Auglýsingablað 1152. tbl. 14. árg. 3. ágúst 2022.
Sveitarstjórnarfundur
591. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. ágúst og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lausar stöður í Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Tónmenntakennari, afleysing frá október 2022
Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum tónlist og tónsköpun. Hrafnagilsskóli hefur verið leiðandi í öflugu tónlistarstarfi á landsvísu. Í skólanum er m.a. samþætting tónlistar við hinar ýmsu námsgreinar og söngur á daglegum samverustundum. Ráðið er í starfið frá október 2022 og nær ráðningin til 31. júlí 2023. Reynsla af kennslu og vinnu með börnum er æskileg.
Leitað er eftir tónmenntakennara sem;
- er tónlistarmenntaður.
- sýnir metnað í starfi.
- býr yfir frumkvæði, skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
- vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
Karlkyns starfsmaður í íþróttamiðstöð og skólaliði
Óskum eftir að ráða starfsmann í baðvörslu í karlaklefa sundlaugar og íþróttahúss. Viðkomandi sinnir einnig störfum sem falla undir starfssvið skólaliða grunnskóla. Um er að ræða 80% starfshlutfall. Starfsmaður vinnur fjóra virka daga í viku frá klukkan 6:00 til klukkan 14:00. Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða og geta hafið störf sem fyrst.
Leitað er eftir starfsmanni sem;
- sýnir metnað og sjálfstæði í starfi.
- vinnur í góðri samvinnu við sundlaugargesti, starfsfólk og nemendur.
Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209.
Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2022 og sótt er um með því að senda netpóst á netföngin, hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
Bæjakeppni Funa 2022 – opið íþróttamót
Bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum 3. ágúst og hefst kl. 19:00, skráning byrjar kl. 18:00.
Keppt verður í Pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki.
Sjoppan opin og allir velkomnir.
Hestamannafélagið Funi.