Auglýsingablaðið

364. TBL 13. apríl 2007 kl. 14:02 - 14:02 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudagur 15. apríl: Helgistund í Munkaþverárkirkju kl. 21:00
Sóknarprestur

-------

Prímadonnurnar – lokasýning!
Allt gott tekur enda og í kvöld verður síðasta sýning Freyvangsleikhússins á Prímadonnunum eftir Ken Ludwig. á þessum tímamótum þökkum við leikhúsgestum fyrir skemmtilegan vetur, svo og öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við þessa sýningu.
það er nú eða aldrei – ekki missa af frábærri skemmtun!
LOKASýNING – LAUS SæTI
Laugardaginn 14. apríl kl. 20.30
Gleðilegt sumar!
www.freyvangur.net

-------

Sumardagurinn fyrsti
Sumargleði Hestamannafélagsins Funa verður á Melgerðismelum fimmtudaginn 19 apríl kl. 14:00. Jötunvélar og Brimborg verða með vélasýningu á flötinni við Funaborg. Einnig verða ýmis húsdýr með afkvæmi og teymt verður undir börnunum.
Náttúrulist, sýnendur þórey og Linda Tómasdætur. Charlott sýnir myndir ásamt fleira handverki t.d. miðaldarkjólar. Og auðvita verður hið víðfræga kaffihlaðborð Funa fyrir vægt gjald.
Funi og Jötunvélar

-------

Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Möðruvallarsóknar verður haldin í Sólgarði föstudagskvöldið 20. apríl kl. 20.30.
Venjuleg aðalsafundarstörf,
önnur mál
Sóknarbörn eru hvött til að mæta og ræða mál kirkjunnar.
Sóknarnefnd.

-------

Ferðalag um Vesturland
Félag aldraða Eyjafirði fer í 4 dagaferð 18.júní. Farið verður frá Laugarborg kl. 9:00. Farþegar teknir við Lindina og Lindarsíðu.
Ekið verður að Laugum í Sælingsdal og gist þar í þrjár nætur. Farið í skoðunarferðir um nágrenið. Meðal annars til Reykhóla, Stykkishólms og í Eyjasiglingu.
Staðfestingargjald er kr. 2500.Vinsamlega skráið ykkur fyrir 7. maí.
Nánari upplýsingar og skráning er í símum: 463-1153 Jón, 462-4933 óttar, 462-4912 Steingrímur.
Ferðanefndin.

-------

Gönguhópur
Minnum á gönguhóp fyrir Kvennahlaup íSí á vegum íþrótta- og tómstundanefndar. í næstu viku verður einungis gengið á þriðjudagskvöldinu, en allir verða hins vegar duglegir að þramma í skrúðgöngum á sumardaginn fyrsta! Lagt er af stað frá Hrafnagilsskóla kl. 20.30 og eru allir velkomnir.
Steinunn og Helga, göngugarpar

-------

Aðalfundarboð
Aðalfundur kirkjugarða Laugarlandsprestakalls verður haldinn í kapituli Munkaþverárkirkju, laugardaginn 21. apríl kl. 10:30.
Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórnin

-------
Húsnæði óskast
Við erum að leita að leiguhúsnæði í Eyjafjarðarsveit fyrir fjölskylduna og fylgihluti. Nennum ekki að flytja aftur fyrr en eftir a.m.k. 2 ár og okkur vantar húsnæðið með sumrinu, dagsetning ekki ákveðin.
Dísa og Steini, Hrafnagili, sími 435 0033.

-------

Aðalfundarboð
Aðalfundur sóknarnefndar Munkaþverárkirkju verður haldinn í kapitulinu föstudaginn 20 apríl kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf
Sóknarnefndin
-------

Frá Félagi aldraðra Eyjafirði
Félagið vill minna félagsmenn sem eiga eftir að greiða félagsgjaldið, að greiða kr. 2000 fyrir 1. maí. Tekið verður á móti félagsgjöldum mánudag 16. apríl í Hrafnagilsskóla eða hjá gjaldkeranum Baldri Kristinssyni. þjónustubækur og félagsskírteini eru afhent við greiðslu félagsgjalds.
Með bestu kveðju frá stjórn félagsins.

-------

FIT-PILATES fyrir konur
FIT-PILATES leikfimi fyrir konur heldur áfram í íþróttahúsinu á Hrafnagili. Námskeiðið er á þriðjudögum og föstudögum kl. 16:45-17:45. Leiðbeinandi er Hrafnhildur Guðjónsdóttir íþróttakennari.
Skráning og nánari upplýsingar gefur Anna Hulda síma 847 6163 og 557 1537.

-------

322. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 17. apríl kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Stíflubrestur í Djúpadalsá. Fulltrúi Norðurorku hf. gerir grein fyrir hugsanlegum orsökum o. fl.
2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 73. og 74. fundur, 3. og 10. apríl 2007.
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 104. fundur, 11. apríl 2007.
4. Fundargerð skólanefndar ásamt fylgiskjölum, 158. fundur, 2. apríl 2007.
5. Fundargerð byggingarnefndar, 57. fundur, 3. apríl 2007.
6. Fundargerð safnveganefndar ásamt fylgiskjölum.
7. Fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar, 224. og 225. fundur, 21. feb. og 21. mars 2007.
8. Fundargerðir Almannavarnar Eyjafjarðar, 28. feb. og 7. mars 2007.
9. Fundargerð menningamálanefndar, 113. fundur, 28. feb. 2007.
10.Tillaga að stækkun friðlandsins í þjórsárverum, afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
11.Erindi Félags aldraðra Eyjafirði, dags. 2. apríl 2007.
12.Erindi Helgu Sigfúsdóttur og Steinunnar á. ólafsdóttur dags. 19. mars 2007, um göngustíg milli Hrafnagils (Reykárhverfis) og Kristness.
13.Tillaga að breytingu á samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit.
14.Drög að nýrri samþykkt um gatnagerðargjöld , tengigjöld vatns-, hita og fráveitu ásamt þjónustugjaldskrá vegna skipulags- og byggingarmála.
Sveitarstjóri
Getum við bætt efni síðunnar?