Frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar
þeir sem hafa ræktað eða hyggjast rækta skjólbelti í gamla öngulsstaðahreppi nú í sumar, geta sótt um úr
sjóðnum. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar, Ytri Tjörnum, þar sem fram kemur lengd og
fjöldi raða í skjólbeltinu. Umsóknir mega einnig berast á rafrænu formi og sendist þá á netfangið tjarnir@simnet.is Stjórn skólbeltasjóðs
Kvöldganga Samherja um Leyningshóla
Ungmennafélagið Samherjar minnir á skemmtilega fjölskyldugöngu um Leyningshóla föstudagskvöldið 26. júlí kl. 19.30. þessi ganga
hentar allri fjölskyldunni svo nú er bara að smyrja létt nesti og njóta kvöldblíðunnar í góðum félagsskap :)
Sumardagur á sveitamarkaði alla sunnudaga í sumar frá 14. júlí til 18.
ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem
boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur
Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum
kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar,
safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar
veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi og http://silva.is/
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;-)
Kæru sveitungar
Um þessar mundir fagnar Smámunasafn Sverris Hermannssonar 10 ára afmæli sínu. Að því tilefni verður frítt inn á safnið nk.
laugardag, 27. júlí. Lifandi tónlist verður á milli 14 og 16 og ætla félagar í sunddeild Samherja að vera með leiki og grilla pylsur,
milli kl. 13 og 16, til styrktar ferð þeirra í æfingabúðir á Spáni. þá verða einnig gómsætar veitingar til
sölu á kaffihúsi safnsins . Opið er alla daga milli kl. 11-17.
Við hvetjum ykkur til að koma og samgleðjast með okkur á þessum tímamótum.
Með sólarkveðju, starfsfólk Smámunasafns Sverris Hermannssonar
á MELGERðISMELUM 26. – 28. JúLí N.K.
Fyrir alla hestakrakka sem geta dröslað foreldrum sínum með í útilegu :o)
Föstudagurinn 26. júlí kl. 20:00 RATLEIKUR (hópavinna)
- mæting við hesthúsin
- aldrei að vita hvað vex á trjánum...
Laugardagurinn 27. júlí kl. 11:00 þRAUTABRAUT (einstaklingar)
- á ytri velli neðan við Funaborg
kl. 14:00 REIðTúR upp í Borgarrétt
- taka ábyrgðarmann með sér
kl. 20:00 GRILL og LEIKIR í Funaborg
- hamborgarar í boði fyrir krakkana
- seldir á vægu verði til fullorðinna
Sunnudagurinn 28. Júlí kl. 11:00 öðRUVíSI KEPPNI (hópavinna)
- hópurinn skiptir með sér verkum um hver tekur stökkið, brokkið ...o.s.frv.
kl. 14:00 VERðLAUNAAFHENDING
Engin skráningargjöld - frí tjaldstæði - fríir hagar fyrir hrossin - nesti í boði í reiðtúrnum
þátttökuskráning í síðasta lagi miðvikudaginn 24. júlí hjá Sigríði í
Hólsgerði
(mailto:S.857-5457/463-1551/holsgerdi@simnet.is)
ágætu sveitungar
Nú eru aðeins tvær vikur þar til Handverkshátíðin hefst. Við hvetjum ykkur til að koma á sýninguna og njóta alls
þess sem þar verður í boði.
Við minnum sérstaklega á kvöldvökuna á laugardagskvöldinu, sem fer fram í stóru tjaldi eins og s.l. sumar. Eins og
áður verða Umf. Samherjar og Hjálparsveitin Dalbjörg með glæsilegt grillhlaðborð.
Laugardagskvöldið 10. ágúst kl: 19:30 hefst grillveisla og kvöldvaka sem opin er öllum. Veislustjórar verða þau Lára
Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson en auk þeirra koma fram óskar Pétursson, Karlakór Eyjafjarðar og Sister sister sem
skipuð er af systrunum Helgu og Audrey Clarke. Komið og njótið kvöldsins í góðum félagsskap.
Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórn Handverkshátíðar 2013
Heimildarmyndin List og landbúnaður á RúV
þriðjudaginn 30. júlí kl: 19:35 verður heimildarmynd um Handverkshátíð og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012
sýnd á RúV.