Menntun

Menntastefna Eyjafjarðarsveitar 2024-2029

Samkvæmt lögum um leik- og grunnskóla skal hvert sveitarfélag setja stefnu um skólahald. Sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit vill skapa skólunum skýra stefnu og leiðarvísi sem styður við framúrskarandi, skapandi og framsækið gæðastarf í skólum þess, börnum og samfélagi til heilla.

Sveitarstjórn samþykkti á 626. fundi sínum þann 8. febrúar 2024 að ganga til samninga við Ásgarð skólaráðgjöf á Akureyri um vinnu við endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar frá árinu 2017. Sveitarstjórn skipaði stýrihóp til þess að halda utan um verkefnið og í honum voru: Hermann Ingi Gunnarsson oddviti sveitarstjórnar, Anna Guðmundsdóttir formaður skólanefndar, Sigríður Bjarnadóttir sveitarstjórnarfulltrúi og Guðmundur S. Óskarsson skólanefndarfulltrúi. Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri starfaði með hópnum og ráðgjafi frá Ásgarði hélt utan um vinnuna. Stýrihópurinn átti víðtækt samráð við kjörna fulltrúa, starfsfólk, nemendur, foreldra/forsjáraðila og aðra íbúa.

Menntastefnan var samþykkt í skólanefnd 27. ágúst, í sveitarstjórn 5. september 2024

Leiðarljós menntastefnunnar

Öll börn geta lært og tekið framförum, vinnum saman og lærum hvert af öðru.

 

Gildi menntastefnunnar

  • Bjartsýni á að mennta- og uppeldisstarf skili árangri og að borið sé traust til nemenda og færni þeirra til að afla nýrrar þekkingar.
  • Góðvild birtist í virðingu og vináttu í samskiptum þar sem samstarf snýst um að læra og leika saman og hvert og eitt fær að njóta sín.
  • Tiltrú á að allir nemendur geti tekið framförum þar sem vellíðan er í öndvegi.

Stefnuna í heild ásamt fylgigögnum má skoða á heimasvæði stefnunnar:  Menntastefna og innleiðing 

 
 
 
Í Eyjafjarðarsveit eru starfræktir skólar frá leikskólastigi til loka grunnskólans. Leikskólinn Krummakot starfar í Hrafnagilshverfi og tekur við börnin á aldrinum eins til fimm ára.
Þegar leikskóladvölinni sleppir tekur Hrafnagilsskóli við en í skólanum eru 10 bekkjardeildir. Hrafnagilsskóli er einn af fjölmennustu dreifbýlisgrunnskólum landsins. Íþróttahús og sundlaugaraðstaða eru sambyggð Hrafnagilsskóla og fer þar öll íþróttakennsla fram. Frístund er starfrækt við skólann fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar er með starfsemi sína í húsnæði við hlið Hrafnagilsskóla. Nemendur Hrafnagilsskóla eru mjög virkir í tónlistarnámi og má segja að aðstæður séu hinar ákjósanlegustu þar sem nemendur skólans geta stundað tónlistarnámið jafnhliða bóklega náminu við skólann. Skólabókasafn Hrafnagilsskóla er samrekið með Bókasafni Eyjafjarðarsveitar.
Síðast uppfært 29. október 2024
Getum við bætt efni síðunnar?