Auglýsingablað 1206. tbl. 15. árg. 30. ágúst 2023.
Gangnadagar 2023
1. göngur verða gengnar 31. ágúst.-. 3. september.
2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 16.-17. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október og stóðréttir 7. október.
Árið 2024 verður hrossasmölun 4. október og stóðréttir 5. október.
Talstöðvarásir gangnasvæða koma fram á gangnaseðli.
Lengri opnunartími á laugardaginn
Laugardaginn 2. september, á gangnadaginn, munum við lengja opnunartíma sundlaugarinnar til kl. 20:00. Bjóðum gangnafólk og aðra fjárhirða velkomna í sund eftir göngur dagsins.
Íþróttamiðstöðin.
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Þann 1. september opnar bókasafnið fyrir almenning. Þá er safnið opið sem hér segir:
Þriðjudaga frá 14:00-17:00
Miðvikudaga frá 14:00-17:00
Fimmtudaga frá 14:00-18:00
Föstudaga frá 14:00-16:00
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og ganga úr anddyri niður í kjallara.
Yoga og Bandvefsnudd í KNARRARBERGI
Sælar kæru konur. Nú ætla ég að vera með námskeið í yoga og bandvefslosun fyrstu vikuna í október. Mán. 2. okt., þri. 3. okt. og fim. 5. okt. kl. 18:30-20:00.
Gerum saman léttar öndunaræfingar og teygjur, notum bolta til þess að losa um bandvefinn og bólgur og svo slökum við á í lokin.
Hittumst í Knarrarbergi þeim flotta stað þar sem allt er til alls.
Allir tímarnir eru á 12.000 kr. og skráning fer fram á email workandwellnessiceland@gmail.com eða gsm 895-1517.
Annars vonast ég til þess að sjá sem flestar.
Kær kveðja Laufey yogakennari.