Auglýsingablaðið

579. TBL 09. júní 2011 kl. 14:44 - 14:44 Eldri-fundur

Sleppingar á sumarbeitilönd
úthagi sprettur hægt vegna kuldatíðar og því er ekki tímabært að sleppa búfé enn. Búfjáreigendur eru því beðnir um að sleppa ekki í sameiginleg sumarbeitilönd fyrr en tíð hefur batnað og úthagi hefur tekið betur við sér. Fylgist með auglýsingablaðinu.
Fjallskilanefnd


Sveitarstjórnarfundur
404. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 14.júní n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og á heimasíðu sveitarinnar, www.eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri

 

Flutningur á Skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð  miðvikudaginn 15. júní  og  fimmtudaginn 16. júní  n.k.   Mánudaginn 20. júní  opnar skrifstofan  í nýju húsnæði að Skólatröð 9  ( heimavistarhús Hrafnagilsskóla ).   Opnunartími skrifstofu verður óbreyttur þ.e.  frá   kl. 10 – 14.  Nýtt símanúmer skrifstofu verður  463-0600.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

Auglýsingablaðið
Vegna flutnings skrifstofunnar þurfa auglýsingar sem eiga að birtast í 580. tbl. Auglýsingablaðsins að berast fyrir kl. 9, þriðjudaginn 14. júní. Vinsamlegast sendið auglýsingar á netfangið esveit@esveit.is eða hringið í síma 463-1335. Blaðinu verður dreift miðvikudaginn 15. júní.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

Fermingar- og hátíðarmessa á hvítasunnudag
Fermingar- og hátíðarmessa á hvítasunnudag verður í Grundarkirkju 12. júní kl. 11. Fermd verða Auðunn Freyr Hlynsson, Kvistur, ásdís Hrefna V Laufeyjardóttir, Arnarfell 2, Bergljót Gunnarsdóttir, Heiðarlundi 7b, Bjarki Rúnar Sigurðsson, Brúnahlíð 1, Fjölnir Brynjarsson, Hólsgerði, Friðrik Karlsson, Hrafnagilsskóli, Ingvi Guðmundsson, Syðra-Fell, Katla Mjöll Gestsdóttir, Jódísarstaðir 3, Kristjana Líf Arnarsdóttir, Hranastaðir, Monika Rögnvaldsdóttir, Vallartröð 1, óðinn Snær óðinsson, Sunnutröð 8 og örn ævarsson, Fellshlíð. Kór Lauglandsprestakalls leiðir sönginn undir stjórn Daníels þorsteinssonar, organista og kórstjóra.
Sr. Guðmundur Guðmundsson


Fótbolti karla
Eftir frækinn 3-1 sigur Samherja í fyrsta leik sumarsins höldum við ótrauðir áfram. í kvöld, fimmtudag, munu Samherjar spila æfingarleik við Smárann á Hrafnagilsvelli og eru áhugasamir hvattir til að annað hvort koma og spila eða hvetja sína menn. þá er næsta æfing næstkomandi sunnudag kl. 20:00.
Allar helstu upplýsingar um næstu æfingar og leiki er að finna á http://www.samherjar.blog.is/
Stjórnin

 

Gallerýið að Teigi
Opið er frá klukkan 10-18 alla daga til ágústloka. Allir hjartanlega velkomnir.
Gerða sími 894-1323 og Svana 820-3492

 

Tilkynning frá húsverði Laugarborgar
Nýverið tók ég saman áhaldalista og búnað Laugarborgar og bar þann lista saman við samskonar lista frá 1998.  á svo löngum tíma er eðlilegt að einhver afföll verði en nú er svo komið að nokkra hluti bráðvantar. Ef einhver þarf að losna við eftirfarandi muni og/eða er með muni í láni úr Laugarborg þá er allt slíkt þegið með þökkum:
Ausur,  glerskálar bæði stórar og í millistærð,  salatskeiðar, tertuföt úr gleri.  Fleira væri hægt að týna til eins og tertuspaða,  píska,  sleikjur,  smjörpensil o.fl.  Mér fannst rétt að reyna þetta áður en ég fer í verslunarleiðangur, vona að mér fyrirgefist það:-)  
Eggert húsvörður Laugarborgar s: 463-1139

 

íbúð óskast!
Bráðvantar íbúð eða húsnæði, helst 3-4 herbergja. Skilvísum greiðslum og reglusemi heitið. Vinsamlegast hringið í síma 847-0744.
Eydís

 

Köttur í óskilum!
Stór svartur köttur með hvíta bringu, hvítt í trýni og í afturfótum (styggur), hefur verið daglegur gestur hér í vor og alloft í vetur. Falleg skepna og sælleg að sjá.  Hann er hér enginn aufúsugestur og eru þeir sem eiga gripinn vinsamlegast beðnir að reyna að halda honum heima, núna yfir varptíma fugla.  Full ástæða er til að reyna að verja það litla sem eftir er af varpi eftir hretið.
þuríður, Syðra Hóli, sími 462-3217 

Getum við bætt efni síðunnar?