Handverkshátíð 9.-12. ágúst 2013
Við hvetjum íbúa Eyjafjarðarsveitar til að fjölmenna á sýninguna svo og í grillveislu og kvöldvöku laugardagskvöldið 10.
ágúst. í ár sér Greifinn um meðlætið og mætir með grillvagninn sinn og aðstoðar Umf. Samherja og Hjálparsveitina
Dalbjörgu með glæsilegt grillhlaðborð.
á kvöldvökunni verða veislustjórar þau Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson. þar munu koma fram óskar
Pétursson, Karlakór Eyjafjarðar og nýstirnin Sister Sister sem skipuð er Clark systrunum.
á heimasíðu hátíðarinnar http://www.handverkshatid.is/ er nú þegar hægt að
sjá sýnendur, skipulag svæðisins og fjölbreytta dagskrá sýningarinnar.
Bestu kveðjur, stjórn Handverkshátíðar við Hrafnagil 2013
Göngur og réttir
Fyrstu göngur verða 7. og 8. sept. og aðrar göngur 21. og 22. sept. Hrossasmölun verður 11. okt. og hrossaréttir 12. okt. Gangnaseðlar verða sendir út
á næstunni.
Fjallskilanefnd
Sumardagur á sveitamarkaði alla sunnudaga í sumar til 18.
ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem
boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu. Markaðurinn er á torgi Gömlu
garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11:00. áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700
(Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur
Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum
kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar,
safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar
veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi og http://silva.is/
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;-)
Melgerðismelar 2013 – skráning er hafin
Skráning er hafin á stórmótið á Melgerðismelum 17. og 18. ágúst.
Sjá nánar á heimasíðu Funa, funamenn.is
Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár hefur ákveðið að landeigendur og börn
þeirra geti veitt fyrir sínu landi dagana 13/8 og 10/9. Heimilt er að hirða tvær bleikju sem eru undir 50 cm á hvorri vakt. öðrum bleikjum ber
að sleppa. Aðrar fisktegundir má hirða. Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár
Reiðnámskeið fyrir vana krakka verður haldið á Melgerðismelum þriðjudaginn 13.,
miðvikudaginn 14. og fimmtudaginn 15. ágúst n.k. (kennt á milli mála). Tveir í einu, hálftíma í senn, undir leiðsögn sem
Anna Sonja ágústsdóttir sér um. Hver og einn mæti með hest, hjálm, reiðtygi og písk/keyri. Skráning hjá önnu
Sonju í síma 846-1087 sem veitir jafnframt nánari upplýsingar. Funi greiðir þátttökugjald fyrir sína
félagsmenn.
Takmarkaður fjöldi, fyrstir koma fyrstir fá ! á námskeiðinu verður farið yfir leiðtogaæfingar
(styrkir samband knapa og hests) og námskeiðið nýtist einnig sem undirbúningur fyrir keppnir fyrir þá sem það vilja.
Við minnum jafnframt á viðburði á Melgerðismelum í ágúst: Stórmót 17.-18. ágúst –
æskulýðsdagar (var frestað um daginn) 23. og 24. ágúst – Bæjakeppni 25. ágúst. Barna-og
unglingaráð hestamannafélagsins FUNA
Svitahof og hefðir lakota sléttuindíána. Helgin 16. – 18. ágúst
Norðmaðurinn Cato Nystad er að koma hingað í sveitina til þess að halda mót um hefðir lakóta indíána og svitahof (sweat lodge).
Svitahof er aldagömul hefð til þess að hreinsa líkama og sál og er hún þekkt meðal þjóðflokka indíána og var einnig
eitthvað notuð meðal landnámsmanna hér á landi.
Staðsetning: Finnastaðir Eyjafjarðarsveit, hjá Siggu.
Hægt er að komast að, vera með alla helgina og fá aðgang að öllu, eða að kaupa sig í eitt svitahof, eða 1 fyrirlestur. Svitahof -
föstudag kl. 18:00, laugard. kl.9:00, 13:00 og 17:00, sunnud. kl. 11:00 og 14:00. fyrirlestrar auglýstir síðar. Upplýsingar og skráning í síma
863-6912 hjá Sigríði ásný Ketilsdóttur. P.s. ef ég svara ekki þá hringi ég bara til baka þegar ég get/hef möguleika
á því.
Með kærleika í hjarta sendi ég geisla friðar og jafnvægis út í alheiminn og til ykkar.
SOS, bráðvantar 4-5 herbergja húsnæði í sveitinni áður en skólinn byrjar.
Uppl. í síma 867-4351, Inga.
Húsnæði óskast
Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir íbúð/húsi til leigu sem fyrst.
Skilvísum greiðslum heitið. Erum reyklaus og reglusöm.
Upplýsingar á netfangið; stinastud1@simnet.is