com.
Opið á Lamb Inn um helgina
Veitingastaðurinn verður opinn á föstudag og laugardag frá kl. 18:30–21:00.
Sumarmatseðillinn í gangi.
Sími 463-1500