Auglýsingablaðið

1173. TBL 28. desember 2022

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla
Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla.

Opnunartímar verða sem hér segir:
• 28. desember kl. 13-22
• 29.-30. desember kl. 10-22
• 31. desember kl. 9-16
• 5. janúar kl. 19-21. (Dalborg)

Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við hvetjum sem flesta að styrkja björgunarsveitina í okkar heimabyggð.
Við tökum einnig við frjálsum framlögum frá þeim sem ekki vilja styrkja í formi flugelda, bæði er hægt að finna upplýsingar á heimasíðunni okkar, dalbjorg.is eða mæta á staðinn og renna korti í gegnum posann, taka spjallið og fá sér kaffisopa.
Við minnum á að gæta fyllsta öryggis við meðferð flugelda.
Við hlökkum til að taka á móti sveitungum okkar og öðrum velunnurum!

Kveðja,
Hjálparsveitin Dalbjörg


Jólaball í Funaborg – 30. des. kl. 14:00-16:00
Verið öll hjartanlega velkomin á árlegt jólaball kvenfélagsins
Hjálparinnar á Melgerðismelum, jólasveinar, dansað í kringum
jólatré og kaffi og með því í boði. Jólakveðjur, stjórnin.


Íþróttamiðstöð - Jólaopnun
28.12. Kl 6:30-8:00 og 14:00-22:00
29.12. Kl 6:30-8:00 og 14:00-22:00
30.12. Kl 6:30-8:00 og 14:00-19:00
31.12. LOKAÐ
1.1. LOKAÐ
2.1. Kl 6:30-8:00 og 14:00-22:00

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlökkum til að sjá ykkur í sundi.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar


JÓGA Á JÓDÍSARSTÖÐUM
Byrja með ljúfa Yin Yoga tíma fyrir byrjendur á föstudögum kl. 10:30-12:00.
Fyrsti tíminn af sex verður þann 6. janúar n.k.
Yin yoga er einföld iðkun sem er gerð í kyrrð og þögn – en alls ekki alltaf auðveld og þægileg. Hjálpar þér út fyrir þægindarammann – en þar gerast töfrarnir. Fullkomið mótvægi ákafra æfinga eins og hlaup, hjólreiðar, dans – hjálpar þér að koma á jafnvægi. Verð kr. 13.800. Hægt er að panta grænmetisrétt eftir tímann. Upplýsingar og skráning í s. 898-3306 eða á thorahjor@gmail.com.

Getum við bætt efni síðunnar?