Auglýsingablaðið

465. TBL 20. mars 2009 kl. 10:55 - 10:55 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudaginn 22. mars  n. k. kl. 11:00. er messa í Grundarkirkju.
Guðsþjónustan er tileinkuð frú Sigríði Schiöth sem var lengi organisti við kirkjuna og verða nokkur laga hennar flutt af því tilefni.
í lok athafnar ætla börn frú Sigríðar að afhenda prestakallinu lagasafn hennar að gjöf.
Megi sem flestir gefa sér tíma til að heiðra minningu frú Sigríðar.

Sóknarprestur




Aðalfundur

Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldin að Sandhólum laugardaginn 28 mars kl 1300 Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og meðlæti.

Nefndin.




Aldan-Voröld

Skemmtikvöld í Eyrarlandi hjá Elvu fimmtudaginn 26. mars kl. 20.
Nánar í tölvupóstinum ykkar.
Stjórnin



Fundarboð

Búnaðarfélög öngulsstaðahrepps og Hrafnagilshrepps boða til aðalfunda sinna í Hlöðunni á öngulsstöðum mánudaginn 23. mars 2008 kl. 11.00.

Dagskrá:
     Venjuleg aðalfundastörf
     Súpuhlé
     Gestir með erindi: Guðmundur Steindórsson með niðurstöður úr skýrsluhaldi í nautgriparækt 2008 og kynbótamat nauta og Sigurgeir Hreinsson með fréttir af Búnaðarþingi og ýmsan annan fróðleik er varðar landbúnað.
     Umræður og önnur mál

Stjórnir félaganna.




Aðalfundur Munkaþverársóknar

Aðalfundur sóknarnefndar Munkaþverárkirkju verður haldinn á Rifkelsstöðum (Gunnar og Vala) þriðjudaginn 24. mars kl. 20:30.

Sóknarnefnd





Frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar

þeir sem hyggja á skjólbeltaræktun í vor og eru íbúar í fyrrum öngulsstaðahreppi, geta sótt um styrk í sjóðinn.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2009. þeir aðilar sem fengu vilyrði fyrir styrk s. l. vor en komust ekki í skjólbeltaræktun þá, eru beðnir um að endurnýja umsóknir ef þeir ætla að fara í framkvæmdir á sumri komanda.

Stjórn S. K. J.
Getum við bætt efni síðunnar?