Auglýsingablaðið

643. TBL 31. ágúst 2012 kl. 09:39 - 09:39 Eldri-fundur

Göngur 2012 - leiðrétting
1. göngur verða 1.-2. sept. frá Fiskilæk að æsustaðatungum. þaðan inn úr og vestan Eyjafjarðarár verða þær 8.-9. sept. Vaðlaheiði og Fiskilækjarfjall ytra verða síðan smöluð 15. sept.
2. göngur verða 15. sept. frá Fiskilæk að Mjaðmárdal, en 22. og 23. sept. frá Möðruvallafjalli og suður úr og vestan Eyjafjarðarár. Norðan Fiskilækjar verða 2. göngur 29. sept.
Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.  Fjallskilanefnd


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Vetrarstarf bókasafnsins hefst á mánudag og verður með sama sniði og í vetur. Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum. Hvernig væri að skreppa á safnið og finna sér góða bók til að lesa í haust og kíkja aðeins í nokkur tímarit í leiðinni? Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 9:00-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð


Frá Smámunasafninu
þann 16. september er síðasti fasti opnunardagur safnsins á þessu ári, eftir það er hægt að panta fyrir hópa í síma 865-1621 eða á netfangið stekkjar@simnet.is.
Við bjóðum 25% haustafslátt af antikmunum s.s. búsáhöldum, skrautmunum, skóm, lopapeysum, myndum t.d. eftirprentun af Akureyri eins og hún leit út 1862 og fleiru og fleiru. Svo eru nokkur stofublóm sem óska eftir nýju heimili.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn - starfsfólk Smámunasafnsins


Aðalfundur Freyvangsleikhússins
-verður haldinn í Freyvangi miðvikudaginn 5. september kl: 20.  Hefðbundin aðalfundarstörf. Vetrardagskráin kynnt. Nýir félagar velkomnir.   Stjórnin


Er ekki kominn tími til að dansa gott fólk !
Er að byrja með 8 vikna námskeið um miðjan september og verður kennt á þriðjudagskvöldum og fimmtudagskvöldum. Dönsum tjútt, cha cha, jive, samba, enskan vals, tangó, gömlu dansana og ýmsa aðra skemmtilega dansa. Hreyfing sem er holl og góð fyrir alla. Byrjendur og hjón-framhald (hópur B) verða á þriðjudagskvöldum. Hjón-framhald (hópur A) og Dansklúbburinn eru á fimmtudagskvöldum. ég tek það fram að þó ég tali um hjón þá er ekki skylda að hafa maka en gott að hafa einhvern á móti sér. Nú ef þið hafið engan þá er aldrei að vita nema ég geti reddað því, þannig að um að gera að skrá sig. Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276 hjá Elínu dans, eftir kl. 17.00 alla daga.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest.    Elín Halldórsdóttir danskennari


Til sölu
Stór hornsófi með svefnsófa í, fæst fyrir lítið.    Silla sími 864-1727


Tímabundin atvinna
Okkur vantar duglegan og hraustan strák í tímabundna vinnu við ýmis tilfallandi störf hér á Garðyrkjustöðinni. Tilvalið með skóla í nokkrar vikur. áhugasamir hafi samband við önnu í Brúnalaug í síma 848-8479


Aliandarungar
Er með 11 stk. aliandarunga 1 og 1/2 mánaða, ókyngreinda til sölu. Verð 1000 kr. stk. Er einnig með 5 stk. af 3ja mánaða gömlum, ókyngreindum ungum. Verð 2000 kr. stk. áhugasamir hringi í Vilborgu í Tjarnagerði 899-6290 og minnsta málið að koma og skoða 


Týndur köttur
Hefur einhver séð köttinn Brand ? Hann hvarf héðan úr Brúnalaug 3. ágúst síðastliðinn og hefur ekki sést síðan. Brandur er stór og vinalegur högni, bröndóttur og með hvítar hosur. Hann er merktur í eyra. Ef þið hafið séð hann endilega hringið í önnu í Brúnalaug í síma 848-8479 eða sendið tölvupóst í brunalaug@simnet.is


Breyttur opnunartími Silvu
Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 12:00-18:00.
Pöntunarsími utan opnunartíma: 851-1360
Nú er þetta indæla sumar að líða undir lok og hausthúmið að taka við. Við viljum þakka fyrir þær frábæru móttökur og góða umtal sem við höfum fengið allt frá opnun staðarins þann 19. maí.
     Frá og með 1. september tekur vetraropnunin við. Opið verður á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 18:00. Utan opnunartíma er hægt að hringja og panta borð eða mat til að taka með heim skv. samkomulagi hverju sinni. Pöntunarsíminn er: 851 1360.
     í vetur bjóðum við áfram upp á matarmiklu súpurnar okkar, eldaða grænmetisrétti, hráfæðirétti, hristinga, safa og svo auðvitað lífrænt kaffi og kökur af ýmsu tagi. Minnum á að hveitigras- engifer- og úlfaberjaskotin okkar eru frábær vörn gegn haustpestunum sem nú þegar virðast komnar í gang.
Námskeið í gerð grænmetis- og hráfæðirétta hefjast eftir miðjan september og verða auglýst nánar í fjölmiðlum, á facebooksíðu Silvu og heimasíðunni en þar verður einnig hægt að skrá sig.     www.silva.is   / silva@silva.is / sími: 851 1360
Verið velkomin, starfsfólk Silvu Syðra-Laugalandi efra Eyjafjarðarsveit


Göngur og réttir
Allir smalar takið eftir!  á laugardagskvöldið verður svaka tilboð á Kaffi kú:
matarmikil gúllassúpa og einn kaldur(léttöl) á 2200 kr.
Létt kráarstemmning verður síðan fram á nótt en hafi menn áhuga verður kassagítar á staðnum. Búið er að útbúa hólf fyrir gæðingana eða bara hvern sem er á túninu neðan við kaffihúsið.        Breyttur opnunartími:
Sunnudag-Föstudag: 14-18
Laugardag 14-01
Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?