Handverkshátíð 9.-12. ágúst 2013
Undirbúningur Handverkshátíðarinnar stendur sem hæst.
Heimildarmynd um Handverkshátíð og landbúnaðarsýningu 2012 var sýnd á RúV þann 30. júlí s.l. í framhaldi af
því verður myndin einnig sýnd á N4 þriðjudaginn 6. ágúst og síðan reglulega dagana 10.-12. ágúst.
Við hvetjum íbúa Eyjafjarðarsveitar til að fjölmenna á sýninguna svo og í grillveislu og kvöldvöku laugardagskvöldið 10.
ágúst. í ár mun Greifinn mæta með grillvagninn sinn og aðstoða Umf. Samherja og Hjálparsveitina Dalbjörgu með glæsilegt
grillhlaðborð.
á kvöldvökunni verða veislustjórar þau Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson. þar munu koma fram óskar
Pétursson, Karlakór Eyjafjarðar og nýstirnin Sister Sister sem skipuð er Clark systrunum.
á heimasíðu hátíðarinnar http://www.handverkshatid.is/ er nú þegar hægt að
sjá sýnendur, skipulag svæðisins og dagskrá sýningarinnar.
Bestu kveðjur, stjórn Handverkshátíðar við Hrafnagil 2013
Vinna á Handverkshátíð
Nú styttist í Handverkshátíðina en hún er lang stærsta tekjulind Ungmennafélagsins Samherja sem sjá m.a. um veitingasölu. Stjórn
Ungmennafélagsins hefur undanfarið verið að hringja í félagsmenn og óska eftir vinnuframlagi í formi vinnu í eldhúsi/veitingasölu auk
þess sem baka þarf kökur sem verða seldar á staðnum. Ef einhver hefur orðið útundan á úthringilistanum okkar og er tilbúin til
að taka þátt er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við formann stjórnar, Valgerði í síma 862-7854 sem fyrst. Við minnum á
að allir geta tekið þátt, jafnt fullorðnir sem börn.
Munum að margar hendur vinna létt verk :-)
Kálfasýning á Handverkshátíð
Enn er hægt að skrá keppendur til leiks í kálfasýningu FUBN á Handverkshátíð, sem verður laugardaginn 10. ágúst n.k.,
klukkan 14:00 á húsdýrasýningarsvæðinu. Keppt verður í flokknum 14 ára og yngri um fallegasta kálfinn, best tamda kálfinn og svo
að lokum fær sá kálfur sem flottastur er fyrir alla eiginleika titilinn Gullkálfurinn 2013.
Hægt er að skrá keppendur í tölvupósti á netfanginu grk@est.is eða í síma 862-6823 til
föstudagsins 9. ágúst.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja við skráningu:
Fullt nafn keppanda, aldur og heimilisfang, nafn, númer og ætterni kálfs (nöfn á föður og móður). Við hvetjum alla til að skrá
sig :-)
Stjórn FUBN
Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
þann 6. ágúst n.k. verður lokaganga sumarsins. Farið verður Eyjafjarðarbakka norður.
Eftir gönguna væri gott að fá sér kaffi í Silvu. Vonumst til að sjá sem flesta.
Hvað er betra en að bjóða gestum upp á ljúffenga soðningu um verslunarmannahelgina?
Karlakór Eyjafjarðar hefur til sölu
sigin fisk, keyrum heim eftir pöntunum. Lysthafendur hafi samband við Hannes í síma 893-5979 eða Gunnar í síma 893-7236. Pantanir verða svo afgreiddar
fljótt og örugglega.
Meðhöndlun á dýraleifum
Dýraleifar má setja í gáminn við Stíflubrúna og er þeim ekið til urðunar við Stekkjarvík í Húnavatnssýslu.
Mikilvægt er að reyna að koma í veg fyrir mikla gasmyndun í dýraleyfum sem flutt eru til urðunar og því þarf að stinga á vambir
dýranna með beittum sting, áður en hræið er sett í gáminn. Gatið þarf ekki að vera stórt en ef þetta er gert er hægt
að koma í veg fyrir verulega gasmyndun sem getur orðið. Ekki er verið að tala um að rista á kviðinn þannig að allt leki út. Gámurinn
er fluttur vestur á fimmtudagsmorgnum en er kominn aftur á sinn stað undir hádegi. Ferðum verður síðan fjölgað í
sláturtíðinni.
Urðunarstaðurinn í Stekkjarvík. Norðurá bs.
Sumardagur á sveitamarkaði, alla sunnudaga í sumar til 18. ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem
boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu. Markaðurinn er á torgi Gömlu
Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11:00. áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700
(Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur
Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum
kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar,
safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar
veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi og http://silva.is/
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;-)
íbúð/hús óskast
Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir íbúð/húsi til leigu sem fyrst. Skilvísum greiðslum heitið. Erum reyklaus og reglusöm.
Upplýsingar á netfangið; stinastud1@simnet.is
Neglur í Naglaskúr HAB Ef í sætar tásur löngun er
endast bara nokkuð vel ;-) með lit eða lakk fyrir lítið fé.
Viltu glimmer / litað french? þá nældu í tíma, nægur
er Hrönn A.B.
Valkvíði er alveg séns! í Naglaskúr
HAB 866-2796