Auglýsingablað 1212. tbl. 15. árg. 11. október 2023.
Laus staða við Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit
Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.
Stuðningsfulltrúi á yngsta stigi og starfsmaður í frístund
Óskum eftir að ráða starfsmann í 50 - 65% starfshlutfall. Um er að ræða stuðning með nemanda í 1. bekk og vinnu í frístund.
Hæfniskröfur starfsmanns:
➢ Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
➢ Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk.
➢ Sýnir hæfni í mannlegum samskiptum.
➢ Sýnir frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
➢ Hefur gott orðspor og athafnir á vinnustað samrýmast starfinu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um stöðuna með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð með netpósti á netföngin hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum fyrir 15. október vegna úthlutunar úr sjóðnum 1. nóvember næstkomandi.
Tilgangur Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar er að styrkja menningarverkefni í Eyjafjarðarsveit, að leggja til framlag til kaupa á listaverkum fyrir Eyjafjarðarsveit, að styrkja listamenn, félög og fræðimenn og aðra þá sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni og að fjármagna þau sérverkefni sem sjóðsstjórn kann að ákveða hverju sinni.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is
Kæru sveitungar
Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega.
Því óskum við eftir að fá sent til okkar t.d. skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins eru ábendingar vel þegnar um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni, jafnvel ljósmyndir fyrr og nú, samanburð af húsum eða sjónarhorni, hvað eina sem ykkur dettur í hug og gæti átt erindi í Eyvind.
Kær kveðja frá ritnefnd
Benjamín Baldursson s: 899-3585, tjarnir@simnet.is
Berglind Kristinsdóttir s: 693-6524, berglind@esveit.is
Arnbjörg Jóhannsdóttir s: 894-6922, kvistar@internet.is
Snæfríð Egilson, snaefrid66@gmail.com
Arnór Bliki Hallmundsson s: 864-8417, hallmundsson@gmail.com
Kvöldhelgistund í Möðruvallakirkju sunnudagskvöldið 15. október kl. 20:00
Við komum saman í rökkrinu næstkomandi sunnudagskvöld í hinni fögru Möðruvallakirkju. Kirkjukór Grundarsóknar syngur kvöldsálma undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Umhugsunarefni kvöldsins verður lífshamingjan í víðu samhengi.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Bleikar laxaflugur til styrktar KAON
Hægt verður að kaupa bleikar laxaflugur frá BM flugum í október á 1.000 kr./stk. og rennur þúsundkallinn óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Pantanir í síma 866-2796 eða á hronn1971@gmail.com, Hrönn.
Vetrarfagnaður 28. október í Laugarborg
Kvenfélagið Iðunn efnir til vetrarfagnaðar fyrir sveitunga og gesti þeirra með hangikjötsveislu, skemmtun og dansleik fyrsta vetrardag, þann 28. október nk.
Um leið er þetta fjáröflunarsamkoma þar sem allur ágóði rennur til að styrkja björgunarsveitina Dalbjörgu til að endurnýja talstöðvar sínar.
Nánari auglýsing m.a. um miðasölu kemur í næstu viku.
Dagbókin Tíminn minn 2024
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2024 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum, vinkonum og öllum öðrum sem vilja eignast svona eigulega dagbók.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/astast@simnet.is
Hrönn í síma 866-2796/idunnhab@gmail.com