Starfsmann vantar í heimaþjónustu
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf við heimaþjónustu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Erla í síma 463-0604 eða á netfanginu erla@esveit.is
Auglýsingablaðið
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Gott er að hafa auglýsingar stuttar og hnitmiðaðar því misjafnt er hvað plássið leyfir. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 11.01.17.
Skrifstofan
Eyvindur
Hægt er að nálgast blaðið Eyvind á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar á auglýstum opnunartíma milli kl. 10:00 – 14:00. Þeir póstkassar sem merktir eru með afþökkun á fjölpóst fá þ.a.l. ekki eintak í póstkassann því Eyvindur flokkast sem slíkur.
Skrifstofan
Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Gleðilegt ár, kæru félagar. Nú byrjum við nýja árið af fullum krafti.
Fyrsta samvera í Félagsborg er næsta þriðjudag, 10. janúar kl. 13:00.
Stjórnin
Bóndagleði þann 20. janúar
Hin óviðjafnanlega Bóndadagsgleði verður haldin fimmta árið í röð þann
20. janúar næstkomandi.
Að venju fer skemmtunin fram í félagsheimili okkar Funaborg og opnar húsið kl. 20:00. Stundvíslega kl. 20:30 verður fögnuðurinn settur með hefðbundnum gjörningi af hálfu nefndarfólks. Önnur skemmtiatriði verða aðallega um þá sem hafa gert eitthvað óvenjulegt, óeðlilegt eða ólöglegt á árinu.
Hljómsveit hússins spilar fyrir dansi.
Matur verður á staðnum en meðferðis þarf að hafa drykkjarföng og góða skapið. Aldurstakmark er 16 ára á árinu.
Tekið er við miðapöntunum hjá Þórólfi í síma 848-4672 en þar sem síminn hans er oft á tali má líka hringja í Lilju í síma 867-8104 eða Reyni í síma 866-0921.
Facbook virkar líka :)
ATH! Takmarkað húsrými og miðafjöldi eftir því - Allir velkomnir - Uppselt í fyrra og öll árin þar áður - Tryggðu þér miða í tíma!
Skemmtimafía framfirðinga
Volare – húð-, hár- og snyrtivörur. Ath. Lækkað verð!
Gestgjafar fá góða glaðninga og ótal tilboð fyrir sig og sína gesti.
Bókanir og pantanir í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir viðskiptin á liðnu ári, sjáumst hress :)
Bestu kveðjur, Hrönn söluráðgjafi Volare
Salernispappír, eldhúspappir, flösku- og dósasöfnun!
Nemendur í 10. bekk Hrafnagilsskóla munu fyrir 20. janúar banka uppá í sveitinni og bjóða til sölu salernispappír og eldhúspappír, til fjáröflunar fyrir skólaferðalagið í vor. Jafnframt þiggjum við einnota umbúðir, ef einhver heimili vilja nýta sér það tækifæri. Á gámasvæðinu er einnig söfnun einnota umbúða fyrir 10. bekk.
Ef svo illa hittist einhvers staðar á að enginn verði heima þegar sölufólk kemur má hafa samband við Nönnu ritara í Hrafnagilsskóla og panta framangreindar vörur.
Fjáröflunarnefnd 10. bekkjar
Reiðskóli í Ysta-Gerði - Örfá pláss laus vorönn 2017
Vorönn 2017 er 10 skipti frá 17/1-29/3. (frí 28/2 og 1/3)
Kennt er í reiðskemmunni í Ysta-Gerði, Eyjafjarðarsveit. Kennari er Sara Arnbro, mentaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum. Árgang 2013 og uppúr.
Verð á vorönn: 35.000 kr. (skipt í 3 greiðslur). Innifalið er hestar, reiðtygi, öryggisvesti, hjálmar og kennsla.
Foreldrar eru velkomnir inn í kaffistofu á meðan, ávallt heitt á könnunni.
Á þriðjudögum: Á miðvikudögum:
Stubbar 4-5 ára kl. 17:00 Stubbar 4-5 ára kl. 17:00
Börn 6-9 ára kl. 17:45 Börn 6-9 ára kl. 17:45
Unglingar 10-15 ára, kl. 18:30 Börn 6-9 ára kl. 17:45
Fullorðnir kl. 20:00 Unglingar 10-15 ára kl. 18:30
Fullorðnir kl. 20:00
Skráningin er bindandi: Netfang: sara_arnbro@hotmail.com sími: 845-2298
Óska eftir húsnæði
Fjögurra manna fjölskylda leitar eftir húsnæði til leigu. Reglusöm, reyklaus og skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlegast hafið samband í síma 662-8663.
Dröfn Árnadóttir
Óska eftir húsnæði
Par með 5 börn, þar af þrjú í Hrafnagilsskóla, óskar eftir húsnæði til leigu í Eyjafjarðarsveit. Uppl. í síma 860-0928.
Róbert