Sveitarstjórnarfundur
405. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, þriðjudaginn 16. ágúst n.k. og hefst hann
kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarinnar http://eyjafjardarsveit.is, frá og með föstudeginum 12. ágúst.
Sveitarstjóri
álagning fjallskila
þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi mánudaginn 15.
ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is, eða í síma 463-0600. Lagt
verður á eftir forðagæslu¬skýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. þá verður lagt á eftirgjald í
fjallskilasjóð kr. 50 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.
Fjallskilanefnd
Göngur 2011
Fyrri göngur verða 3.-4. september nema frá Gnúpufellsdal að Eyjafjarðardal vestari þar verða þær 11. september.
Réttað verður laugardaginn 3. september í Hraungerðisrétt og Möðruvallarétt þegar gangnamenn koma að og sunnudaginn 4. september í
þverárrétt ytri kl. 10.
Síðari göngur verða 17.-18. september.
Hrossasmölun verður 7. október.
Stóðréttir verða laugard. 8. október í þverárrétt ytri kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13.
Fjallskilanefnd
Frá Hrafnagilsskóla
Skólinn verður settur þriðjudaginn 23. ágúst kl. 10:00 í
íþróttahúsinu. Haft verður samband við foreldra nýrra nemenda og þeir boðaðir í viðtal til umsjónarkennara.
þeir foreldrar og forráðamenn sem ætla að nýta sér skólavistun næsta skólaár eru beðnir að sækja um eða
staðfesta eldri bókanir fyrir 23. ágúst hjá ritara í
síma 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is.
Innkaupalistar eru komnir á heimasíðu skólans.
Skólastjóri
Frá skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar
íbúar í gamla öngulsstaðarhreppi sem hafa ræktað
skjólbelti í sumar geta sótt um styrk úr sjóðnum þegar þeir hafa lokið verkinu. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins
Benjamíns Baldurssonar, Ytri-Tjörnum, ásamt upplýsingum um lengd og breidd skjólbeltisins. Umsóknina má senda í tölvupósti á
tjarnir@simnet.is
Stjórnin
Litlir Naggar
á Rifkelsstöðum eru naggrísaungar til sölu, þeir eru falleg og fyrirhafnalítil gæludýr. Hulda
Siggerður, síminn minn er 777-3457 og hjá pabba er síminn 891-8375.
Reiðnámskeið fyrir byrjendur
Hestamannafélagið Funi býður upp á tveggja daga byrjendanámskeið
á Melgerðismelum dagana 15. og 16. ágúst. Kennari verður Anna Sonja ágústsdóttir. Anna Sonja er lærð sem hestafræðingur og
leiðbeinandi frá Háskólanum á Hólum eftir 2ja ára nám þar. Námskeiðið er haldið með tilstyrk Eyjafjarðarsveitar
og hver þátttakandi kemur sjálfur með hest.
Einari Gísla tekur við skráningum á netfangið einarg@est.is fyrir dagslok sunnudagsins 14. ágúst.
æskulýðsnefnd Funa
Sumardagur á sveitamarkaði Síðasti markaður sumarsins sunnudaginn 14. ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem
boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur
Opnunartími Smámunasafnsins
Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13 og 18. Fjölbreytt úrval minjagripa, alltaf eitthvað
nýtt í Antikhorninu, ískaldur ís frá Holtseli, rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur. Ath. Hægt er að kaupa aðgöngumiða
sem gildir í eitt ár, kostar á við tvo aðgöngumiða.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn, starfsfólk Smámunasafnsins
KFUM og KFUK
árleg kaffisala sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni fer fram sunnudaginn
14. ágúst kl. 14.30-17.00. Verð fyrir fullorðna er 1.500 kr. en 500 kr. fyrir
börn 6-12 ára og frítt fyrir leikskólabörn. á staðnum eru jafnframt leiktæki fyrir börnin, hoppukastali, trampólín og bátar.
þá verður nýbyggingin opin en stefnt er að því að taka hana í notkun sumarið 2012. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Melgerðismelar 2011 og Bæjakeppnin
Hið álega stórmót Funa verður haldið á Melgerðismelum 20. og 21.
ágúst, en kynbótasýning verður á melunum 18. og 19. ágúst. Bæjakeppnin verður síðan haldin 28. ágúst og
sameiginlegur útreiðatúr í Borgarrétt 27. ágúst. Fylgist með á vef hestamannafélagsins www.funamenn.is
Hestamannafélagið Funi
þakkir frá ungmennafélaginu Samherjum
Stjórn Samherja vill þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt
í að gera veitingasölu á Handverkshátíð 2011 að veruleika.
Rétt um 100 sjálfboðaliðar, fullorðnir og börn, lögðu hönd á plóg og eru þeim öllum færðar bestu þakkir.
Svona vinna Samherjar.
Stjórn Samherja
Kisa í óskilum
Líklega um 1 árs gamall högni, ljósgrár með blesu, hvítur á kvið og með hvítar loppur. Hefur haldið til við Litla-Hól.
Ef einhver kannast við hann vinsamlega hringið í Davíð 895-4618.