Auglýsingablaðið

446. TBL 31. október 2008 kl. 12:32 - 12:32 Eldri-fundur

Allra heilagra messa í Munkaþverárkirkju
 2. nóvember kl. 21:00

í kvöldkyrrðinni verður þeirra minnst sem farin eru á undan.
Beðið fyrir sjúkum og bágstöddum. Notið messunnar við söngdagskrá kirkjukórsins:
Hljóða nótt, lag eftir Ludwig van Beethoven við ljóð þórðar Kristleifssonar
Maríukvæði, lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Halldórs Laxness
Nú vil ég enn í nafni þínu, íslenskt þjóðlag við kvæði Hallgríms Péturssonar
Guð, lag Péturs þórs Benediktssonar við ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur
Jesú sem að dauðann deyddir, franskt lag við texta Magnúsar Stephensen
Agnus Dei úr Missa de Angelis
Dagur er nærri, lag eftir G.F.Händel, þýðing eftir Kristján Val Ingólfsson

Kórstjóri og organisti: Daníel þorsteinsson
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson




Tónlistarskóli Eyjafjarðar 20 ára

Tónlistarskóli Eyjafjarðar er 20 ára um þessar mundir og á þeim tímapunkti er eðlilegt að blása til tónleikaveislu.  Vikuna 3. – 7. nóvember verðum við á faraldsfæti og höldum tónleika á hverjum degi. Tónleikar verða í öllum þremur grunnskólunum sem skólinn starfar með þ.e.a.s. Grenivíkurskóla, þelamerkurskóla og Hrafnagilsskóla.  Einnig verða tónleikar í leikskólunum álfasteini, Krummafóti og Krummakoti. í Hrafnagilsskóla eru tónleikarnir kl 8:55 og 9:55  miðvikudaginn 5. nóv og á Krummakoti eru þeir kl. 9:00  fimmtudaginn 6. nóv.  
þriðjudaginn 2. nóv.verða  tónleikar á Kristnesspítala kl.14:30 og  fimmtudaginn 6. nóv. verða nýstárlegir tónleikar en þá munu heimiliskýrnar í Litla Dunhaga Arnarneshreppi hlýða á tónleika sem við köllum vinnustaðatónleika. öllu mannfólki er velkomið að mæta og kaffiveitingar eru í boði. þessir tónleikar hefjast kl. 12:15.

Afmælistónleikar í Laugarborg laugardaginn 8. nóvember.

Afmælistónleikar skólans verða í Laugarborg laugardaginn 8. nóvember kl: 14.00. Fram koma nemendur skólans, bæði gamlir og nýjir auk kennara.
á efnisskránni má nefna m.a. kammerhóp skólans, um 40 nemenda   gítarhljómsveit, harmónikkuhljómsveit sönghóp, einsöng, einleik, fiðluhóp, djasshljomsveit kennara ásamt Auðrúnu Aðalsteinsdóttur söngkonu, málmblásarasveit og einleik Vilhjálms Inga Sigurðarsonar trompetleikara.

Nú er tækifærið til að fara í sparifötin setja á sig varalitinn og gleðjast með okkur á þessum tímamótum.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Að loknum tónleikum sem eru u.þ.b. ein klst. er gestum boðið að þiggja veitingar í húsnæði skólans.

Heimasíða skólans er nú loksins komin í gagnið og er slóðin http://tonlist.krummi.is




Opnunartími Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar

Virka daga 6:30 – 22:00*
Helgar 10:00 – 18:00

Hætt er að hleypa ofan í laugina hálftíma fyrir lokun.

* á skólatíma, meðan kennt er í lauginni, er einungis opið í potta og eimbað.

Upplýsingar: Síma : 464-8140 gudrun@krummi.is




Köttur í óskilum

Hjá umsjónarmönnum sveitarfélagsins er í óskilum bröndótt læða, sem komin er eitthvað til ára sinna og er greinilega heimilisköttur. Hún er með ól með bjöllu og hefur verið merkt, en merkingin er dottin af.

Upplýsingar í síma 895 4618 Einar og Davíð.




Gallerýið í sveitinni - höllin við ána

Opnum að nýju eftir langa hvíld að Teigi, laugardaginn 1. nóvember kl. 10:00.
Opið verður alla daga nema mánudaga og miðvikudaga frá kl. 14:00-22:00.
Fjölbreytt úrval af list-og handverksvörum auk annarra gjafavara.
Opnunarhelgina er opið báða dagana frá kl. 10:00-22:00.
Sjáumst hress, ekkert kreppustress.

Allir innilega velkomnir, framleiðendur.




Vetrarmarkaður í Laugarborg 1. nóvember

Vetrarmarkað 1. nóv. í Laugarborg frá klukkan 13 - 17. Kaffisala verður á staðnum að hætti samherjakvenna.

Markaðirnir í Laugarborg verða sem hér segir: 15. nóv., 7. des. og 14. des.

Margt verður til sölu að vanda.

Sjón er sögu ríkari Allir velkomnir, vonumst til að sjá sem flesta.




Athugið

Kettlingar óska eftir góðu heimili
Upplýsingar gefur Rósa í síma 463 1182




ágæti viðtakandi í Eyjafjarðarsveit.

Fræðsla - fyrirlestrar- örnámskeið fyrir félög og hópa.
Efni:
Er sjálfskoðun ávinningur til breytinga og hjálpar ? Hvernig ?
Framtíðarsýn og ásetningur “hvaðan tökum við  fyrirmyndir?”
Hópefli og samtakamáttur - samlíðan/fjölskyldna.
Einstaklingsmiðuð sjálfsuppbygging, frá fleiri sjónarhornum”!
Lífsmarkmið –“hver óskar þú að vera í raun”?
Samskipti og almannatengsl, viðhorf “eldri borgara”.
Tilfinningaleg tjáning og upplifun innan fjölskyldna.
Dagleg líðan - tilfinningar/streita/kvíði á óvissutímum.
ákveðið atferlis-munstur sem endurtekur sig? Hvers vegna?
Samfélagsleg heildarmynd Hverju er hægt að breyta ?

Býð einnig einkatíma í  handleiðslu og sjálfstyrkingu.
ég er nýflutt í Eyjafjarðarsveit og hef starfað í áratugi þverfaglega á heilbrigðissviði.
Katrín Erla Kjartansdóttir. Meðhöndlari  & ferlisráðgjafi. Nánar í síma 862-4809

Flest okkar búum yfir meira hugrekki en okkur hefur dreymt um!!




íbúð til leigu

Til leigu mjög snyrtileg 3ja herbergja íbúð á neðri hæð að örk í Eyjafjarðarsveit.
Helst til langtímaleigu, laus 1.nóv.

Uppl. í 895-2525 eða heimir@bilasalinn.is .




Snjóhreinsun

Tek að mér snjóhreinsun á heimreiðum. Er með snjóblásara.

Engir ruðningar - Sanngjarnt verð

Grettir, sími 861 1361




Til sölu

1. árs leðursófasett 3+2 til sölu, vel með farið, keypt í R.L. búðinni á Glerártorgi.
Kostaði nýtt 40.000kr en fer á 23.000kr.
Hornskrifborð úr beyki, verð 1.000 kr. og gamall leysi-boy 2ja sæta sófi, ljósbrúnn.
Verð 8.ooo kr. kostaði nýr 95.000kr.

Upplýsingar í síma 4613344




Reykskynjarayfirferð 2008

Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin nú um helgina, 1. – 2. nóvember.  þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara og einnig er hægt að panta slökkvitæki og sjúkrakassa hjá okkur.
Einnig munum við hafa Neyðarkallinn til sölu sömu helgi. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.

Við viljum minna á að ráðlagt er að skipta árlega um rafhlöður í reykskynjurum, og nú þegar jólin að nálgast með jólaljósum og kertum er góður tími til að taka til hendinni í þessum málum. þeim sem ekki verða heima um helgina, en vilja samt nýta sér þessa þjónustu og kaupa rafhlöður, reykskynjara eða annan búnað bendum við á að hafa samband við Elmar í síma 8917981.

Bestu kveðjur, Hjálparsveitin Dalbjörg.





Kabarettinn
Skítt með kerfil – tökum slátur

verður sýndur í Freyvangi
föstudaginn 7. og laugardaginn 8. nóv.
klukkan 21.00, bæði kvöldin.

á föstudagskvöldinu kostar 1500 krónur inn á sýninguna,
kaffi og meðlæti fylgir með.
á laugardagskvöldinu kostar 2500 krónur inn á sýninguna og ballið.
Aldurtakmark er 16 ár.

Hljómsveitin æsir eru ægifagrir ægilegir töffarar
sem halda uppi æpandi æsandi stuði á ballinu.

í hljómsveitinni æsir eru:
Lokkaprúði fákurinn frá Uppsölum
Hemmi hottie, einnig þekktur sem Paddie.
Bobbi bobbadobbalingur
Hannes hrikalega hressilegi

Vinsamlegast athugið
Einungis er tekið við peningum.

Getum við bætt efni síðunnar?