Auglýsingablaðið

497. TBL 05. nóvember 2009 kl. 10:22 - 10:22 Eldri-fundur

Freyvangsleikhúsið kynnir 
Kabarettinn De-Tox, Hreinsandi og mannbætandi skemmtun.
Föstudaginn 6. nóvember kl 20:30    Sýning og veitingar. Miðaverð 1500 kr
Laugardaginn 7. nóvember kl 21:30.     Sýning og Dansleikur. Miðaverð  2500 kr.
Hljómsveitin Húsbændur og hjú leikur fyrir dansi.
Húsið opnar kl 20:00 báða dagana.
Láttu þig ekki vanta.
Freyvangsleikhúsið



árshátíð Eyjafjarðarsveitar 2009
Haldin í Laugarborg föstudaginn 13. nóv. kl. 20:00. Hrekkjavökuþema !!!
Húsið opnar kl. 19:30 með freyðandi blóðdrykk. Týnið nú fram gömlu druslurnar og leyfið hugmyndafluginu að njóta sín. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir frumlegasta, flottasta og ódýrasta búninginn.
Valdi kokkur mun síðan töfra fram hrottalega góðar veitingar sem munu engan svíkja. Að loknu borðhaldi mun Elín Halldórsdóttir leiða hópinn í trylltan hrekkjavökudans og því ættu allir að taka fram dansskóna. Danssveitin Cantabile mun stíga á stokk og halda uppi fjöri fram eftir kvöldi. Miðaverð er aðeins 3900 krónur. (íslenskar takk !)
Skráning er hafin á vinnustöðum og í síma 865 5288 Lísbet!
Athugið: þið sem sitjið í nefndum Eyjafjarðarsveitar eigið fullan rétt á að mæta.
Nefndin



Frá Lauglandsprestakalli
Messa verður sunnudagskvöldið 8. nóvember kl 21:00 í Munkaþverárkirkju.
ég minni á sunnudagaskólann sem verður 8. nóvember kl 11:00 í Hjarta Hrafnagilsskóla
Kv. Hannes.



Reykskynjarayfirferð og Neyðarkallinn 2009
Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin núna um helgina, 7.-8. nóvember. þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara og einnig er hægt að panta slökkvitæki og sjúkrakassa hjá okkur.
Einnig munum við hafa Neyðarkallinn til sölu sömu helgi. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.
Við viljum minna á að ráðlagt er að skipta árlega um rafhlöður í reykskynjurum, sem og að skipta út gömlum búnaði. Nú þegar jólin að nálgast með jólaljósum og kertum er góður tími til að taka til hendinni í þessum málum. þeim sem ekki verða heima um helgina, en vilja samt nýta sér þessa þjónustu og kaupa rafhlöður, reykskynjara eða annan búnað, bendum við á að hafa samband við Ragnar í síma 866 0524.
Við munum einnig spyrjast fyrir um hundaeign vegna hundaskráningar sveitarfélagsins.
Bestu kveðjur, Hjálparsveitin Dalbjörg.



Hunda- og kattahald
Hunda- og kattahald í lögsagnarumdæmi Eyjafjarðarsveitar er háð leyfi og bundið þeim skilyrðum, sem nánar eru skilgreind í samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit. þar kemur m.a. fram að ormahreinsa skuli þessi dýr reglulega, þ.e.a.s. einu sinni á ári eða oftar og að skrá skuli hunda, sem eldri eru en 3ja mánaða, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Samþykkt um hunda- og kattahald fæst afhent á skrifstofu sveitarsfélagsins. Einnig er hægt að nálgast samþykktina hér á heimasíðunni undir tenglinum Stjórnsýsla .
Hjálparsveitin Dalbjörg hefur verið beðin um að yfirfara þessa skráningu í árlegri reykskynjarayfirferð sinni og vonum við að íbúar taki vel á móti þeim.
Sveitarstjóri



Týndur köttur
Kötturinn óliver 1 árs gamall högni bröndóttur ljósbrúnn með hvíta bringu týndist 25 okt.síðastliðinn,er ekki örmerktur né með ól, heimaslóð Tjarnagerði mynd af honum er í dagskránni undir fríar vefauglýsingar
http://dagskrain.is/auglysingar/korkur/comments.php?DiscussionID=30425&page=1#Item_0 ef einhver hefur séð til hans vinsamlega.hringja í Vilborgu 899-6290.



Kaffihlaðborð og söngur
Eyrarrósirnar munu sjá til þess að borðin í Laugarborg svigni undan kræsingum sunnudaginn 8.nóvember n.k. kl. 15:00.
Um kl. 15:30 mun Karlakór Eyjafjarðar taka lagið og syngja nokkur lög.
Verð aðeins kr. 1.500 fyrir fullorðna, frítt fyrir 12 ára og yngri.
ATH getum því miður ekki tekið við kortum.
Velkomin í kaffihlaðborð og hlusta á ljúfa tónlist.
Eyrarrósirnar og Karlakór Eyjafjarðar



Sveitaþrek í íþróttamiðstöðinni Hrafnagili
Fimm vikna námskeið í sveitaþreki hefst mánudaginn 9. október. Tímarnir eru í íþróttamiðstöðinni Hrafnagili mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 06:15 – 07:15. Tímarnir eru mjög fjölbreyttir og allar æfingar á þann hátt að hver og einn gerir eins og hann treystir sér til. Hver æfing getur verið á mismunandi erfiðleikastigi. Sveitaþrek hentar öllum og hver og einn keppir við sjálfan sig. Frábært tækifæri til að komast í enn betra form og auka þol. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Nína Björk Stefánsdóttir sjúkranuddari og einkaþjálfari. Námskeiðið kostar 10.000, hjón fá 25% afslátt og borga 15.000. Frekari upplýsingar og skráning hjá Hafdísi í síma 862 2171 og Nínu í síma 773 7443.
Hlökkum til að hitta ykkur á mánudaginn.



Píanóstilling
Ef einhvern vantar píanóstillingu hafið þá samband við Eirík Stephensen í síma 868 3795.



Sveitarstjórnarfundur
376. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 10. nóvember 2009 og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og hér á heimasíðunni.
Sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?