Auglýsingablaðið

689. TBL 18. júlí 2013 kl. 12:20 - 12:20 Eldri-fundur

Hrafnagilshverfi IV, breyting á deiliskipulagi

í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. júní s.l., er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis IV, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að fimm einbýlishúsalóðum á suðurmörkum hverfisins er breytt í þrjár lóðir fyrir einnar hæðar raðhús, samtals ellefu íbúðir. Tillagan er kynnt á heimasíðu Eyjafjarðar­sveitar http://www.eyjafjardarsveit.is og mun einnig liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 frá 18. júlí til 1. ágúst 2013.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 1. ágúst 2013.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

 

Prúðbúnir póstkassar

Aðstandendur Handverkshátíðar 2013 hafa hvatt íbúa Eyjafjarðarsveitar til að klæða póstkassa sína einhverskonar handverki til að gera þátttöku samfélagsins í sýningunni enn sýnilegri. Nú þegar hafa nokkrir íbúar brugðist við og eru póstkassar því byrjaðir að „blómstra“ hér í sveitinni. Stjórn sýningarinnar þakkar jákvæð viðbrögð og vonar að fleiri taki þátt því þetta setur líflegan og skemmtilegan svip á sveitina okkar í sumar.

Atkvæðaseðlum og -kössum verður dreift til ferðaþjónustuaðila á svæðinu og þar geta gestir og gangandi valið fallegasta póstkassa sveitarinnar. Eigendur þess póstkassa verða svo verðlaunaðir á kvöldvöku hátíðarinnar laugardaginn 10. ágúst.

 Sumardagur á sveitamarkaði  alla sunnudaga í sumar frá 14. júlí til 18. ágúst Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.

Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.

áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com

Fimmgangur

 

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra

Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00

 

Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og  hollum og gómsætum kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar, safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.

Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi   og   http://silva.is/

 

Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is

Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör :-)

 

Styrkir til keppnisferða

UMF Samherjar fengu í vor úthlutað styrk til barna og unglingastarfs frá Samherja ehf.

Stjórn hefur ákveðið að nýta þetta fjármagn til að styrkja iðkendur félagsins til keppnisferða  innanlands.

Einstaklingar fá að hámarki úthlutað kr. 10.000 á ári. Umsóknir sendist til gjaldkera félagsins, Sigurðar Eiríkssonar sigeiriks@gmail.com. í umsókn þarf að koma fram á hvaða mót var farið, nafn, kennitala og bankaupplýsingar þátttakanda eða forráða­manns.        Stjórnin

 

Kálfateyming á Handverkshátíð

Nú er komið að því að skrá keppendur til leiks í kálfasýningu FUBN á Handverkshátíð sem verður laugardaginn 10. ágúst næstkomandi klukkan 14:00. Keppt verður í flokknum 14 ára og yngri um fallegasta kálfinn, best tamda kálfinn og svo að lokum fær sá kálfur sem flottastur er fyrir alla eiginleika titilinn Gullkálfurinn 2013.

Hægt er að skrá keppendur í tölvupósti á netfanginu grk@est.is eða í síma 862-6823. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja við skráningu:                       Fullt nafn keppanda og heimilisfang, nafn, númer og ætterni kálfs (nöfn á föður og móður).

Við hvetjum alla til að skrá sig og minnum á að það er ekki of seint að byrja að temja núna.     Stjórn FUBN

 

 

Barna- og unglingaráð hestamannafélagsins FUNA auglýsir námskeið fyrir óvana krakka/unglinga

  • Um er að ræða 3 skipti, þriðjudaginn 23., miðvikudaginn 24. og fimmtudaginn 25. júlí n.k.
  • Námskeiðið verður haldið á Melgerðismelum, mæting við hesthús/rétt.
  • Hross, reiðtygi og hjálmar verða á staðnum.
  • Námskeiðið er í boði hestamannafélagsins FUNA.
    • Hámark 12 komast að á námskeiðið à fyrstir skrá,           fyrstir fá !

áhugasamir skrái sig hjá önnu Sonju ágústsdóttur sem verður leiðbeinandi nám­skeiðsins og veitir jafnframt frekari upplýsingar.  Skráning fer fram í síma 846-1087 frá og með fimmtudagskvöldinu 18. júlí,

Við minnum á æskulýðsmótið sem fer fram á Melgerðismelum 26. – 28. júlí n.k., fylgist með á heimasíðu FUNA, www.funamenn.is.                        

Barna- og unglingaráð FUNA

 

 

 

Gönguferð Samherja um Leyningshóla

Fyrirhuguð gönguferð Samherja um Leyningshóla frestast fram til föstudagsins 26. júlí. það kvöld verður boðið upp á létta og skemmtilega gönguferð fyrir alla fjölskylduna um þetta fallega svæði. Lagt verður af stað frá bílastæðinu kl. 19.30. Nú er um að gera að drífa alla fjölskyldumeðlimi með, smyrja létt nesti og njóta kvöldsins í skemmtilegum félagsskap

 

 

Gönguferð um miðaldakaupstaðinn Gásir   Fimmtudagskvöldið 18. júlí kl 20:00

Hvað áttu þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu miðaldakaupstaðarins á Gásum í Eyjafirði?  Komdu þá í gönguferð um minjasvæði þessa forna kaupstaðar fimmtudagskvöldið 18. júlí kl 20.  

Miðaldakaupstaðurinn er vel skrásettur í rituðum heimildum og fornleifarannsóknir hafa bæði staðfest það sem þar stendur og varpað nýju ljósi á þennan forna verslunarstað.

Gangan hefst á bílastæðinu og tekur klukkustund. Leiðsögumaður er Sigrún Birna óladóttir. Ekkert þátttökugjald.

Gásir er 11 km norðan við Akureyri, afrein við Hlíðarbæ af þjóðvegi 1.

Ekki er úr vegi að minna á MIðALDADAGA  á Gásum 19.-21. júlí þar sem líf í miðaldakaupstaðnum Gásum er sviðsett fyrir gesti og gangandi. þá verða hamarshögg járnsmiðs, háreysti kaupmanna, ljúf tónlist, matarilmur og brennisteinsvinnsla hluti af upplifun þeirra sem sækja Gásir heim.

Nánari upplýsingar má finna á vef Gásakaupstaðar ses www.gasir.is

 

Hefur þú áhuga á að ferðast, kynnast nýju fólki og upplifa öðruvísi menningu?

Hvernig væri að skella sér til Frakklands og upplifa menningu Saint Julien en Beauchêne og taka þátt í skemmtilegu verkefni?       SEEDS mun senda 5 íslendinga á aldrinum 18-25 ára til þátttöku í ungmennaskiptunum „Melting Potes: An Artistic Adventure About Cultural Diversity“ sem mun fara fram í bænum Saint Julien en Beauchêne í Hautes-Alpes, Frakklandi. Athugið að a.m.k. einn meðlimur íslenska hópsins má vera á aldrinum 25-30 ára.      Hefur þú áhuga á að taka þátt 5. – 26. ágúst?

Umsóknarfrestur  til miðnættis mánudaginn 22. júlí 2013.

SEEDS tekur nú þátt í ungmennaskiptunum Melting Potes annað árið í röð en óhætt er að segja að verkefnið hafi slegið í gegn í fyrra. í verkefninu mætast 20 ungir einstaklingar frá hinum ýmsu Evrópulöndum og vinna saman að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast meðal annars fjölmenningu, listsköpun og umhverfisvernd. í verkefninu munu þátttakendur fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína á ólíkum menningarheimum innan Evrópu með þátttöku í umræðum og vinnustofum þar sem þeim gefst meðal annars tækifæri til að skapa sín eigin verk sem endurspegla þema ungmennaskiptanna. í vinnustofunum verður einnig fjallað um sjálfboðaliðastarf og hvernig hægt er að vekja áhuga ungs fólks á virkri þátttöku í ungmennastarfi.

þátttakendur munu einnig vinna saman að listrænu verkefni undir fyrirsögninni „Gerum það saman“ eða „Let’s do it together“ sem vísar til fjölþjóðlegs yfirbragðs verkefnisins. í ár hefur verið ákveðið að leggja áherslu á sjónræna list (e. visual arts) og endurvinnslu en þátttakendur munu vinna saman að listrænni sköpun á svokölluðu „Land Art“ verki þar sem notast verður við endurvinnanlegan efnivið.

Undir lok ungmennaskiptanna mun fara fram hátíð þar sem þátttakendur munu meðal annars sýna verk sín en þeir munu taka virkan þátt í skipulagningu hátíðarinnar og hátíðarhöldunum sjálfum. áhugasamir þátttakendur með bakgrunn í tónlist, dansi, leiklist eða öðrum tegundum sköpunar munu fá tækifæri til að koma hæfileikum sínum á framfæri á hátíðinni. Ungmennaskiptin munu fara fram á ensku og þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Námskeiðið er styrkt af ungmennaáætlun Evrópusambandsins og því munu þátttakendur fá allt að 70% endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar auk þess sem þeim er séð fyrir fæði og húsnæði á meðan á verkefninu stendur.

Allar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs er að finna á:

http://seeds.is/files/2013/SEEDS-France-Melting-Potes.pdf
Tekið er fyrir umsóknum og fyrirspurnum á outgoing@seeds.is
Frekari upplýsingar veitir Unnur Eyfells: outgoing@seeds.is

Getum við bætt efni síðunnar?