Hrafnagilsskóli

Hrafnagilsskóli er með fjölmennustu dreifbýlisskólum landsins og hefur getið af sér gott orðspor gegnum tíðina. Nemendur í Hrafnagilsskóla hafa orð á sér fyrir að vera framfærnir og tilbúnir til að takast á við hverslags áskoranir að lokinni grunnskólagöngu sinni.

Í skólanum er rekin skólavistun að loknu skólastarfi til klukkan fjögur. Í skólanum er gott mötuneyti þar sem áhersla er lögð á heilsusamlegt fæði og íslenskt hráefni. Á hverjum degi fá nemendur heita máltíð í hádeginu auk ávaxtastundar á morgnana og fá nemendur í skólavistun þar að auki nónhressingu seinnipart dags.

Í sveitinni eru nemendur keyrðir til og frá skóla á degi hverjum með skólabílum og tekur skipulagning skólaaksturs mið af því að nemendur sú sem stystan tíma á leið sinni.

Í Hrafnagilsskóla er Bókasafn Eyjafjarðarsveitar þar sem nemendur hafa aðgang að góðu úrvali bókmennta og annars fróðleiks. Íþróttamiðstöð og sundlaug Eyjafjarðarsveitar er einnig sambyggð Hrafnagilsskóla og er fjölbreytt og gott íþrótta- og tómstundarstarf virkt og skipulagt svo nemendur geta stundað það af elju fram til klukkan fjögur á daginn.

Heimasíðu Hrafnagilsskóla má sjá hér.

Síðast uppfært 20. september 2019
Getum við bætt efni síðunnar?