Auglýsingablað 1046. tbl. 12. árg. 11. júní 2020.
Auglýsing um forsetakosningar laugardaginn 27. júní 2020
Frá 16. júní til og með 26. júní liggur kjörskrá vegna forsetakosninganna frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skóltröð 9. Opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá kl. 10:00 – 14:00.
Athugasemdir skulu berast sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
Allar nánari upplýsingar um framkvæmd forsetakosninganna fást hjá Eyjafjarðarsveit í síma 463-0600 og á upplýsingavefnum www.kosning.is.
Sveitarstjóri.
Hugum að girðingunum
Sveitarstjóri vill minna bændur og aðra landeigendur á að nýta þá góðu tíð sem fram undan er og sumarið allt til að huga að girðingum sínum og landareignum.
Nokkuð hefur borið á því í haust og vetur að fé og hross hafi komist milli svæða vegna illa hirtra girðinga og hvet ég því eigendur þeirra girðinga til að huga vel að þeim í sumar og endurnýja þar sem þörf er á. Virðum nágrannana.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
UMF Samherjar - borðtennis í sumar!
Í sumar verða opnir borðtennistímar fyrir alla aldurshópa milli kl. 10:30 og 12:00 á sunnudögum. Það er ekki þjálfun á þessum tímum og börn verða að mæta í fylgd með fullorðnum sem spila við þau. Það gengur ekki að ung börn mæti einsömul.
Sjáumst kát og glöð.
UMF Samherjar - fótbolti í sumar!
Fótboltaæfingar hefjast 9. júní. Þjálfari er Ágúst Örn Víðisson. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 17-18 fyrir 6 til 8 ára og kl. 18-19 fyrir 9 til 12 ára. Athugið börn á 6. aldursári eru velkomin á æfingarnar. Til að byrja með verður skráning á staðnum en til stendur að innleiða Nóra kerfið í okkar félagsstarf í sumar og skráningar færðar inn í gegnum Nóra. Nánari upplýsingar um Nóra og æfingagjöld sumarsins verða kynnt síðar.
UMF Samherjar - frjálsar í sumar
Frjálsar íþróttir hefjast mánudaginn 15. júní. Þjálfari er Guðmundur Smári Daníels¬son. Boðið verður upp á frjálsar íþróttir á vellinum fyrir neðan íþróttahúsið tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 14-15 fyrir 6-8 ára og kl. 15-16 fyrir 9-12 ára. Börn sem verða 6 ára á árinu (2014) eru auðvitað velkomin! Athugið að það er frí á 17. júní. Skráning hjá þjálfara á staðnum til að byrja með - þar til við tökum upp Nóra kerfið. Verður kynnt síðar ásamt æfingagjöldum.
Hestamannafélagið Funi auglýsir: Reiðnámskeið með TREC ívafi
Námskeiðið er fyrir börn og unglinga og hentar þeim sem hafa litla eða enga reynslu af TREC. Nemendur koma með eigin hross og kennsla fer fram á Melgerðismelum, ýmist innan- eða utandyra. Leiðbeinandi er Anna Sonja Ágústsdóttir. Fyrstu tímar fara fram 13. og 14. júní og í framhaldinu verða fundnir hentugir tímar til áframhaldandi kennslu. Stefnt er á að ná samtals 8 kennslustundum og enda svo með smá þrauta¬brautarsýningu fyrir foreldra. Funi ber allan kostnað af námskeiðinu fyrir þá sem eru skráðir í félagið. Skráning og nánari upplýsingar hjá Önnu Sonju s: 846-1087/463-1262 og annasonja@gmail.com.
Hjálparsveitin Dalbjörg
Aðalfundur 2020 verður haldinn laugardagskvöldið 13. júní, kl. 19:30 og verður að þessu sinni haldin á Kaffi Kú
. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar¬störf. Veitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta.
Nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Ljúf morgunstund á Ásum
Indæll morgunverður í sveitinni. Fullkomin gæðastund fyrir fjölskyldu, vinina eða aðra hópa. Bóka þarf fyrirfram hjá asar@asarguesthouse.is eða í síma 863-1515 (Hrefna).
Úti-yoga við sundlaugina
Litla yogastofan í samvinnu við Sundlaugina á Hrafnagili býður yogatíma undir berum himini fyrir opnun laugarinnar sunnudaginn 14. júní. Yogatíminn byrjar kl. 9:00 og lýkur kl. 10:00. Í tímanum verður mjúkt og styrkjandi flæði og honum lýkur með leiddri djúpslökun. Ef þú átt yogadýnu taktu hana þá með þér. Ef þú átt ekki dýnu þá verða nokkrar yoga-dýnur á staðnum ásamt teppum og púðum.
Þar sem þessi tími er prufutími greiðir þú aðeins aðgangseyri í sundlaugina fyrir yogatímann. Þú þarft ekki að skrá þig, bara mæta á dýnuna á næsta sunnudag kl. 9:00. Vertu velkomin/n í nærandi byrjun á sunnudeginum með yoga og sund- eða pottaferð.
Ingileif Ástvaldsdóttir, yogakennari.
Endurnærandi kakóathöfn með djúpri slökun og tónheilun.
Hjartanlega velkomin í hjartaopnandi kakóathöfn með slökun og tónheilun í Gaia hofinu föstudaginn 12. júní kl. 20.00-22.00. Lögð verður áhersla á hreinsun og heilun þar sem við leyfum hreinni tíðni að hreinsa, virkja og endurnæra frumur likamans. Verð 3.500 kr. Takmarkaður fjöldi, skráning í skilaboðum eða netpóst
Gaia God/dess Temple Gaia hofið í sérstöku hand útskornu Yurt, athafnir, námskeið, dans/hreyfing i núvitund, djúpslökun og tónheilun með helgum hljóðfærum fyrir einstaklinga, pör og hópa. Iceland Yurt, einstök gisting í einangruðu mongólíutjaldi með viðarofni og stórkostlegt útsýni. Solla 8576177, Leifsstaðabrúnum 15, 605 Akureyri. info@icelandyurt.is / www.icelandyurt.is.
Snyrtistofan Sveitasæla
Er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum. Sumarlokun verður 17. júní-28. júní og 15. júlí-3. ágúst. Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir og verð eru inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu.
Er með opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstu¬daga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.
Lamb-inn
Opnum veitingastaðinn okkar um helgina 12. til 14. júní. Meðan við bíðum eftir Matt og Auroru Wickstrom munum við njóta þjónustu frábærra matreiðslumanna. Garðar Kári Garðarsson margfaldur meistari býður upp á matarupplifun föstudag til sunnudags fyrir alla fjölskylduna. Opið frá kl. 18:00 til 21:00. Afsláttur á mat fyrir hjólreiðafólk.
Opnunartilboð á gistingu með morgunverði. Tveggja manna herbergi með baði: Ein nótt á 18.000 tvær á 28.000 og þrjár á 33.000.
Pantanir á lambinn@lambinn.is eða í 463 1500. Nánari upplýsingar á www.lambinn.is.