Auglýsingablaðið

975. TBL 30. janúar 2019 kl. 10:30 - 10:30 Eldri-fundur


Endurmenntun LbhÍ

Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur.
Haldið í samstarfi við Vinnueftirlitið. Bóklegt námskeið sem veitir réttindi til að taka verklegt vinnuvélapróf á vinnuvélar í réttindaflokki "I" og lyfturum í flokki "J".
7.-8. feb. kl. 10:00-17:00 í Ýdölum.

Námskeið um meðferð varnarefna.
Ætlað þeim sem bæði vilja öðlast notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörur vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju og fyrir útrýmingarefni vegna notkunar við eyðingu meindýra.
Hefst 4. mars hjá LbhÍ í Reykjavík.
www.lbhi.is/namskeidendurmenntun@lbhi.is • 433-5000.

Aðalfundur – Kvenfélagið Hjálpin
Hjálpin verður með aðalfund sinn 10. febrúar nk. á Lambinn kl. 20:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og er áhugasömum velkomið að koma og kynnast starfsemi félagsins.
Stjórnin

Jörp meri týnd og tröllum gefin!?!
Mig vantar jarpa meri, á fjórða vetri, sem skilaði sér ekki af fjalli í haust og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Það myndi gleðja mitt gamla hjarta ef einhver veit hvar hún er. Endilega hafið samband í síma 893-2842, Vilberg.

Upphitun 
Við hitum upp fyrir þorrablót. Opið spor í skíðabrautinni við Gamla bæinn Öngulsstöðum á laugardaginn kl. 11:00 fyrir hádegi. Komum saman og tökum tvær til þrjár áttur í brautinni. Kakó og kringlur í boði húsráðenda í Gamla bænum að göngu lokinni. Ath; engum vísað frá þó ekki sé verið að fara á blótið 😊 
Ragnheiður og Jóhannes Gamla bænum.


Danskennsla fyrir fullorðna!

Byrjendanámskeið í dansi að hefjast og einnig fyrir þá sem hafa smá grunn og vilja læra meira (búin með ca. 1-2 námskeið). Kennt verður á þriðjudögum kl. 19:30 og 21:00 í Laugarborg. Þetta verða 8 skipti og við byrjum 5. febrúar. Kenndir eru hinir ýmsu dansar sem allir þurfa að kunna til að verða ballfærir. Dansar eins og Cha cha, Jive, Tjútt, Samba, Vals o.fl. já og ekki má gleyma gömlu dönsunum Skottís, Ræl og Polka.
Fyrir utan hvað það er hollt að dansa þá er þetta hin mesta skemmtun, og munið að dansinn lengir lífið 😊
Nánari upplýsingar og innritun er í síma 891-6276 (á kvöldin).
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir danskennari.


Lína Langsokkur í Freyvangsleikhúsinu! - SÍÐUSTU SÝNINGAR

19. sýning 2. febrúar kl. 14:00 - MINNINGARSÝNING
20. sýning 3. febrúar kl. 14:00
21. sýning 9. febrúar kl. 14:00
22. sýning 10. febrúar kl. 14:00
23. sýning 16. febrúar kl. 14:00 - LOKASÝNING

Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is.
Nánari upplýsingar á Freyvangur.is.


Gestgjafar Volare „græða á tá og fingri“ í febrúar og mars 😉

Bókaðu kynningu og vertu gestgjafi eina kvöldstund.
Hver kynning tekur 1-2 klst. og boðið er upp á handadekur.
Nánari upplýsingar í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.


Snyrtistofan Sveitsæla
Síðasti séns að panta snyrtingu fyrir blótið !!! Örfáir tímar lausir.
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni á Lamb Inn Öngulsstöðum.
Er með opið mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga kl. 9:00-16:00, fimmtudaga kl. 9:00-16:00 og föstudaga kl. 9:00-15:00.
Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook.

Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Var að fá skemmtilegar gjafapakkningar og dásamlegu Tranquillity olíuna sem allir elska. Vörurnar eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf í snyrtingu eru tilvalin gjöf, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og danskennari.


Nýtt Galdranámskeið með Einari Mikael – byrjenda- og framhaldsnámskeið
Tvö námskeið eru í boði fyrir þá sem hafa ekki komið áður og síðan framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa komið áður. Á námskeiðinu læra börnin ótrúlega galdra og magnaðar sjónhverfingar. Þau fá innsýn inní hinn dularfulla heim töframanna. Þau læra undirstöðuatriði í töfrabrögðum, einfalda og skemmtilega spilagaldra, hugsanalestur og sjónhverfingar.

Staðsetning: Rósenborg Akureyri.
Dagsetning: helgarnámskeið 16. til 17. febrúar.
Nýtt námskeið fyrir byrjendur: kl. 11:00 til 12:30, tvö skipti.
Framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa komið áður: kl. 13:00 til 14:30.
Aldur: 6 til 12 ára.
Verð: 6.000 kr. allt námskeiðsefni innifalið. Greiða þarf fyrir námskeiðið fyrir fyrsta tíma.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á galdranamskeid@gmail.com með nafni og aldri.
Meiri upplýsingar inná www.facebook.com/einarmikael

Getum við bætt efni síðunnar?