Auglýsingablaðið

1015. TBL 06. nóvember 2019


Sveitarstjórnarfundur

538. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 14. nóvember og hefst hann kl. 15:00. 
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Danssýning í Hrafnagilsskóla

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla.
Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans föstudaginn 8. nóvember kl. 13:10.
Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara.
Allir hjartanlega velkomnir.


Vistorka ehf.
stendur fyrir fundi um verkefni sem tengjast nýtingu á úrgangi í Eyjafirði til framleiðslu á metani.
Fundurinn verður haldinn í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00.
Boðið verður upp á kaffi og kökur.

Dagskrá: 
Norðurorka: Hauggasvinnsla á Glerárdal - Sunna Guðmundsdóttir
Vistorka: Metan II, nýting á kúamykju – Hákon Stefánsson og Guðmundur H. Sigurðarson
Efla: Metan úr svínamykju – Börkur Smári Kristinsson
Orkusetur: Metanveita – Sigurður Ingi Friðleifsson
Spjall og skoðanaskipti


Menningararfur Eyjafjarðarsveitar

Nóvemberfundurinn verður laugardaginn 9. nóvember kl. 10:00 í Félagsborg. 
Umræðuefni: Geymsla matvæla - matjurtaræktun.
Fundarstjórn.

Leiðalýsing 2019
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir eru settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. 
Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra. 
Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.500.-
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.

Óska eftir húsnæði undir vinnustofu
Þar sem ég er að missa húsnæði það sem ég hef haft sem vinnustofu til margra ára langar mig að auglýsa eftir húsnæði í sveitinni til kaups eða leigu, helst undir eldsmiðju og vinnustofu þar sem ég stunda ýmist handverk m.a. hnífasmíði o.fl.
Þetta mega vera gömul útihús eða nánast hvað sem er, skoða allt. Þarf ekki að vera merkilegt hús og má þarfnast mikillar lagfæringar. Uppl. í síma 660-6291 eða á hornyviking@simnet.is. Guðmundur Örn, Laugartröð 7, Hrafnagilshverfi.

Íbúð laus frá 1. desember til 30. apríl
Kjallaraíbúðin okkar á Öngulsstöðum er laus tímabundið frá 1. desember nk. til 30. apríl 2020.
Áhugasamir hafi samband við Kalla í síma 691-6633.


Iðunnarkvöld 14. nóvember í Félagsborg kl. 20:00

Að þessu sinni verður sýnikennsla í súrkálsgerð. 
Kaffi og smá með því í boði 3. flokks.
Nýjar konur ávallt velkomnar og eindregið hvattar til að koma og kynna sér félagið.
Vonumst til að sjá sem flestar. 
Bestu kveðjur, 3. flokkur Kvenfélagsins Iðunnar.


Jólamarkaður í Laugarborg laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00-17:00

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum og fyrirtækjum, hvaðan sem er af landinu, með t.d. hönnun, handverk og/eða matvöru.
Húsið opnar fyrir seljendur kl. 10:00. Hvert borðpláss á 4.000 kr. Borðin eru 170 cm á breidd og 70 cm á dýpt. Markaðurinn verður auglýstur í N4 blaðinu. 
Borðapantanir og nánari upplýsingar hjá Hrönn í síma 866-2796 eftir kl. 17:00 virka daga, eða í tölvupósti á lions.hronn@gmail.com, fyrir 10. nóvember.
Lionsklúbburinn Sif verður með veitingasölu.
Allur ágóði rennur í líknarsjóð. 

 

Má bjóða þér að taka þátt í að gera 7. desember eftirminnilegan í Eyjafjarðarsveit?
Ferðaþjónustuaðilar í ferðamálafélaginu ætla að hafa opnar dyr hjá sér 7. desember og langar að bjóða þeim sem áhuga hafa að taka þátt. Hafa opið hjá sér og sýna gestum hvað þeir hafa uppá að bjóða, hvort heldur sem er handverk, matargerð, jóga eða hvað annað sem þið eruð að bardúsa. Einnig er hægt að sameinast stærri aðilum ef það hentar betur. Upplagt að vera klár með gjafabréf til sölu í jólapakkana. Dagurinn verður vel kynntur í fjölmiðlum. Endilega sendið okkur email á sesselja@kaffiku.is fyrir 15. nóvember með upplýsingum um hvað þið hyggist bjóða uppá.


Jólatré í Reykhúsaskógi sunnudaginn 10. nóvember kl. 14:00 – 16:00

Við bjóðum fólki að koma og ganga um skóginn og þiggja ketilkaffi eða kakó í rjóðrinu. 
Þeir sem þess óska geta valið sér jólatré úr útvöldum rauðgrenitrjám og merkt sér. Trén verða höggvin stuttu fyrir jól til að tryggja sem best barrheldni þeirra og er ekið heim til kaupenda í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri. Trén sem eru til sölu eru í fjórum stærðum; 1,25/1,5 m, 1,5/1,75 m, 1,75/2 m og yfir 2 metrar og er þá miðað við hæð að efsta greinakransi á trénu. Verð trjánna er eins og áður 5.000, 6.000, 7.000 og 8.000 kr. eftir stærð. Einnig er möguleiki á stærri trjám.
Gengið er upp í skóginn um nokkuð brattann slóða norðan Kristnesspítala. Fólk sem á erfitt með gang eða með lítil börn getur ekið upp slóðann og lagt ofan við brekkuna.
Þeir sem ekki hafa tök á að koma en vilja tryggja sér jólatré geta haft samband í síma 848-1888 eða sent skilaboð á facebooksíðunni Reykhúsaskógur.
Verið hjartanlega velkomin, Anna og Páll í Reykhúsum. 


Snyrtistofan Sveitasæla – Tímapantanir fyrir jólin eru byrjaðar !!!

Er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum. 
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir sem eru í boði og verð eru inná Facebook. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. 
Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. 
Opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 14:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-14:00. Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. 
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og danskennari.


Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu! 
Næstu sýningar:
7. sýning        8. nóv.   kl. 20:00
8. sýning        9. nóv.   kl. 20:00
9. sýning      15. nóv.   kl. 20:00
10. sýning    16. nóv.   kl. 20:00 Minningarsýning
11. sýning    22. nóv.   kl. 20:00
12. sýning    23. nóv.   kl. 20:00
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is. Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?