Auglýsingablaðið

467. TBL 03. apríl 2009 kl. 09:41 - 09:41 Eldri-fundur

Sund – Sund - Sund
OPIð ALLA PáSKANA í SUND frá skírdegi til annars í páskum frá kl. 10:00 – 20:00 íþróttmiðstöð Eyjafjarðarsveitar




Frá Smámunasafninu
Munið Smámunasafnið um páskana. Opið 9.-13. apríl milli kl. 13:00 og 18:00. Ný sýning opnuð og falin páskaegg. Verið velkomin www.smamunasafnid.is




Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
þá er vorið á næsta leiti og komið að páskalokun. þriðjudaginn 14. apríl opnar safnið aftur og þá er opið eins og venjulega frá kl. 9:00-12:30. Munið að safnið er fyrir alla íbúa sveitarfélagsins og opnunartímar eru: Mánudaga frá kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00.
þriðjudaga - föstudaga frá kl. 9:00-12:30.




Páskabingó Funa
Páskabingó Funa verður haldið í Funaborg á Melgerðismelum laugardaginn 11. apríl kl.13:30. Allir velkomnir. Húsnefnd Funa




Foreldrafélag Krummakots auglýsir
Minnum á bíóferðina á morgun, laugardag 4. apríl kl. 14:00, þar sem við ætlum að sjá kvikmyndina Blái fíllinn í Borgarbíói. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Foreldrafélagið




Páskabingó
Verður haldið í Laugarborg þriðjudagskvöldið 7. apríl og hefst stundvíslega klukkan hálf-níu. Að venju verður boðið upp á góða vinninga og einnig skemmtilega kvöldstund í góðum félagsskap. Bingóspjaldið kostar einungis 500 krónur. Veitingasala í hléinu og útdráttur í páskaeggjalottóinu. Sjáumst öll í Laugarborg. Nefndin




Velkomin til Vínlands
Rokksöngleikurinn sem allir eru að tala um er sýndur í Freyvangi sem hér segir: 13. sýning: föstudaginn 3. apríl, 14. sýning: laugardaginn 4. apríl, 15. sýning: miðvikudaginn 8. apríl, 16. sýning: fimmtudaginn 9. apríl – skírdagur, 17. sýning: laugardaginn 11. apríl – Stjörnusýning, 18. sýning: föstudaginn 17. apríl, 19. sýning: laugardaginn 18. apríl. Nánari upplýsingar og miðapantanir á freyvangur.net. Sýningum fer fækkandi. Ath. allar sýningar hefjast kl. 20:00.




Skammir og skætingur
Miðvikudaginn 8/4 heldur karlakór Eyjafjarðar sitt árlega hagyrðingakvöld í Laugarborg kl 20,30. Fram koma, árni Jónson, Pétur Pétursson, Einar Kolbeinson, Reynir Hjartarson og Björn Ingólfsson undir stjórn Birgis Sveinbjörnssonar. Kórinn syngur nokkur lög og fleira sprell verður í boði. Miðar verða seldir í Vodafone á Glerártorgi og við innganginn. Færri komust að en vildu fyrir ári síðan svo tryggið ykkur miða í tíma.   Karlakór Eyjafjarðar





íbúð óskast til leigu
óska eftir íbúð til leigu í Eyjafjarðarsveit sem fyrst.
Guðrún Kruger s: 461 4284




Aðalfundur Kaupangssóknar
Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju þriðjudaginn 7. apríl næstkomandi kl. 20.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarbörn eru hvött til að fjölmenna. Sóknarnefndin.




Barnavagn óskast
Okkur vantar gamlan en nothæfan barnavagn eða barnavagna.. Hann er til þess ætlaður að týna í hann papriku, þannig að hann þarf hvorki að vera fínn né bónaður, einungis í ökufæru ástandi. Anna í Brúnalaug. Sími : 8488479 eða netfang brunalaug@nett.is




Til foreldra / forráðamanna væntanlegra fermingarbarna
Við viljum minna á að fermingarbörn fá blóm (nelliku) á fermingardag til að festa í fermingarkyrtilinn. þetta er gjöf frá kvenfélögunum 3 í Eyjafjarðarsveit, svo og sálmabækurnar sem börnin hafa þegar fengið. Mátun fermingarkyrtla var s. l. mánudag. Ef einhverjar spurningar eru varðandi kyrtlana má hafa samband við Solveigu 462 4942 eða Völu 463 1215.




Sorphirða
í páskavikunni verður sorp tekið í gamla Saurbæjarhreppi mánudaginn 6. apríl og í gamla Hrafnagilshreppi þriðjudaginn 7. apríl. íslenska gámafélagið.




Vínland – Stjörnusýning
Sérstök stjörnusýning á rokksöngleiknum Vínlandi í Freyvangsleikhúsinu kl. 20:00 laugardaginn 11. apríl. Hin alkunna hljómsveit Helgi og hljóðfæraleikararnir leika undir í sýningunni ásamt Ingólfi Jóhannssyni. óbreytt miðaverð, nánari upplýsingar og miðapantanir á freyvangur.net.



Einu sinni er
Verið velkomin á opnun sýningar HANDVERKS OG HöNNUNAR Einu sinni er
laugardaginn 4. apríl kl. 15.00 í Safnasafninu Svalbarðsströnd sýningin stendur frá 4. til 13. apríl 2009. Opið alla daga frá kl. 13:00-17:00 Aðgangur ókeypis Verk eftir 24 listamenn.



Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Síðasti innritunardagur.Innritun í Tónlistarskóla Eyjafjarðar verður framlengt um einn dag og verður innritað þriðjudaginn  7. apríl frá kl: 19:00 – 22:00.  þetta verður allra síðasti innritunardagurinn og allar umsóknir sem berast eftir þann tíma fara á biðlista. Innritað verður í húsnæði tónlistarskólans. Skólastjóri.

Getum við bætt efni síðunnar?