Auglýsingablaðið

549. TBL 12. nóvember 2010 kl. 08:57 - 08:57 Eldri-fundur

Leiðalýsing 2010
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossarnir settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er 2.500 kr. Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi


Kvöldmessa í Grundarkirkju á kristniboðsdaginn 14. nóv. kl. 21
Kristniboðsdagurinn er 14. nóv. n.k. þá verður kvöldmessa í Grundarkirkju kl. 21. Gestur okkar verður Skúli Svavarsson, kristniboði. Mun hann segja frá ártuga starfi sínu í Afríku með myndasýningu. Kórinn flytur söngva og messuliði frá öllum heimshornum með léttri sveiflu. Allir hjartanlega velkomnir og eru fermingarbörn og foreldra þeirra hvött til að mæta. Fermingarbörn flytja tónlist, lesa Ritningarlestra og taka þátt í helgihaldinu. Tekið verður við framlögum til kristniboðsins að messu lokinni.
Sr. Guðmundur Guðmundsson


Tónleikar
Karlakórinn Hreimur í þingeyjarsýslu heldur tónleika í Laugarborg laugardaginn    13. nóv. kl.20.30. Stjórnandi og undirleikari er Aladar Rácz. Miðaverð kr. 2.000.
Karlakórinn Hreimur


Kvenfélagskonur Hjálpinni
Haustfundur verður haldinn sunnudaginn 14. nóvember kl. 20 hjá Elínu í Fellshlíð.
Stjórnin


Kleinur fyrir kvikmyndagerð
Framundan er kvikmyndagerð á Meðferðarheimilinu Laugalandi. þetta er í annað skiptið sem ráðist er í gerð stuttmyndar en í fyrra var gerð stuttmyndin Draugaland.
Myndin hefur ekki fengið nafn ennþá en efnistök að þessu sinni eru í miðuð við forvarnir. Mikill metnaður verður lagður í kvikmyndagerðina og er því verið að safna upp í kostnað við gerð myndarinnar. Næstkomandi laugardag 13. nóvember, verða stúlkurnar og starfsfólk á ferðinni um Eyjafjarðarsveit að selja kleinur til styrktar verkefninu. „Við vonumst til að tekið verði vel á móti okkur og ætlum að vanda okkur við að búa til góðar kleinur“.
Kveðja: Stúlkur og starfsfólk á Laugalandi


Náttfarafélagar athugið!
Hinn árlegi haustfundur Náttfara verður haldinn í Funaborg, föstudagskvöldið        19. nóvember kl. 20.30. Rætt verður um mögulega leigu á hesti fyrir næsta sumar.
Stjórn Náttfara


Hestamenn og aðdáendur hestsins
Skemmti- og vísindaferð verður farin laugardaginn 20. nóv. n.k. frá Melgerðismelum stundvíslega kl. 10.30. Heimsótt verða 3 hrossabýli; Bær á Höfðaströnd, Narfastaðir og Varmaland. þáttökugjald er 7000.- kr. á mann og greiðist með peningum við brottför. Innifalið er: rúta, léttur hádegisverður og þrírétta hlaðborð með drykk um kvöldið. Skráning í síðasta lagi föstudaginn 19. nóv. fyrir kl. 18.00 á netfangið esteranna@internet.is eða í síma 897-5756
Allir velkomnir – Fjölmennum og skemmtum okkur saman

Flengjumst í fjörðinn Skaga,      Njósnað um nágrannans hross,
Funa og Náttfara menn,            og ná öllu sem er gert vel,
og það er segin saga,               vendum svo kvæði í kross,
sjáumst á Melunum senn.         heim keyrt þá um næturþel.       Höf.: áá.Kálfagerði.


Jólamarkaður í Vín laugardaginn 13. nóvember
Nú erum við byrjuð að skreyta og ætlum að hafa notalegt hjá okkur um helgina.
á laugardaginn verður jólamarkaður þar sem í boði verða flottar jólavörur. þar má nefna jólakerti og skreytingar, jólamarengs, aðventukrans, snyrtivörur frá Aveda og margt fleira. á sunnudaginn verður svo glæsilegt kökuhlaðborð að hætti hússins.
þeir sem hafa áhuga á að vera með borð hafi samband í síma 847-4253 (Harpa).
Blómaskálinn Vín


Kæru sveitungar
Næstkomandi fullveldisdag verður mikil menningarveisla með kaffihúsabrag í Freyvangi kl. 20:30. Afmorsvísur, ballöður og soldill blús. Dagskrá í anda Cornelis Wreesvijk heitins. Flutt verða lög eftir Cornelis en textana, er sænskir kalla vísur, þýddi Hannes Blandon. Hljómsveitina skipa, auk Hannesar, þeir Birgir Karlsson, Daníel  þorsteinsson og Eiríkur Bóasson. Auk þeirra mun Hjörleifur örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri leggja þim lið með slagverk. Takið 1. desember frá því þetta verður dagskrá sem enginn má missa af. Hlökkum til að sjá ykkur.
Menningarmálanefnd


Kæru sveitungar
þriðjudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Haldin verður skemmtun í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 13:00 og stendur til kl. 14:45. Skólabílar aka heim að skemmtun lokinni.
á hátíðinni sýna nemendur afrakstur af þemavinnu sem unnin var vikuna á undan en þar skoðuðu þau fjöll frá hinum ýmsu sjónarhornum. Að vanda hefja nemendur 7. bekkjar Stóru upplestrarkeppnina með því að lesa ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára     ókeypis
1.-10. bekkur    500 kr.
þeir sem lokið hafa grunnskóla  1000 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Allir eru hjartanlega velkomnir og við hvetjum fólk til að koma og njóta.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla


Skoðanakönnun um sorpmál
Niðurstöður skoðanakönnunar um sorphirðumál í Eyjafjarðarsveit, má lesa hér (klikkið á orðið hér). Sjá má tillögu umhverfisnefndar sem tekin var, meðal annars út frá niðurstöðum könnunarinnar, í fundargerð frá 102. fundi nefndarinnar dags. 8.11.2010. Fundargerðin er hér á síðunni undir fundargerðir.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Köttur í óskilum
Alsvartur, líklega högni, ungur og gæfur, hefur haldið til í Holtseli í 3-4 vikur. Eigandinn vinsamlegast hringi í Guðmund í síma 861-2859 eða vitji kattarins í Holtsel. Annars er framtíð kattarins óviss.
Guðmundur í Holtseli

Getum við bætt efni síðunnar?