Sveitarstjórnarfundur
518. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 28. júní og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Kæru sveitungar
Sunnudaginn 1. júlí verður kvenfélagið Hjálpin með glæsilegt kökuhlaðborð, kr. 2.000.- fyrir manninn, á Kaffistofu safnsins milli kl. 14:00 og 17:00.
Verið hjartanlega velkomin, stúlkurnar á Smámunasafninu.
Snyrtistofan sveitasæla - Verð í sumarfríi 3. - 20. júlí !!!
Pantið því tímanlega ef þið viljið fá snyrtingu fyrir þann tíma.
Tilboð á fótsnyrtingum í júní. Ef þú átt erfitt með að beygja þig og snyrta á þér fæturnar eða ert með þykkar neglur sem erfitt er að klippa, þá er ég með réttu klippurnar og fótabor sem sléttir og jafnar þykkar neglur. Í lok fótsnyrtingar fær kúnninn dásamlegt fótanudd með hágæða fótakremi sem mýkir húðina og gefur henni næringu. Ég hvet alla þá sem ekki hafa farið í fótsnyrtingu að prufa að koma og ég þori að lofa vellíðan á líkama og sál á eftir.
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði og gjafabréf sem eru hentug gjöf við öll tækifæri. Til að nálgast gjafabréf eða panta tíma þá hringið í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og danskennari.
Sögustund með Sólarljósinu fyrir börn á aldrinum 4 – 12 ára
Miðvikudaga frá 27. júní – 8. ágúst kl. 10:00 – 12:00.
Sigga Sólarljós býður börnum að koma í indíánatjaldið og fræðast og heyra um sögur af indíánum, menningu og siðum, um náttúruna, blómin, álfana, tröllin og margt fleira. Förum í gönguferðir og skoðum jurtir og steina.
Hvaða jurtir eru ætar og hverjar ekki. Klæðumst eftir veðri.
Verð: 1.000,- isk pr/barn, systkinafsláttur.
Upplýsingar og skráning í síma 863-6912.
Fræðslustund með Sólarljósinu
Miðvikudaga frá 13. júní – 15. ágúst kl. 20:00 – 22:00.
Viðfangsefnið er að vinna með sjálfa/n sig til þess að skapa jafnvægi og innri frið. Finna innri ró og að vera, læra að tengja sig við núið, uppgötva eigin flóttaleiðir og blekkingar.
Hvernig finn ég styrk minn og hvernig sætti ég mig við veikleika mína?
Hvernig jarðtengi ég mig og hvernig skynja ég og hef samskipti við náttúruna og allt hennar líf?
Hægt er að koma í eitt skipti eða fleiri, viðfangsefnið verður mismunandi, þar sem við tökum fyrir, gildi, ábyrgð, virðingu, heiðarleika, traust og margt fleira. Allt til þess gert að finna jafnvægi. Verð 1.000,- kr. Upplýsingar og skráning í síma 863-6912.