Eyvindur auglýsir
Lumar þú á áhugaverðu efni sem gæti átt heima í blaðinu okkar? Við leitum að sögum, myndum, frásögum, ljóðum, bröndurum og ýmsu fleiru sem þið, íbúar Eyjafjarðarsveitar, gætuð lumað á. Ef þið liggið á einhverju sem þið viljið deila með okkur þá endilega sendið okkur línu á rosahuna@gmail.com og brynhildurb@unak.is.
Með góðum kveðjum,
ritnefnd Eyvindar
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Minnum á hannyrðastundirnar á bókasafninu á fimmtudögum í vetur frá kl.16.00. Allir eru hjartanlega velkomnir, bæði með handavinnu og án.
Mikið úrval bóka og tímarita til láns og lestrar á staðnum. Fyrstu bækurnar úr jólabókaflóðinu eru komnar á safnið.
Safnið er opið:
Mánudaga kl.10.30-12.30 og 13.00-16.00
Þriðjudaga kl.10.30-12.30 og 16.00-19.00
Miðvikudaga kl.10.30-12.30 og 16.00-19.00
Fimmtudaga kl.10.30-12.30 og 16.00-19.00
Föstudaga kl.10.30-12.30
Freyvangsleikhúsið sýnir fjölskylduleikritið Klaufar og kóngsdætur
Fjölskylduleikritið Klaufar og kóngsdætur var frumflutt árið 2005 í Þjóðleikhúsinu og hlaut Grímuna sem „barnaleikrit ársins“. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson og tónlistarstjóri er Skúli Gautason.
Frumsýning laugardaginn 24. október kl.20.00
2. sýning sunnudaginn 25. október kl.14.00
3. sýning laugardaginn 31. október kl.14.00
4. sýning sunnudaginn 1. nóvember kl.14.00
Miðasala í s. 857-5598 www.freyvangur.net facebook.com/freyvangur
Miniton – Badminton
Miniton- og badmintonæfingar eru komnar á fullt þetta skólaár og eru nýir iðkendur alltaf velkomnir að koma og prófa. Miniton fyrir 5 – 8 ára börn er á laugardögum frá kl.10.00-11.00 þar sem áhersla er lögð á leiki og léttar æfingar með spaða. Badminton er fyrir börn eldri en 8 ára þar sem ýmsar æfingar eru gerðar, farið í leiki og spilað badminton. Tímar í badminton eru á miðvikudögum frá kl.17.00-18.00 og á laugardögum frá kl.11.00-12.00. Hefðbundnir tímar verða svo brotnir upp með reglulegu millibili í vetur en á dagskrá vetrarins er badminton-bingó, jólahúfu-badminton, búninga-badminton og fleira skemmtilegt!
Badminton-bingó verður nk. laugardag 17. október frá kl.10.00-12.00 og eru allir 5-15 ára velkomnir að koma og vera með.
Hlakka til að sjá sem flesta á æfingum, Sonja badmintonþjálfari
Haustfundur
Kvenfélagið Hjálpin heldur haustfund sinn þann 17. október kl.10.30 í Sólgarði.
Við munum taka okkur ýmislegt fyrir hendur og verður nánari dagskrá send út í tölvupósti. Öllum áhugasömum er velkomið að mæta og kynnast starfsemi okkar. Sjáumst hressar!
Stjórnin
Haustfundur kvenfélagsins Iðunnar
Haustfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn á Lamb-Inn laugardagskvöldið 24. október.
Nánar auglýst síðar.
Stjórnin.
Þjóðbúningasaumur á Laugarlandi í Eyjafirði
Að þessu sinni verður ein helgi fyrir áramót en þrjár á vorönn. Fyrsta helgin verður 21. – 22. nóvember næstkomandi. Kennt verður laugardag og sunnudag frá kl.10.00-17.00. Þessir kennslutímar er hugsaðir bæði fyrir þá sem eru að sauma þjóðbúning frá grunni eða að bæta og laga eldri búninga auk þeirra sem vinna að faldbúningum. Þessar námskeiðshelgar eru samvinnuverkefni sem hófst síðastliðinn vetur á milli Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Handraðans.Til þess að af þessum námskeiðshelgum verði þarf að vera nægileg þátttaka og því er mikilvægt að þeir sem ætla að taka þátt skrái sig í s. 551-5500 eða á netfangið skoli@heimilisidnadur.is.
Volare
Vörurnar eru unnar úr aloe vera kaktusnum, salti og steinefnum úr Dauðahafinu. Þær hafa reynst vel við ýmsum húðkvillum s.s. þurrki, sprungum, exemi og psoriasis.
Fáðu persónulega ráðleggingu og þjónustu þegar þér hentar. Hægt er að panta tíma/vörur með tölvupósti, á facebook, með sms eða hringja! Pantað er á sunnudögum kl.22.00.
Má bjóða þér bækling? Einnig er hægt að skoða vöruúrval og verð á volare.is
Ath; Kvenfélagskonur fá sérstök kjör til og með 25.10.2015.
Söluráðgjafi: Hrönn Arnheiður Björnsdóttir (á facebook), netfang hronn1971@gmail.com,
s. 866-2796.
Kæru sveitungar 60 ára og eldri
Alla þriðjudaga kl.13.00-17.00 er Félag aldraðra í Eyjafirði með opið hús í Félagsborg. Þangað geta allir 60 ára og eldri komið og m.a. farið í leikfimi, fengið kaffi, spilað eða unnið við ýmiskonar handverk og síðast en ekki síst notið félagsskapar og spjallað. Við viljum hvetja fólk til að mæta og kynnast starfseminni.
Með kærri kveðju.
Stjórnin – Hildur, Baldur, Vigfús, Þuríður og Valgerður.