Auglýsingablaðið

1069. TBL 02. desember 2020

Auglýsingablað 1069. tbl. 12. árg. 2. des. 2020.



Opnunartími gámasvæðis

Vaktað gámasvæði er við Hrafnagilshverfi. Opnunartími þess er kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum. Á svæðinu eru gámar undir stærri og grófari úrgang sem til fellur á heimilum. Frá og með sunnudeginum 6. desember verður gámasvæðið lokað utan opnunartíma.
Sveitarstjóri.



Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is (https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs).

"Íbúar Eyjafjarðarsveitar sem fá jákvætt svar um rétt til styrksins, sækja um í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar."



Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2020 – frestur til 15. des.

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum
6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf.

Styrkur árið 2020 er fjárhæð 20.000 kr.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember.
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar – Umsóknir – Íþrótta- og tómstundastyrkur.

Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda:
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
2. Staðfestingu á greiðslu.
3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.



Kvenfélagið Iðunn – Jólafundi frestað

Kæru félagskonur. Í ljósi óbreyttra samkomutakmarkana þá verður jólafundinum frestað um sinn.
Vinsamlegast fylgist vel með tölvupósti.
Bestu kveðjur, stjórnin.

 


Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit

Kynntu þér Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit neðst á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is
Það má nálgast skemmtilegt úrval af vöru og þjónustu með gjafabréfinu og um leið styðja við verslun í heimabyggð.

Gjafabréfin eru til sölu á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10:00-14:00 alla virka daga, hvort sem er á staðnum eða með símtali.
Gjafabréfin eru send hvert á land sem er.
Sími: 463-0600. Tölvupóstur: esveit@esveit.is.

 

Getum við bætt efni síðunnar?