Hjálparsveitin Dalbjörg hefur verið beðin um að yfirfara þessa skráningu í árlegri reykskynjarayfirferð sinni og vonum
við að íbúar taki vel á móti þeim.
Sveitarstjóri
Kabarett 2009
Freyvangsleikhúsið minnir á Kabarett sem í ár verður 6. og 7. nóvember.
Er HANN yxna?
Er þitt klósett öruggt?
Langar þig í Detox á þverá?
þú færð svör við þessu þegar þú mætir á Kabarett.
Reykskynjarayfirferð og Neyðarkallinn 2009
Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin helgina 7.-8. nóvember. þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara
í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara og einnig er hægt að panta slökkvitæki og sjúkrakassa hjá
okkur.
Einnig munum við hafa Neyðarkallinn til sölu sömu helgi. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við
eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.
Við viljum minna á að ráðlagt er að skipta árlega um rafhlöður í reykskynjurum og nú þegar jólin að nálgast með
jólaljósum og kertum er góður tími til að taka til hendinni í þessum málum. þeim sem ekki verða heima um helgina, en vilja samt
nýta sér þessa þjónustu og kaupa rafhlöður, reykskynjara eða annan búnað bendum við á að hafa samband við Ragnar í
síma 866 0524.
þá verður jafnframt spurst fyrir um hundaeign vegna hundaskráningar sveitarfélagsins.
Bestu kveðjur, Hjálparsveitin Dalbjörg.
Fundarboð.
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fræðslufundar í fjósinu í Garði mánudaginn 2. nóvember kl. 10.30.
þóroddur Sveinsson tilraunastjóri á Möðruvöllum ræðir nýtingu búfjáráburðar. Vonumst til að sem flestir
mæti.
Stjórnin.
æskulýðsstarf Funa
Nú er tíminn til að fara yfir reiðtygin, þvo, bera á og athuga svo hvort allt sé örugglega í lagi. Hittumst i hesthúsinu i Ysta-Gerði
sunnudaginn 1. nóv. n. k. kl.13.00.
þið mætið með reiðtygin ykkar, leðursápa og leðurfeiti er í boði hússins. Höfum notalega stund saman og ræðum
vetrarstarfið.
Hlakka til ad hitta ykkur sem flest. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir. Heitt á könnunni!
Kveðja, Sara Arnbro.
íbúð til leigu
Tveggja til þriggja herbergja íbúð til leigu að öngulsstöðum 3. áhugasamir hafi samband í síma 468 1595, Brynja.
BINGó BINGó BINGó !!
þriðjudagskvöldið 3. nóvember kl. 20:00 ætlar 10. bekkur að halda bingó í stofum 6 og 7 í Hrafnagilsskóla.
Bingóspjaldið verður selt á 300 krónur og veglegir vinningar verða í boði!! í hléinu verða seldar veitingar vaffla m/rjóma og
drykkur (kaffi eða svali) á 350 krónur og sjoppan verður líka opin fyrir sælgætisgrísina. á staðnum verður einnig tombóluborð
og kostar hver miði 100 krónur. Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Allir hjartanlega velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta með bros á vör.
Nemendur í 10.bekk Hrafnagilsskóla
Nú fer að líða að jólum og eflaust margir farnir að huga að jólagjöfunum.
Hvað er betri gjöf en bætt heilsa og aukin vellíðan? Aloe Vera vörurnar frá Forever hafa aukið lífsgæði miljóna manna um heiminn.
Hvetjum alla til að kynna sér vörurnar og fyrirtækið með því að: 1) Hringja: Inda 897-6098, Bjössi 862-6823 ; 2) Kíkja í kaffi:
Finnastaðir ;- 3) Skoða heimasíðuna:
http://inda.forever.is/
Hlökkum til að sjá eða heyra frá ykkur
Kveðja Bjössi og Inda Finnastöðum.
ölduhverfi í Kroppslandi – kynning á aðalskipulagsbreytingu
Haldinn verður kynningarfundur í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi, miðvikudaginn 4. nóv. n.k. kl. 20.30. þar verða kynntar breytingar
á aðalskipulagi þar sem frístundasvæði FS1 og FS2 er breytt í landbúnaðarsvæði. Verslunar- og þjónustusvæði
Vþ4 er fellt niður og frístundasvæðin FS3-FS7 og opin svæði til sérstakra nota OS5 og OS6 er breytt í íbúðarsvæði
þannig að það myndar eina heild með íbúðarsvæði merktu íS3 á núgildandi aðalskipulagi. Hámarksbyggingarmagn
á lóð er 400 m² og nýtingarhlutfall allt að 0,3. Gert er ráð fyrir um 200 íbúðarhúsum í stað 41
íbúðarhúss og 142 frístundalóða. Iðnaðarsvæði I2 að ótilgreindri stærð undir skólphreinsistöð
verður til suðaustan við hið nýja íbúðarsvæði.
Sveitarstjóri.