Auglýsingablaðið

650. TBL 18. október 2012 kl. 08:45 - 08:45 Eldri-fundur

Kjörfundur vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00. Vakin er athygli á heimild til að ljúka kjörfundi þegar 8 klst eru liðnar eða hvenær sem er eftir það þegar hálftími er liðinn frá því síðasti kjósandi gaf sig fram á kjörstað. á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935. Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 10. október 2012:
Emilía Baldursdóttir, ólafur Vagnsson og Níels Helgason


Kjörskrá vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna kosninga 20. október 2012,  um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu,  liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9  frá og með 10. október 2012 til kjördags á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar sem er frá kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is/ en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 9. október 2012


Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og skipulagsvinnu
Ný gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og skipulagsvinnu hefur tekið gildi.
Gjaldskráin byggir á þeirri meginreglu að aðili sem óskar eftir breytingu á aðal- og/eða deiliskipulagi skuli greiða þann kostnað sem breytingin hefur í för með sér. í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýsinga og kynninga vegna málsins. Gjaldskráin er birt á heimasíðu sveitarfélagsins
Sveitarstjóri


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Munið að bókasafnið er opið seinni partinn, mánudaga til fimmtudaga.
Alltaf eitthvað nýtt!
Bækur, tímarit, kiljur, hljóðbækur, ný jólablöð o.s.frv.
Opnunartímar safnsins:
Mánudagar  kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar  kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar  kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar  kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar  kl. 9:00-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 21. október kl. 11:00.
það eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Hannes


Kvenfélagið Hjálpin
Haustfundur Hjálparinnar verður haldinn fimmtudagskvöldið 18. okt. n.k. kl. 20 hjá ástu Eggerts. Gómsætar veitingar í boði bæjarkvenna  Sjáumst sem flestar, hressar og kátar. Nýjar konur velkomnar. Nánari upplýsingar í tölvupósti.
Kveðja stjórnin


Framsóknarfélag Eyjafjarðarsveitar verður með fund á Kaffi Kú mánudagskvöldið 22. október. Fundur hefst kl. 20-30. Málefni fundarins verður komandi kjördæmisþing. þingmennirnir Höskuldur þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mæta. Framsóknarmenn fjölmennum.
Stjórn Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar


Freyvangsleikhúsið kynnir
ævintýrasöngleikurinn SKILABOðASKJóðAN
eftir þorvald þorsteinsson
5. sýning 20. október kl. 14  öRFá SæTI LAUS
6. sýning 21. október kl. 14  UPPSELT
Aukasýning 21. október kl. 17
8. sýning 27. október kl. 14
9. sýning 28. október kl. 14  UPPSELT
Aukasýning 28. október kl. 17
Miðasala á freyvangur.net og í síma 857-5598 milli kl. 18-20 virka daga og kl. 10-14 um helgar


Fiskroð og ýsubein
Er einhver í sveitinni sem man eftir vinnslu með fiskroð og fiskibein? Svo sem notkun á roðskóm og leik með fiskibein, t.d. tálgun á ýsubeini og leik með dálkinn/sporðinn, kvarnirnar og fleira?
Ef svo er, vinsamlega hafið samband við Höddu í Fífilbrekku, sími 899- 8770 eða hadda@simnet.is


óskilahross
Tvær merar gengu ekki út á þverárrétt um síðast liðna helgi. þær eru sennilega veturgamlar, önnur rauðblesótt en hin brún og eru þær báðar ómerktar.
Frekari upplýsingar veitir Hörður í síma 897-2942


Kettlingur í óskilum
Grábröndóttur kettlingur er í óskilum á Hóli. Upplýsingar í síma 894-1303.
Edda


óska eftir...
Er nokkur hér í Eyjafjarðarsveit sem á millur á upphlutsbol og er tilbúinn að selja?
Er í síma 463-1182 eða farsíma 866-7120.
Rósa Hösk.

 

Getum við bætt efni síðunnar?