Auglýsingablaðið

352. TBL 28. janúar 2007 kl. 21:13 - 21:13 Eldri-fundur

þorrablót Eyjafjarðarsveitar 27. janúar 2007


Síðasti póstur fékk fólk til að tala
og fréttin fékk bæði á bænda og smala
en nefndin svo fín
tók þetta til sín
svo nú er það klárt, blótið verður ei "GALA"

það samt verður flott eins og þið munuð sjá
gleðin og fjörið mun alls engan hrjá
því vonum við bara
að þeir sem ætla að fara
séu búnir að hringja og allt sitt lið skrá

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!!!


Miðasala verður á skrifstofu sveitarinnar á venjulegum opnunartíma mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. janúar. þann 23. verður einnig miðasala þar um kvöldið frá 20-22

Miðaverð er aðeins 2500,- varla þarf að taka það fram að einungis er hægt að greiða með peningum á staðnum

Gestir þurfa að taka með sér diska og hnífapör ásamt matartrogunum, en servíettur og glös verða lögð til. Kaffi og gos verður til sölu á staðnum.
Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30

Hljómsveitin Sérsveitin sér um að halda okkur við dansinn

Aldurstakmark miðast við fæðingarárið 1990 eða fyrr

(smá ruglingur varð á milli öngulsstaðahrepps og Hrafnagilshrepps í skráningunni
í síðustu auglýsingu og vonum við að það hafi ekki orðið til neinna óþæginda)


Með bestu kveðjum, þorraþrælarnir


-----------


Frá Umf. Samherjum

æfingar í íþróttahúsinu falla niður
föstudaginn 26. og laugardaginn 27. janúar n.k..

Stjórnin


-----------

 

Sundleikfimi fyrir aldraða

Kæru sveitungar. Nú er sundleikfimi fyrir eldri borgara að fara aftur í gang í Kristneslauginni undir stjórn Kirstenar Godsk, sjúkraþjálfara.
Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 15:00 og hefjast fimmtudaginn 1. febrúar. Um er að ræða 8 skipti fram til vors, þátttakendum að kostnaðarlausu.

áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá Kirsten í síma 463 1189
fyrir föstudaginn 26. janúar.

Mætum nú öll hress og kát og styrkjum líkama og sál
með liðkandi æfingum í vatninu.

íþrótta- og tómstundanefnd
Eyjafjarðarsveitar


-----------

 

Landeigendur athugið

Vakin er athygli á því að öll hross áttu að vera komin af afrétti um áramótin. Hafi einhverjum láðst að sækja sín hross, er viðkomandi vinsamlegast beðinn að gera það hið fyrsta.

Dýraeftirlitsmaður



-----------

 

Handverksnámskeið á næstunni

Silfurleir - Artclay 3.- 4.febrúar
Hugmyndirnar þínar mótaðar í leir, svo er brennt og eftir stendur hreint silfur. Frábært efni sem gefur endalausa möguleika, mótunin getur farið fram á eldhúsborðinu heima hjá þér. Leiðbeinandi verður Vífill Valgeirsson

Fatasaumur 3.- 4.febrúar
Gásahópurinn stendur að saumanámskeiði þar sem sjónum er beint að fatnaði í miðaldastíl. Kjólasaumur - handsaumur á flíkur og skrautsaumur í miðaldastíl svo nokkuð sé nefnt. Leiðbeinendur verða Beate Stormo og Guðrún Steingrímsdóttir

Eldsmíði 13. - 14. 15. febrúar
Eldsmíði er framandi grein sem sífellt fleiri vilja prófa. Nú heimsækir og kennir okkur danski eldsmiðurinn, Jens Christiansen.

á næstunni : þæfing á þrívíddarskúlptúrum og fuglum útskurður - Hnífasmíði - Horn og bein - Jurtalitun - Skógerð Spjaldvefnaður ? Vattarsaumur

Nánari upplýsingar má finna á : www.listalind.is
og hjá Dóru í Syðra-Felli s. 864-3633


-----------

 

Folalda og ungfolasýning Náttfara

Folalda og ungfolasýning hrossaræktunarfélagsins Náttfara í Eyjafjarðarsveit fer fram laugardaginn 3. febrúar kl. 13.30 í Litla Garði. Dómar verða í höndum Herdísar Reynisdóttur og Eyþórs Einarssonar. Keppt verður í flokki mer- og hestfolalda en einnig ungfola fæddir 2004 og 2005. Skráning er í síma 892 1197 Jón Elvar eða 847 2208 Rósberg. Einnig er hægt að senda skráningu á e mail midgerdi@gmail.com ( Rósberg ). Koma þarf fram nafn, uppruni, kyn, litur, faðir, móðir og eigandi. Síðasti skráningardagur er þriðjudagur 27 feb.
Veitingar seldar á staðnum.

Sýningarstjórn.

 


-----------



Leikjaskóli fyrir börn á aldrinum 3 ? 6 ára

Nú er komið að framhaldsnámskeiði fyrir börn sem fædd eru á árunum 2001, 2002 og 2003 og eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Leikjaskólinn verður í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla á laugardögum milli kl. 14:00 - 15:00. Kennari er Berglind Gunnarsdóttir, íþróttakennari. Um er að ræða 10 skipti og þátttökugjald er einungis 2500 kr. Fyrsti tíminn verður laugardaginn 3. febrúar og síðan er kennt alla laugardaga nema 24. feb. og 7. apríl þar til 10 skiptum er náð.

Síðasti skráningardagur er mánudagur 29. janúar.

Skráning fer fram eftir kl. 20:00 á kvöldin í síma:
463 1590 Kristín
463 1357 Nanna
463 1511 Lilja

íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar


-----------

 

Uppbygging í Funaborg

Góðir Funafélagar og velunnarar. Unnið verður í sal Funaborgar frá kl. 13:00 til 17:00 alla laugardaga og sunnudaga í janúar og eitthvað fram í febrúar. Sem fyrr þurfa þeir sem koma að hafa með sér verkfæri. Tröppur og léttir stigar koma einnig að gagni. þeir sem ætla að taka þátt í þessu verkefni mega gjarnan láta Jónas Vigfússon (s. 860-9090) eða Brynjar Skúlason (s.463-1551) vita til að auðvelda skipulagningu verksins.

Stjórn Funa


-----------

 

 

315. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 24. jan. 2007 kl. 20.00.


Dagskrá.

1. Fundargerð menningarmálanefndar, 112. fundur, 6. janúar 2007.

2. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar 100. og 101. fundur, 21. desember 2006 og 9. janúar 2007.

3. Fundargerð skólanefndar 156. fundur 18. janúar 2006.

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 97. fundur 10. janúar 2007.

5. Erindi frá Hörgárbyggð, dags. 12. janúar 2007, Gásaverkefnið, ósk um framlag.

6. Erindi frá Háskólanum á Akureyri dags. 16. janúar 2007, varðandi samstarf um rannsóknir á lífríki Eyjafjarðar.

7. Fundarboð um stofnun landssamtaka landeigenda 25. janúar 2007. Samtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignaréttur landeigenda að jörðum sé virtur í svo kölluðu þjóðlendumáli.

8. Athugasemd við tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025, varðandi ölduhverfi í landi Kropps.

9. Erindi landeigenda vegna endurgerðar á göngubrú yfir Eyjafjarðará við Skáldsstaði yfir til Hóla.

10. Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna hundahalds.

11. Tillaga um að kannaður verði áhugi íbúa sunnan Skáldstaða og sunnan Hóla á hugsanlegri hitaveitu frá Hólsgerði.

Getum við bætt efni síðunnar?