Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla
Sumaropnunartími: frá og með 1. júní.
Alla virka daga: 6:30 - 9:30 og 13:00 – 22:00.
Helgar: 10:00 – 18:00.
Verðskrá Börn sund Fullorðnir sund Líkamsrækt
Stakt skipti 150.- 300.- 500.-
10 skipti 1.000.- 2.500.- 3.500.-
30 skipti 2.500.- 6.000.- 8.000.-
árskort 15.000.- 25.000.- 30.000.-
6 mánaðar fjölskyldukort sem gildir fyrir foreldra og börn undir 18 ára aldri: kr. 30.000.-
Ath. Frítt er fyrir börn 7 ára og yngri sem eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit.
Sundlaug Hrafnagilsskóla
-------
Samstarf um eyðingu njóla
átak, sem farið var í s. l. vor til eyðingar á njóla í samstarfi landeigenda, sveitarfélagsins, Vegagerðarinnar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar, er talið hafa skilað allgóðum árangri. Fyrst og fremst beindist aðgerðin gegn njóla á vegsvæðunum og næsta nágrenni þeirra.
Sveitarfélagið er tilbúið til að styðja hliðstæðar aðgerðir aftur nú og óskar hér með eftir samstarfi við landeigendur um að þeir taka að sér úðun á vegsvæðunum og næsta nágrenni þeirra gegn því að þeir fá eyðingarefni niðurgreitt um helming. þeir sem áhuga hafa eru beðnir að hafa sem fyrst samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar skrá sig fyrir verkefninu. Efnið verður síðan afhent í Búgarði, óseyri 2, Akureyri.
Sveitarstjóri
-------
Kæru sveitungar og aðrir
þann 17. júní frá kl. 14.00 verður óformleg og afslöppuð samkoma í Leyningshólum líkt og undanfarin ár. Hver tekur með sér veitingar með sínu lagi. Farið verður í leiki eins og hver hefur áhuga á. Hugmyndir að leikjum eru vel þegnar á staðnum. Mætum öll í hátíðarskapi.
Kvenfélagið Hjálpin
-------
Frá fuglavinum
Af gefnu tilefni eru kattareigendur minntir á 9. 11. og 13. grein samþykktar um kattarhald í Eyjafjarðarsveit.
í 11. grein segir m.a. “ Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta”.
Nú er varptíminn í algleymi og ófleygir ungar eiga sér enga undankomuleið og breytir þá engu þó kötturinn sé með bjöllu. Sést hefur til katta á ungaveiðum undanfarið (kvöld og nætur aðallega) og nóg er nú andstreymið í fuglaheiminum þó ekki bætist við heimiliskettir sem hljóta að fá að borða heima hjá sér. Menn skyldu hafa í huga að blíða kisan okkar breytist í villidýr eðli sínu samkvæmt þegar bráðin verður á vegi hennar.
Köttur verður hins vegar ekki svo auðveldlega handsamaður þegar hann er kominn á veiðiflakk á næstu bæjum og því er öruggasta ráðið að eigendur hefti sjálfir ferðafrelsi hans.
Bent skal á að dýraeftirlitsmanni er heimilt að eyða ómerktum flækingsköttum.
Fuglavinir.
-------
Leiguhúsnæði
Eyjafjarðarsveit óskar að taka á leigu íbúð/íbúðarhús í næsta nágrenni Reykárhverfis. Stærð þriggja til fjögurra herbergja.
Sveitarstjóri.
-------
Athugið
þökur á sérstöku tilboðsverði til íbúa í Reykárhverfi kr. 250.- m2
Jón 892-1197og Grettir 861-1361
-------
Dagur hinna villtu blóma
Haldið verður upp á Dag hinna villtu blóma sunnudaginn 17. júní í ár með tveggja tíma plöntuskoðun eins og annars staðar á Norðurlöndunum.
Að þessu sinni göngum við um neðanverðar Leifsstaðabrúnir í Kaupangssveit, og vonumst eftir að sjá maríulykilinn í blóma.
Mæting er á gamla Vaðlaheiðarveginum skammt sunnan við Leifsstaðaafleggjara kl. 10:00 að morgni. Leiðsögn: Hörður Kristinsson
Nánari upplýsingar á www.floraislands.is/blomadagur.htm
-------
Uppskera og handverk 10.-12. ágúst 2007
• Dýrasýningin í fyrra vakti mikla athygli svo það verður endurtekið, ásamt því að Félag landnámshænsna mun koma með sýningu. í fyrra voru 65 fuglar sem kepptu um titilinn fallegasta hæna ársins og fallegasti hani ársins. Gestir völdu fallegustu fuglana og átti annar rætur að rekja hingað í sveitina en hlutskarpastur í fegurð hana var Jónsi í svörtum fötum frá Brúnum.
• Frændur okkar Norðmenn – 15 norskir listamenn koma frá Vestur-Noregi með fjöldann allan af verkum, hráefni og sýningargripum. þeir verða með kynningu á mat úr héraði sínu og þessum hluta Noregs. það verður gaman sjá hvað kemur uppúr töskum þeirra en sem dæmi þá vinnur ein mjög fallegar flíkur úr kúaskinnum, önnur er vatnslitamálari, leirlistarkona, þjóðlegir búningar, nútímafatnaður í anda miðalda/víkingatímabilsins og þæfingarkonur svo nokkuð sé nefnt.
• átt þú gínur sem vilja taka þátt í hátíðinni ?
í norska hópnum sem kemur á hátíðina verða nokkrir textíl/fatahönnuðir – og þess vegna vantar mig gínur að láni. Endilega ef þú átt gínu sem má vera til útstillingar á hátíðinni, hafðu samband. s. 864-3633 - Dóra
------
Víðátta601 - Gjörir kunnugt
Gallerí Víðátta601 opnar sína fyrstu myndlistasýningu innan skamms. þar munu listamennirnir, Gamli Elgur og Steini, sýna verkin ó náttúra/ ónáttúra og útþrá/heimþrá. Verkin eru umhverfisgjörningur og -innsetning sem endurspegla samtímann á nærgætinn, kristilegan og rammíslenskan máta. ágætu sveitungar, látið þennan listviðburð ekki fram hjá ykkur fara. Nánar auglýst síðar.
F.h . Víðáttu601 - Steini og Dísa, Hrafnagili
-------
Atvinna
óska eftir að ráða röskan starfsmann til sveitastarfa í sumar.
Yngri en 16 ára kemur ekki til greina.
Páll Ingvarsson, Reykhúsum, Sími 463-1127 og 661-7627
-------
Orðsending frá Sagaplast
Síðast söfnunarferð vetrarins verður farin 2. júlí n. k.. í þeirri ferð ætlum við að taka áburðarpokana bæði innri og ytri pokana (sekkina) en það þarf að aðskilja þá þannig að ytri pokarnir (nælon) séu sér í poka og innri pokana (plastið) sér í poka.
Gunnar þ. Garðarsson Sagaplast hf Akureyri
S 461-2838 og 894-4238
-------
Iðunnarkonur
Munið þriðjudagskvöldið 19. júní í Laugarborg.
Klukkan 20:00 eða þar um bil.
æskilegt meðferðis: Góð skæri, saumavél, strauborð og straujárn, einnig ef einhver lumar á efnisafgöngum, helst flóneli væri það vel þegið.
Nú er að bretta upp ermarnar!!!
Yfirsaumakonan
-------
Hryssueigendur athugið
Stóðhesturinn Flótti frá Borgarhóli verður til afnota á Brúnum í sumar. Flótti hefur hlotið
Fyrir sköpulag 7,91
Fyrir hæfileika 8,62
í aðaleinkunn 8,33
Gott tölt og brokk svo og frábært geðslag eru helstu kostir Flótta en fyrir þá eiginleika hlaut hann 9,0
Allar nánari upplýsingar veitir Einar á Brúnum
S:4627288 / 8631470
-------
326. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 19. júní 2007 kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Tillaga að 3ja ára fjárhagsáætlun, fyrri umræða.
2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 80., 81. og 82. fundur, 5., 7. og 11. júní 2007.
3. Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 – 2018, niðurfelling.
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 107. fundur, 12. júní 2007.
5. Minnisblað dags. 15. júní 2007, um íþróttamannvirkin
6. Fundargerð skólanefndar, 161. fundur, 12. júní 2007.
7. Skipulagsstofnun, erindi dags. 11. júní 2007, Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025.
8. Héraðsnefnd Eyjafjarðar, tillaga að samþykkt um að hætta starfsemi Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., erindi dags. 11. júní 2007.
9. Erindi Póst- og fjarskiptastofnunarinnar, dags. 11. júní 2007.
10. Drög að skipulags- og byggingarskilmálum fyrir Reykárhverfi IV, dags. 8. júní 2007.
11. Svæðisskipulag háhitasvæða í þingeyjarsýslum 2007 – 2025, drög að greinargerð dags. í júní 2007, beiðni um umsögn.
12. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð, beiðni um umsögn.
13. Greið leið ehf., fundarboð vegna aðalfundar 2007.
14. Hönnun á lóð Hrafnagilsskóla og nýting á húsnæði sveitarfélagsins.
15. Skipan fulltrúa í félagsmálanefnd.
Sveitarstjóri.